Sameiningin

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sameiningin - 01.04.1960, Qupperneq 16

Sameiningin - 01.04.1960, Qupperneq 16
14 Sameiningin við heilsum nýju ári, og er kveðja hans viðeigandi, ekki aðeins fyrir þessi tímamót, heldur fyrir hverja stund í lífi hins kristna manns. Þennan vinning höfum við fram yfir heiminn, sem við lifum í, við höfum frið Guðs. Þrátt fyrir alla veraldlega óvissu eigum við ætíð frið Guðs vísan og öruggan, og hvað annað, sem kann að henda okkur, verður yfirstíganlegt í krafti þess friðar. En einu má aldrei gleyma, og það er að án þessa friðar er allt vonlaust, allar bjargir bannaðar og allir vegir lokaðir. Þegar Jesús talaði þessi orð til lærisveina sinna, þá áttu þeir allt annað en slétta og fellda framtíð framundan. Þeir áttu eftir að horfa upp á Jesúm krossfestan, og þá um leið að kafa hyldýpi örvæntingarinnar, þegar þeir hlupu burt frá honum sviknum, bjarglausir og án þess að geta rönd við reist, þegar hann var handtekinn af hermönnum æðstaprestsins. Þeir áttu einnig eftir að lifa og reyna mesta undur veraldarsögunnar, boðskap páskadagsmorgunsins, „Kristur er upprisinn.“ Þeir áttu eftir að vera vitni af Hvítasunnu undrinu, þegar að heilögum anda var úthellt yfir þá. Og þar á eftir áttu þeir eftir að þola ofsóknir, og sumir þeirra píslardauða. Þannig var framtíð þeirra. Þeir sáu hana ekki. Kristur sá hana, og hann gaf þeim það vega- nesti, sem gerði þá hæfa til að komast í gegn um þessa fram- tíð, frið Guðs, sem er æðri öllum skilningi, og varðveitir bæði hjörtu og hugsanir fyrir Krist Jesúm, þannig að hvorki ótti né skelfing nái að hafa þar nokkur áhrif. Hvað ber framtíðin í skauti sínu handa okkur? Ég veit það ekki, og þið vitið það ekki heldur. En Jesús veit það, og Hann hefir gefið okkur frið Guðs. Við höfum ekki hugmynd um hvað heimurinn mun færa okkur á þessu ári, en ef hann bregður ekki út af vana sínum, þá mun það verða blandað skelfingu og ótta. Og sjálfsagt munum við lenda í aðstæðum, þar sem reynir á staðfestu okkar í trúnni á Jesúm Krist, en munum þá gjöf hans okkur til handa. Sjálfsagt á einnig söfnuðurinn okkar, samfélag heilagra meðal okkar, eftir að fást við hina og þessa örðugleika á hinu komandi ári, en ef við minnumst gjafar

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.