Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.04.1960, Page 42

Sameiningin - 01.04.1960, Page 42
40 Sameiningin sætt hvernig þetta myndi leiða hina dreifðu söfnuði vora til nánara samstarfs við nágrannasöfnuði þeirra. Einn af stóru kostum þessa nýja fyrirkomulags er þessi: Synödurnar verða nógu stórar til þess að sérhverri þeirra mun verða fært að hafa á að skipa föstum, launuðum emb- ættismönnum, sem geta helgað öllum sínum tíma til stjórnar- starfanna. Yfirmenn íslenzka Kirkjufélagsins hafa ætíð þurft að gegna tvöföldu hlutverki, sem slíkir embættismenn og sóknarprestar. Það er svo til ómögulegt að gera báðum störf- unum full skil samtímis. Eftir sameininguna myndi forseti synodu innan hinnar nýju kirkju ekki hafa neinum öðrum skyldum að gegna en þeim, sem stöðu hans fylgir. Vonandi ákveður Kirkjufélagið að taka hina síðari stefnu, vegna þeirra mörgu kosta, sem henni fylgja. Að halda áfram á þeirri braut, sem vér nú erum á, myndi aðeins leiða til hægfara en óhjákvæmilegrar upplausnar Kirkjufélags vors, með þeim hörmulegu afleiðingum, sem því fylgja. Vér getum ekki búizt við, að fjarlægustu presta- köll vor, eins og Minneota, Seattle, Vancouver o. s. frv., fáist til að una leng'i við núverandi fyrirkomulag. Þessi prestaköll eru einfaldlega of langt í burtu frá miðstöð Kirkjufélagsins til að finna verulega til samstöðu með hin- um kirkjunum. Það er erfitt fyrir oss öll að sjá þessar breytingar eiga sér stað. Sérstaklega er það erfitt fyrir eldra fólkið, sem hefir, að meira eða minna leyti, alizt upp innan kirkju- félagsins, og sem hefir vanizt því að líta á kirkjufélagið sem hluta af þeirra menningarlegu arfleifð. Svo sannar- lega eigum vér vandaða íslenzka menningarerfð, sem við höfum vilja á að varðveita, og' svo vill til, að í grundvallar- löggjöf hinnar nýju kirkju er einmitt gert ráð fyrir slíku. í stað íslenzka Kirkjufélagsins höfum við tök á að stofna „íslenzk lútersk samtök“ (Icelandic Lutheran Conference), sem hafa það að markmiði sínu að varðveita og hlúa að menningarlegum verðmætum vorum. Slík samtök geta gegnt því hlutverki mun betur en kirkjufélag, sem er hluti

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.