Fréttablaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 2
3. mars 2011 FIMMTUDAGUR2 LÍBÍA, AP Liðsmenn Gaddafís reyndu í gær að ná á sitt vald borg- um í austurhluta landsins, sem uppreisnarmenn hafa haft nánast alfarið á valdi sínu dögum saman. Sjálfur kom Gaddafí fram í höfuð borginni Trípolí og hvatti fólk í sjónvarpsávarpi til að snúast gegn uppreisninni. „Við munum berjast til síðasta manns og síðustu konu,“ sagði Gaddafí og sagði það munu kosta þúsundir Líbíumanna lífið sendi Bandaríkin eða Atlantshafsbanda- lagið herlið til að blanda sér í átök- in. „Við munum ekki samþykkja íhlutun eins og Ítalir voru með áratugum saman,“ sagði Gaddafí og vísaði til yfirráða Ítalíu í Líbíu á fyrri hluta 20. aldar. „Við munum ekki samþykkja sams konar íhlutun Bandaríkjamanna. Það myndi leiða af sér blóðugt stríð og þúsundir Líbíumanna munu deyja ef Banda- ríkin og NATO koma til Líbíu.“ Stuttu eftir sólarupprás í gær birtist íbúum Brega í austurhluta landsins fjölmennt lið stuðnings- manna Gaddafís. Voru mennirnir á um fimmtíu herjeppum, sumir voru vopnaðir vélbyssum. Brega, sem er mikilvæg olíuskipahöfn og olíuhreinsistöð, hefur verið á valdi uppreisnarmanna. Í Brega er mikilvæg olíuskipa- höfn og olíuhreinsistöð. Liðsmenn Gaddafís náðu höfn- inni og olíuhreinsistöðinni strax á sitt vald ásamt litlum flugvelli. Fámennt lið uppreisnarmanna hafði gætt svæðisins og hörfaði fljótt. Einnig gerðu liðsmenn Gaddafís loftárás á vopnageymslu í bænum Ajdabíja, sem er skammt frá Brega. Þegar líða tók á morguninn brunuðu uppreisnarmenn á pall- bílum frá Ajdabíja og gerðu gagn- árás á Brega, náðu flugvellinum og olíuhreinsistöðinni fljótt á sitt vald. Hörð átök brutust út með loft- árásum frá liði Gaddafís, en síð- degis flúðu stuðningsmenn hans frá Brega. Átökin höfðu þá kostað að minnsta kosti fimm liðsmenn uppreisnarhópsins lífið. Sjúkraflutningamaður sem liðsmenn Gaddafís handtóku en slepptu síðan aftur segir að í liðinu hafi verið um 200 manns. Þeir hafi komið frá bænum Sirt, fæðingar bæ Gaddafís við Miðjarðarhafið, sem liðsmenn Gaddafís hafa enn á valdi sínu. gudsteinn@frettabladid.is Barist um yfirráðin í borgum Líbíu Gaddafí sendi herafla sinn gegn uppreisnarmönnum í austurhluta landsins. Gerðar voru loftárásir á tvær borgir og nokkur hundruð manna lið náði olíu- borginni Brega á sitt vald, en hrökklaðist burt þegar líða tók á daginn. FLÓTTAMENN VIÐ LANDAMÆRI TÚNIS Tugir þúsunda flóttamanna hafa farið til Egyptalands og Túnis og Evrópusambandið óttast flóttamannastraum. NORDICPHOTOS/AFP Steinþór, ætlið þið að spyrja eigendurna spjörunum úr? „Já, ekki spurning.“ Bókabúð Máls og menningar fór í þrot fyrir hálfum mánuði og situr þrotabúið á óseldum lager. Steinþór Steingrímsson er stjórnarformaður fyrirtækisins Ekki spurning, sem meðal annars gefur út borðspilið Spurt að leikslokum. SIGLINGAMÁL Norska stjórnin hefur ákveðið að veita norsku strand- gæslunni 110 milljónir norskra króna til þess að standa straum af kostnaði, sem gæti orðið vegna hreinsunar eftir strand Goðafoss fyrir hálfum mánuði. Þetta eru tveir milljarðar íslenskra króna, en Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, segir engar líkur á að þetta fé verði notað til þessara verka. „Við höfum fengið þær skýringar að norsk stjórnvöld hafi lagt svona ríflega í sjóð, sem er eyrnamerktur þessu verkefni. Sá peningur verður notaður í þetta ef til þess kemur, en okkar tryggingafélag hefur hins vegar fengið sérfræðinga til þess að hreinsa þetta upp.“ Tryggingafélag Eimskips hefur fengið alþjóðlega olíuhreinsunar- félagið ITOPF til þess að sjá um hreinsunarstörfin, en þetta er félag sem er að stórum hluta í eigu skipafélaga og hefur sérhæft sig í að hreinsa upp eftir olíuleka. Ólafur reiknar með að ITOPF ljúki verkinu með sóma, svo norska ríkið þurfi varla að leggja út í mikinn kostnað. „Norðmenn vilja greinilega vera bæði með belti og axlabönd í svona málum,“ segir Ólafur. „Í þessum efnum getum við tekið okkur þá til fyrirmyndar, en þeir eru greinilega líka eitthvað betur stæðir en við.“ - gb Norska stjórnin leggur tvo milljarða króna til hliðar fyrir hreinsun eftir Goðafoss: Vill hafa vaðið fyrir neðan sig GOÐAFOSS Á STRANDSTAÐ Skipið er þessa dagana á leið til hafnar í Danmörku, en myndin er tekin á strandstað við Noreg þegar hreinsunaraðgerðir voru að hefjast. NORDICPHOTOS/AFP NEYTENDUR Um helmingur þeirrar fjárhæðar sem greidd er fyrir bensín rennur til ríkissjóðs. Það eru um 110 krónur á hvern lítra. Eldsneytisverð hefur aldrei verið hærra en það er nú og kostar bensínlítrinn um 227 krónur og dísilolían 231 krónur. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að skipa starfshóp til að meta við- brögðin við hækkununum. Um 58 prósent hækkana frá því í desember síðastliðnum eru vegna hækkana á sköttum og gjöldum. Fjármálaráðherra sagði á Alþingi að ekki væri hægt að gefa sér að hækkanirnar væru tímabundnar. - þj, sv Eldsneytisverð í hámarki: Helmingur fer í ríkiskassann BENSÍNVERÐIÐ Í VIKUNNI Bensín á Íslandi hefur aldrei verið jafn dýrt og það er nú og rennur helmingur upp- hæðarinnar til ríkisins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Thor Vilhjálmsson rithöfund- ur er látinn, 85 ára að aldri. Thor fæddist hinn 12. ágúst árið 1925 og hefði því orðið 86 ára í ágúst næstkom- andi. Eftir hann liggur fjöl- breytt og mikið höf- undar- verk málað sterkum höfundar- einkennum. Hann var einn- ig áberandi í íslenskri bók- mennta og þjóðmálaumræðu. Thor hlaut margar viður- kenningar fyrir ritstörf sín, meðal annars bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs árið 1987 fyrir Grámosinn glóir og var nýlega sæmdur heiðurs- doktorsnafnbót við Háskóla íslands. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvo syni. Thor Vilhjálms- son er látinn STJÓRNSÝSLA Ólöf Nordal, þingkona Sjálfstæðisflokks, segist ekki geta fundið dæmi um það að ráðherrar hafi fengið þvílíkar ávirðingar eins og er að finna í skýrslu Ríkis- endurskoðunar um Árbót. Ríkisendurskoðun komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að 30 milljóna króna greiðsla til rekstraraðila meðferðarheimilis- ins Árbótar í Aðaldal hefði verið órökstudd. Greiðslan var innt af hendi fyrir tilstuðlan Steingríms J. Sigfús- sonar fjármálaráðherra og Árna Páls Árnasonar, þáverandi félags- málaráðherra. Umrætt meðferðar- heimili var rekið í kjördæmi þess fyrrnefnda. „Þetta er bara áfellisdómur yfir stjórnsýslunni, því miður,“ segir Ólöf. Hún var málshefjandi þegar rætt var um málið á Alþingi síðast- liðið haust. Ólöf segir að menn hafi þá full- yrt að gagnrýnin á málsmeðferð- ina hafi verið sett fram án þess að gagnrýnendur hafi kynnt sér málið til hlítar. Skýrslan staðfesti hins vegar að gagnrýnin hafi átt við rök að styðjast. „Og málsmeðferðin var mjög slæm hjá þessum tveimur ráðherr- um,“ segir Ólöf. - jhh Þingkona segir skýrslu Ríkisendurskoðunar einsdæmi um ávirðingar á ráðherra: Segir Árbótarmálið áfellisdóm ÓLÖF NORDAL Ólöf gagnrýnir fjármála- ráðherra og viðskiptaráðherra harðlega vegna Árbótarmálsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN UMHVERFISMÁL Díoxínmælingar voru gerðar í sorpbrennslunni í Vestmannaeyjum í gær. Auk díox- íns voru tekin sýni vegna magns ryks, kolmónoxíðs og fleiri efna í útblæstri frá brennslunni. Greint var frá þessu í fréttum RÚV. Sýnin verða send til Þýskalands til rannsóknar og munu niðurstöð- ur liggja fyrir eftir þrjár til fjórar vikur. Sýnatakan er sú fyrsta eftir endurbætur á sorpbrennslunni, en Umhverfisstofnun áformar svipt- ingu starfsleyfis hennar. - sv Mælingar í Vestmannaeyjum: Mælt vegna díoxíns í gær DANMÖRK Danskir ríkisborgarar sem sómalskir sjóræningjar tóku í gíslingu eru á lífi og segjast við góða heilsu. Samkvæmt upplýs- ingum danskra fjölmiðla hefur fjölskylda fólksins rætt við sjó- ræningjana og gíslana. Fimm manna dönsk fjölskylda ásamt tveimur aðstoðarmönnum var hneppt í gíslingu eftir að sjó- ræningjar réðust um borð í skútu þeirra, og eru þau nú á siglingu í átt til Sómalíu. Danskt herskip er á leið á svæðið en mikil áhætta er talin fylgja því að reyna að frelsa gíslana með vopnavaldi. Fjölskylda fólksins reynir nú að semja um lausnargjald en dönsk stjórnvöld eiga ekki aðild að þeim samningaviðræðum. - bj Ræddu við danska gísla: Á lífi og við góða heilsu LÖGREGLUMÁL Einn maður er í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa stundað stórfellda sölu á þýfi. Hátt í þrjátíu einstaklingar eru grunaðir um að hafa keypt af honum flatskjái, fartölvur og önnur verðmæti sem fengust úr innbrotum. Maðurinn er talinn hafa notað netsíður á borð við er.is til að finna áhugasama kaupendur, og haft síðan samband við viðkom- andi og boðið þýfið til sölu. Fimmtán hafa þegar játað að hafa keypt þýfi á þennan hátt, og mega þeir búast við ákæru. Lög- regla hefur lagt hald á eitthvað af þýfi við rannsókn. - aó Í varðhaldi vegna sölu á þýfi: 30 grunaðir um kaup á þýfinu SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.