Fréttablaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 4
3. mars 2011 FIMMTUDAGUR4 ATVINNUMÁL Síminn hefur rekið níu manns fyrir brot í starfi. Starf- mennirnir breyttu þjónustuleiðum að minnsta kosti 500 viðskiptavina Símans án þess að fá samþykki frá þeim. Fyrir hverja breytingu fékk fólkið greiddar bónusgreiðslur. Hver bónusgreiðsla er áætluð í kringum 300 krónur, sem gerir greiðslurnar til starfsmannanna í heild að minnsta kosti 150 þúsund krónur. Margrét Stefánsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Símans, segir fyrir- tækið hafa komist á snoðir um málið í reglubundnu eftirliti en einnig höfðu ábendingar komið frá viðskiptavinum. Starfsmennirnir níu voru í úthringiverkefni sem Síminn fór af stað með í janúar. Tilgangurinn með því var að hringja í viðskipta- vini og bjóða þeim hagstæðari þjónustuleiðir en þeir voru þegar með. Í þessum minnst 500 tilvik- um var hins vegar aldrei hringt í fólkið en breytingar samt fram- kvæmdar til að bónusgreiðslur kæmu inn á reikning starfsmanna. Margrét segir ekki vitað hve miklar óheimilar greiðslur fólk- ið hafi fengið á þessum tveimur mánuðum, né sé búið að ákveða hvort því verði gert að endurgreiða þær. Málið sé litið mjög alvar- legum augum og því hafi fólkinu verið sagt upp án þess að fá upp- sagnarfrest sinn greiddan. - sv Síminn rekur níu manns fyrir að breyta þjónustu 500 viðskiptavina án leyfis: Hundruð þúsunda í óheimilan bónus GENGIÐ 02.03.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 216,288 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 115,45 116,01 188,32 189,24 159,66 160,56 21,410 21,536 20,694 20,816 18,296 18,404 1,4082 1,4164 181,61 182,69 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is Gegn krabbameini í körlum Í mars renna 100 kr. af hverjum seldum pakka af Nicotinell beint til átaksins Mottumars 100 KRÓNUR Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins ® LÖGREGLUMÁL Ögmundur Jónas- son innanríkisráðherra boðaði á Alþingi í gær vilja sinn til að lög- regla fengi víðtækari rannsóknar- heimildir til að rannsaka starfsemi skipulagðra glæpahópa. Hann kvað frumvarp þessa efnis vera í smið- um í innanríkisráðuneytinu. Málið hefði verið kynnt í ríkisstjórn. Tilefni þessa var fyrirspurn Ólafar Nordal alþingismanns um viðbrögð stjórnvalda við fregnum af vaxandi umfangi skipulagðr- ar glæpastarfsemi hér á landi, sem hún sagði gríðarlega ógn við íslenskt samfélag. „Nýjustu heimildir frá lögregl- unni herma að skipulögð glæpa- starfsemi á Íslandi sé að færast í vöxt, sé orðin umfangsmeiri og brotin alvarlegri,“ sagði innanríkis- ráðherra í svari sínu. „Hér erum við að tala um fíkni- efnasölu, mansal, peningaþvætti, vopnasmygl og vopnasölu og fjár- kúgun af grófustu tegund.“ Ögmundur sagði enn fremur að greiningardeild Ríkislögreglu- stjóra hefði nýlega gefið út hættu- mat vegna vísbendinga um vaxandi spennu í íslenskum undirheimum. Telji deildin vaxandi hættu á að til átaka og jafnvel uppgjörs komi í íslenskum undirheimum þar sem tekist verði á um fíkniefnamark- aði og stöðu á öðrum sviðum skipu- lagðrar glæpastarfsemi. Allt bendi til þess að vélhjóladeildin MC Ice- land hljóti viðurkenningu sem full- gild deild í Hells Angels og að nýr hópur íslenskra brotamanna hafi verið myndaður gagngert til þess að bregðast við breyttri stöðu í íslensku undirheimum. „Þessi þróun felur í sér í senn möguleika og ógn við öryggi almennings, starfsmenn lögreglu og tollþjónustu,“ sagði ráðherra. „Íslenska lögreglan hefur um árabil fylgst vel með þróun glæpagengja á Íslandi og utan þess og gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir að slíkir hópar skjóti hér rótum. Ljóst er að efla þarf lögregluna enn frek- ar á þessu sviði þannig að henni sé gert kleift að fara fram með eins markvissum hætti og framast er unnt,“ sagði Ögmundur og nefndi fyrirbyggjandi rannsóknarheim- ildir, þó með því skilyrði að þær yrðu áfram veittar á grundvelli dóms úrskurðar. Slíkar heimild- ir lögreglu veittu möguleika á að rannsaka starfsemi skipulagðra glæpahópa sem grunaðir séu um alvarlega brotastarfsemi ekki síður en einstaklinga. jss@frettabladid.is Víðtækari heimildir lögreglu boðaðar Frumvarp til laga um auknar rannsóknarheimildir til handa lögreglu eru nú í smíði í innanríkisráðuneytinu. Þetta kom fram hjá ráðherra í gær. Nýjar upp- lýsingar frá greiningardeild RLS benda til hættu á átökum glæpagengja. INNANRÍKISRÁÐHERRA Ögmundur Jónasson vill auka rannsóknarheimildir íslenskrar lögreglu svo hún sé í stakk búin til að takast á við skipulagða glæpahópa hér á landi. Ljóst er að efla þarf lögregluna enn frekar á þessu sviði þannig að henni sé gert kleift að fara fram með eins markvissum hætti og framast er unnt. ÖGMUNDUR JÓNASSON INNANRÍKISRÁÐHERRA SÍMINN Brotin eru litin alvarlegum augum, að sögn upplýsingafulltrúa Símans. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÞÝSKALAND, AP Tveir bandarískir hermenn létu lífið og tveir aðrir særðust, annar illa, þegar ungur maður hóf skotárás í farþega- vagni á flugvellinum í Frankfurt í Þýskalandi í gær. Árásarmaður- inn er frá Kosovo. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, sendi samúðarkveðjur til ættingja hinna látnu. „Þetta er hræðilegur atburður,“ sagði hún. - gb Skotárás í Frankfurt: Tveir hermenn skotnir til bana Á VETTVANGI Ungur byssumaður hóf skotárás í farþegavagni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BRUSSEL „Ef við tökumst ekki á við þetta vandamál núna mun það koma í bakið á okkur síðar meir,“ sagði Maria Damanaki, sjávarútvegs stjóri framkvæmda- stjórnar Evrópusambandins, þegar hún ávarpaði Evrópuþingið á þriðjudag. Hún var að tala um brottkast afla úr fiskiskipum Evrópusam- bandsins, og sagði nauðsynlegt að banna það með öllu í væntan- legri endurskoðun sjávarútvegs- stefna sambandsins. Hún benti á að þótt heildar- brottkastið væri líklega aðeins um átta prósent af heildarfiskafla væri hlutfallið allt upp í 70 pró- sent í sumum fisktegundum. - gb Sjávarútvegsstjóri ESB: Vill banna allt brottkast á fiski VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 13° 5° 6° 3° 9° x° 3° 3° 18° 9° 13° 1° 25° 1° 9° 14° 0°Á MORGUN 8-15 m/s, lægir með kvöldinu. LAUGARDAGUR 10-18 m/s, hægari NA-til. 5 4 3 3 2 4 5 6 5 6 0 6 14 15 13 9 15 6 14 5 8 5 3 -2 -1 0 2 5 -1 -2 -2 1 RYSJÓTT Í dag blæs töluvert á vestanverðu land- inu en lægir annað kvöld. Úrkoma víða í dag en styttir upp seint í kvöld eða nótt og á morgun verður úrkomulítið að mestu. Ný lægð kemur upp að landinu á laugar- daginn með vætu og hlýrra lofti. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður LÖGREGLUMÁL Bílvelta varð upp úr klukkan átta í gærmorgun á þjóð- vegi eitt, rétt við bæinn Laufás í Víðidal. Jeppi á suðurleið fór út af veginum og valt. Samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar á Blöndu- ósi var skafrenningur og hálka þegar óhappið varð. Jeppinn er talinn ónýtur en bíl- stjórinn, sem var einn í bílnum, skarst í andliti og á höndum. Gert var að sárum hans á heilbrigðis- stofnuninni á Blönduósi. Hann fékk að fara heim að því loknu. Lögreglan á Blönduósi telur að bílbeltin hafi bjargað því að ekki fór verr. - ssj Bílvelta í Húnavatnssýslu: Skarst á andliti og höndum NÁTTÚRA Merktur fýll kom í fiski- net við Eyjólfsklöpp í febrúar og var hann meira en fjörutíu ára gamall. Fýllinn hafði verið merktur fullorð- inn í Stór- höfða hinn 17. október árið 1970. Samkvæmt dr. Erpi Hansen, líf- fræðingi hjá Nátt- úrufræði- stofnun Suðurlands, hefur aldrei liðið eins langur tími frá merkingu þar til fuglinn er endurheimtur. Erpur segir elsta fýl heims hafa fundist lifandi í Atlantshafi, en sá var 43 ára og 11 mánaða. Fuglarn- ir séu þó langlífir og geti orðið allt að 60 ára gamlir. - sv Elsti fýll landsins fundinn: Fundu fertugan fugl í veiðineti FÝLL Á FLUGI Fýlar geta orðið allt að 60 ára gamlir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.