Fréttablaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 48
3. mars 2011 FIMMTUDAGUR28 Bakarinn Ásgeir Sandholt bar höfuð og herðar yfir aðra keppendur þegar hann fór með sigur af hólmi í súkkulaði keppni Barry Callebaut í Bella Center á mánudag. Keppnin er undankeppni Norðurlandaþjóða fyrir hina virtu Barry Callebaut heims- meistarakeppni í súkkulaði sem fram fer í París í október. „Þetta var sannarlega óvænt því ég var plataður í þessa keppni, eftir að vera hættur öllu keppnisstandi, en ég lét til leiðast vegna stærðargráðu keppninnar, en ég hef alltaf óskað mér að komast í slíka stórkeppni,“ segir Ásgeir sigri hrósandi yfir því að vera orðinn Norðurlandameistari í súkkulaði, en hann var langt fyrir ofan aðra keppendur í heildarstigum og uppskar verðlaunin fyrir hjúpað- an konfektmola og eftirrétt sem sló öllum við. „Þetta er stórsigur og notalegt að uppskera að maður hafi hæfileika. Mín sterkasta hlið er bragð, en þó get ég ekki lýst bragðinu af konfektmol- anum sem er lagskiptur og afar flók- inn. Ætli ég útbúi ekki fáeina gullmola til að leyfa Íslendingum að smakka á í Bakaríi Sandholts áður en þrotlausar æfingar fyrir heimsmeistarakeppnina í París hefjast og skorið verður úr um hver sé bestur í heimi í súkkulaði.“ - þlg Var plataður í stórsigur NORÐURLANDAMEISTARI Í SÚKKULAÐI Hér rignir gulli yfir gullverðlaunahafann Ásgeir Sandholt á verðlaunapallinum í Bella Center á mánudag. MYND/GUNNLAUGUR ÖRN VALSSON Sópransöngkonan Herdís Anna Jónas- dóttir og rússneski píanóleikarinn Semjon Skigin halda tónleika í Saln- um í Kópavogi laugardaginn 5. mars klukkan 15. Efnisskrá tónleikanna er blómleg þar sem fluttir verða ljóða- söngvar eftir Grieg, Schumann, Rich- ard Strauss, Debussy, Rachmaninov og fleiri. Ljóðasöngvarnir eru úr mis- munandi heimshlutum en eiga það allir sameignlegt að fjalla um blóm. Herdís Anna er ein af okkar ungu sópransöngkonum sem hafa getið sér gott orð og má geta þess að hún er tilnefnd til Íslensku tónlistar- verðlaunanna sem bjartasta vonin 2010. Herdís er fædd og uppalin á Ísafirði þar sem hún lagði stund á fiðlu-, píanó- og söngnám. Eftir framhaldsnám í Listaháskóla Íslands lá leið hennar til Berlínar þar sem hún stundaði nám við Hanns Eisler tónlistarháskólann hjá Brendu Mitchell og Juliu Varady. Þaðan lauk hún námi sumarið 2010 en stundar nú nám við sama skóla í Kon- zertexamen-námi ásamt því að starfa sem söngkona. Hún hefur komið víða fram í Þýskalandi og staldrar nú við á Íslandi með Blómatóna sína í Salnum. Ljóðasöngvar um blóm í Salnum HERDÍS ANNA JÓNASDÓTTIR Syngur í Salnum á laugardag. Konfúsíusarstofnunin Norður ljós sýnir heimildar- myndina Grænir hermenn í Öskju í dag en sýningin er liður í heimildarmyndaröð- inni China Screen. Myndin segir frá fimmtíu þúsund farandverkamönn- um í Fengjiang sem mynd- uðu hersveit sem tekur á málmúrgangi vestrænna þjóða. Þeir safna allt að tveimur milljónum tonna af rusli ár hvert og stofna lífi sínu í hættu við skelfilegar vinnuaðstæður. Brotajárn- ið safnast enn og varpar myndin átakanlegu ljósi á neytendasamfélagið. Sýn- ingin hefst klukkan 17.30 í stofu 132 og er aðgangur ókeypis. Grænir hermenn sýnd í Öskju ASKJA Heimildarmyndin Grænir hermenn verður sýnd þar í dag. Sigraðu sjálfan þig nefnist námskeið sem haldið verður í Manni lifandi í kvöld milli klukkan 18 og 21. Leiðbein- endur eru heilsuráðgjafarn- ir Helga Marín Bergsteins- dóttir og Matti Ósvald. Þau munu hjálpa þátttakendum að opna fyrir þá möguleika sem búa í hverjum og einum og deila með þeim því sem reynst hefur best við að auka gleðina, nýta hugann, hæfileikana og tækifærin. Matti er fólki hér á landi að góðu kunnur sem heilsu- ráðgjafi og nuddari. Helga hefur starfað í Dubai síð- astliðin 11 ár en á síð- ustu sex vikum hefur hún víða komið við hér á landi. Fyrirlesturinn sem hún heldur í kvöld er 29. í röð- inni og sá síðasti í bili því hún er á leið úr landi. - gun Nýtum hugann RÁÐGJAFI Helga Marín er með 29. fyrirlesturinn í kvöld á sex vikum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi Bergur Sigurpálsson Tjarnarmýri 41, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. mars kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Ás styrktarfélag. Bjarni Reynir Bergsson Sigurpáll Bergsson Hjördís Harðardóttir Bergur Bergsson Sigrún Ólafsdóttir og barnabörn Elskulegur sambýlismaður minn, fósturfaðir, sonur, bróðir, mágur og frændi, Jóhann Einarsson Blikastöðum 1, Mosfellsbæ, andaðist föstudaginn 25. febrúar 2011. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 7. mars kl. 15.00. Vilborg Kristinsdóttir Kristinn Ingólfsson Svana Ingólfsdóttir Héðinn Þór Ingólfsson Þráinn Ingólfsson Einar Jóhann Jónsson Hans Ágúst Einarsson Oddný Þóra Helgadóttir Ingólfur Kristinn Einarsson Halldóra Tryggvadóttir Helgi Einarsson Heiðrún Hauksdóttir og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og sam- úðarkveðjur vegna fráfalls okkar kæru móður, fósturmóður og tengdamóður Helgu Guðrúnar Jakobsdóttur Ljósheimum 4. Gréta S. Haraldsdóttir Hrafnkell Þorvaldsson Sigrún J. Haraldsdóttir Friðþjófur D. Friðþjófsson Jakobína Óskarsdóttir barnabörn og fjölskyldur þeirra. Bróðir minn Karl B. Jónsson Strandgötu 17 Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar 23. febrúar. Útför hans fer fram frá Höfðakapellu mánudaginn 7. mars kl. 10.30. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hrefna Jónsdóttir. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Halldór Þorsteinsson Staðarhvammi 21, Hafnarfirði. Útför Halldórs Þorsteinssonar er lést þann 20. febrúar síðastliðinn verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju sunnu- daginn 6. mars kl. 14.00. Jarðsett verður á Höfðabrekku fyrir ofan Vík í Mýrdal mánudaginn 7. mars kl. 15.00. Guðmundur Ingi Thorsteinsson Þorsteinn Elí Halldórsson Karen Lynn Thorsteinsson Elsa Eyrós Halldórsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar Hallbera Pálsdóttir Birkiteig 4a, Keflavík, andaðist á Dvalarheimilinu Garðvangi þriðjudaginn 1. mars síðastliðinn. Jarðað verður í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Björg, Sigrún og Þorsteinn Ólafsbörn. Merkisatburðir 1200 Bein Jóns Ögmundssonar biskups eru tekin upp. 1879 Fyrsta konan, Belva Ann Bennett Lockwood, kemur fram fyrir hæstarétt Bandaríkjanna. 1984 Kristján Harðarson slær 27 ára gamalt Íslandsmet í lang- stökki og stekkur 7,79 metra. 1991 Lettland og Eistland ganga til atkvæða um sjálfstæði frá Sov- étríkjunum. 1997 Björk Guðmundsdóttir tekur við tónlistarverðlaunum Norð- urlandaráðs í Osló. 2005 Steve Fossett er fyrstur til að fljúga einn umhverfis jörðina án þess að stoppa nema til þess að taka eldsneyti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.