Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1960, Side 9

Sameiningin - 01.04.1960, Side 9
Sameiningin 7 að hér, voru hennar börn líka og fyrst og fremst. Það fyrsta,. sem þau lærðu að fara með á móðurmáli, var signingin í nafni Guðs, föður og sonar og heiíags anda, barnabænin, Vertu, Guð faðir, faðir minn . . ., og drottinlega bænin, Faðir vor. Móðirin, kirkjan, gaf þeim Guð að föður, Jesúm Krist að frelsara, orðið að leiðarljósi, bænina í Jesú nafni að veganesti. Og þessar lífsæðar hins guðlega líkama, kirkj- unnar, fylgdu yður yfir hafið, og sjálfur andi hins upp- risna, sem er lífið í lífi kirkjunnar, kallaði með gjöfum sínum, upplýsti og skapaði ný form fyrir helgandi áhrif sín í hinu nýja landi. Þess vegna urðu til söfnuðir hér, kirkja, móðirin fylgdi börnum sínum, því að hún er hafin yfir öll landamæri. Og allur sá þjóðlegi arfur, sem þér höfðuð meðferðis frá íslandi, allt það úr íslenzkri fortíð, sem meðvitað býr með yður, hlýtur að dvína smátt og: smátt, að móðurtungunni sjálfri meðtalinni, — hin íslenzka kveðja, sem yður er flutt á þessu 75 ára afmæli, er flutt samkvæmt yðar eðlilegu ósk á enskri tungu, — en þessi arfur fer ekki forgörðum. „Þitt orð er, Guð, vort erfðafé, þann arf vér beztan fengum,“ svo sungu feður yðar í kirkju íslands, og svo er sungið enn í þeirri kirkju, það er hin lifandi arfleifð, líf- æðin, sem vekur og nærir trú, lífið í Guði, og skapar þar með kirkju. Hin heilaga arfleifð er ekki háð þeim lögum, sem þessi heimur tíma og rúms nýtur. Hún er byggð á- trúfesti Guðs í Jesú Kristi. En sú trúfesti skírskotar til vor um trúnað. Trúr er Guð. Verið því fastir, óbifanlegir, síauðugir í verki Drottins, vitandi að erfiði yðar er ekki árangurslaust í Drottni. (I. Kor. 15:28). Það er mér til mikillar gleði, að tengslin við lúterska trúbræður íslenzks þjóðernis í Ameríku hafa styrkzt á undanförnum árum. Ungir prestar að heiman hafa tekið þjónustu í söfnuðum hér og ágætir fulltrúar héðan hafæ dvalizt og starfað í kirkju íslands. Fyrrverandi forseti Kirkjufélags yðar, Dr. Valdimar Eylands, hefir starfað sem prestur á Islandi um tíma við slíkan orðstír, sem engum hér mun koma á óvart, núverandi forseti, séra Eric Sigmar,.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.