Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.04.1960, Page 13

Sameiningin - 01.04.1960, Page 13
Sameiningin 11 Séra JÓN BJARMAN: Áramótahugleiðing (Flull á Lundar á gamlárskvöld 1960) Texii: „Frið lœt eg eftir hjá yður, minn frið gef eg yður, ekki gef eg yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist.“ (JÓHANNES 14:27). Það er undarlegt að hugsa til þess, hvernig tíminn flýgur áfram. Mér finnst til dæmis næsta furðulegt, að þetta skuli vera þriðju áramótin, sem ég er hér vestan hafs, því að það sýnist ekki vera nema eitt andartak síðan ég kom hingað fyrst. En það er ekki um að villast, þá var það árið 1958, á morgun verður það árið 1961. Tíminn er furðulegt fyrirbrigði, og það er harla mis- jafnt hvernig menn eyða honum. Eins er með tímamót. Þau eru einkennileg, og það er misjafnt hvernig menn taka þeim eða lifa þau. Ég minnist áramótanna heima á íslandi, til dæmis þegar ég var barn heima á Akureyri. Þá þótti það sjálfsagt, að strákar hefðu í frammi alls konar strákapör, lík þeim, sem hér eru framin á Hallow’en kvöldi, eða jafn- vel verri en þau. Fullorðið fólk leit á þetta með mikilli vandlætingu og það mátti lesa úr svip þeirra orðin: „Heimur versnandi fer.“ En um leið og strákapörin stóðu sem hæst, stundaði margt þeirra alls kyns gleðskap, sem einkenndist helzt af dansi og hóflausu áti og hóflausri drykkju ásamt alls konar ungæðislátum, sem menn hafa ekki í frammi við nein önnur tækifæri. Þannig gekk fólkið inn í nýja árið með hinum og þessum kynjalátum, sem stundum enduðu með höfuðverk og annarri líkamlegri og andlegri pínu. Ég minnist þess einnig, er ég síðar flutti til Reykja- víkur, hvernig unglingarnir „brenndu út árið“ eins og þeir kölluðu það. Allan síðari hluta desembermánaðar notuðu

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.