Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1960, Blaðsíða 25

Sameiningin - 01.04.1960, Blaðsíða 25
Sameiningin 23 ast boðum hans, og er bæði heilagur og réttlátur. Telja Gyðingar Abraham þannig ekki aðeins hinn fyrsta fsraelíta, heldur einnig hinn fyrsta eingyðistrúarmann. Við Abraham var mikill sáttmáli gerður og honum gefið hið eilífa og óumbreytanlega fyrirheit, er hann hafði flutzt til Palestínu: „Ég mun gefa þér og niðjum þínum það land, sem þú nú býrð í sem útlendingur, allt Kanaansland til ævilangrar eignar“ (I. Mós. 17:8). Út frá þessari frásögn er runnin aðal- uppistaðan í sögu Gyðinga fram á þennan dag: einn Guð, eitt land, ein þjóð. Gyðingar telja, að þessi ummæli taki af allan vafa um það, hverjir séu réttmætir eigendur Palestínu, Abraham og niðjar hans, — þeir sjálfir. Arabar viðurkenna einnig frásögnina um ættföðurinn Abraham og hafa reist voldugt musteri á þeim stað, þar sem þeir telja bein hans hvíla, í Hebron. Þeir viðurkenna einnig fyrirheitin um að Palestína skuli vera eign niðja hans um allar aldir. En þeir benda á, að ísak var ekki frum- getinn sonur Abrahams, heldur Ismael, sem hann gat með ambáttinni Hagar, með góðu samkomulagi við Söru konu sína. Hinn frumgetni sonur hlaut að vera réttmætur erfingi þjóðföðurins, en þeir rekja ættir sínar einmitt til Ismaels. Enn fremur benda þeir á þá staðreynd, að þegar umskurnar- sáttmálinn var gerður við Abraham, þá var það Ismael, sem var umskorinn. Hann var þá fimmtán ára gamall, en ísak ófæddur. Eldri bróðurinn og niðjar hans eru því réttmætir eigendur og íbúar Palestínu um allar aldir. Um Ismael er sagt, að hann muni verða ólmur sem villiasni; hönd hans muni verða á móti hverjum manni, og hvers manns hönd uppi á móti honum (I .Mós. 16-12). Þessi spásögn virðist hafa rætzt að því leyti, að afkom- endur Ismaels, Arabar, hafa löngum verið íbúar eyðimerk- urínnar og eins konar olnbogabörn í fjölskyldu Abrahams fram á þennan dag. Margir þeirra eru heimilislausir hirð- ingjar, sem reika stað úr stað með hjörðum sínum og búa í tjöldum úr úlfaldahári. Arabiskir hirðingjar eru mjög frumstæðir í lifnaðarháttum sínum. Eyðimörkin er konungs- ríki þeirra, úlfaldinn og hesturinn eru herskipið og eim-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.