Fréttablaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 34
3. MARS 2011 FIMMTUDAGUR4 ● Food and Fun 2011 Veitingastaðurinn Dill hefur skapað sér góðan orðstír fyrir nýnorræna matargerð. Nú hafa eigendur staðarins fengið til liðs við sig danskan matreiðslumann sem vann Food and Fun keppnina fyrir tveimur árum. „Við erum svo heppnir að fá til okkar Claus Henriksen, mat- reiðslumann frá danska veitinga- staðnum Dragsholmslot,“ segir Gunnar Karl Gíslason, annar eig- enda veitingastaðarins Dills. „Það verður enginn svikinn af eldamennskunni hans en Claus var með okkur árið 2009 og vann Food and Fun keppnina þá. Með okkur hefur haldist góður kunnings- skapur síðan og við höfum brallað margt saman, meðal annars hald- ið fyrirlestur á Slow Food á Ítalíu og veislu í Berlín.“ Claus hefur sett saman spenn- andi matseðil í nýnorrænum stíl en Gunnar segir hann sérfræð- ing í nýnorrænni matargerð eftir áralangt starf á veitingastaðnum Noma í Kaupmannahöfn. „Claus verður með spennandi snúning á íslenskri önd. Í desertinn blandar hann saman skyri og grænmeti, sem hljómar enn meira spennn- andi, en Claus notar mikið græn- meti í sína rétti,“ útskýrir Gunn- ar. „Stutt frá Dragsholmslot er einn besti grænmetisbóndi Dana og Claus vinnur mikið með honum. Hann er sjálfur með stóran krydd- jurtagarð fyrir utan veitinga- staðinn og nýtir einnig hráefni úr skógi þar í kring. Þetta verður eins norrænt og það gerist.“ Gestakokkurinn sem mætir til leiks á veitingastaðnum Silfri í næstu viku er enginn annar en sjálf Járnfrúin Celina Tio úr sjónvarpsþáttunum Iron Chef. Hennar er beðið með mikilli eftirvæntingu. „Þetta er öflug blanda sem við höfum í eldhúsinu um helgina í næstu viku. Í eldhúsi Silfurs eru nú þegar öflugar valkyrjur fyrir þann- ig að Járnfrúin úr Iron Chef verð- ur kannski til þess að við karlarnir verðum undir í baráttunni um eld- húsið,“ segir Hafþór Sveinsson, yfirmatsveinn á veitingastaðnum Silfri. „Celina hefur vakið mikla athygli vestanhafs meðal matargagnrýn- enda og annarra sem fjalla um það heitasta í matargerðarlistinni. Í Es- quire rataði nafn hennar á lista sem tímaritið birti yfir þá þrettán kokka sem vert væri að fylgjast með.“ Celina Tio á og rekur veitinga- staðinn Julian í Kansas City og hefur sem fyrr segir fengið nokkr- ar rósir í hnappagatið þrátt fyrir að vera í yngri kantinum. Meðal annars hefur hún hlotið hin virtu James Beard verðlaun og ekki síður vakti þátttaka hennar í bandarísku sjónvarpsþáttaseríunni Iron Chef á síðasta ári mikla athygli og Celina Tio er því orðið þekkt nafn þar ytra. „Matseðillinn í heild er mjög flottur. Mikill spenningur er fyrir því hvernig Celina framreiðir ís- lensku bleikjuna, sem verður hægelduð, meðal annars með sinn- epi. Þá er spennandi kjötréttur á boðstólum, lambahryggvöðvi og kálfabris sem og eftirréttur, volg súkkulaðikaka með skyri semi freddo,“ segir Hafþór. Dómarar á Food & Fun eru frægir matreiðslumenn frá Banda- ríkjunum, Noregi og Rússlandi, sem margir hverjir hafa tekið þátt í Food & Fun hérlendis áður, annaðhvort sem dómarar eða keppendur. DÓMARAR ERU Jeff Tunks frá Washington DC. Veitingahúsin DC Coast, Ceiba, Acadiana, Tenh Penh, Passion Fish. Einn af þekktustu kokkum Bandaríkjanna. Hann hefur verið með í Food & Fun frá upphafi og undanfarin fimm ár verið formaður dómnefndar. Robert Wiedmaier frá Washington DC. Veitingahúsin Marcel‘s, sem undanfarin ár hefur verið valið besta hágæðaveitingahús í höf- uðborginni, og Becks sem er brasserí í flæmskum stíl. Margoft val- inn kokkur ársins í Washington-borg. Jeff Buben frá Washington DC. Veitingahúsin Vidalia og Bistro Bis. Einn af frumkvöðlum hágæðaveitingamennsku í Washington DC. Virtur meistari. Hefur tekið þátt í Food and Fun frá upphafi og ferðast einnig til annarra landa en Íslands á vegum Food and Fun. Michael Ginor frá New York. Eigandi og stofnandi Hudson Valley Foie Gras, eins stærsta framleiðanda andalifrar (foie gras) i heimi, eigandi og yfirkokkur veitingahússins LOLA á Long Island og TLV á Long Island. Verðlaunaður kokkkur og metsöluhöfund- ur kokkabóka. Hann er einnig með eigin ferðakokkaþátt á spenn- andi slóðum. Marcus Jernmark frá New York. Yfirmatreiðslumeistari á Aquavit í New York, sænskur að uppruna en hefur átt mikinn og skjótan frama í Bandaríkjunum og talinn einn fremsti mat- reiðslumeistari í New York. Michael Schlow frá Boston. Veitingahúsið Radius sem er talið meðal þeirra fremstu í há- gæðamatreiðslu í Boston. Einn- ig Via Matti sem er í ítölskum stíl. Hann er þekktur um öll Bandaríkin. Sven Erik Renaa frá Noregi. Fyrirliði norska kokkalands- liðsins og verðlaunahafi á Bo- cuse d‘Or fyrir fjórum árum. Mjög virtur á Norðurlöndunum og rekur veitingahús undir eigin nafni í Stavanger. Geir Skeie frá Noregi, Gull- verðlaunahafi á Bocuse d‘Or 2009 og verðlaunahafi á Food and Fun 2008. Erwin Peters frá Moskvu. Austurríkisbúi sem hefur sest að í Moskvu og búið þar undanfarin tuttugu ár. Einn fyrsti sjónvarps- kokkur í Rússlandi. Stjórnar nokkrum stórum veitingastöðum. Í stuttu máli fer dómgæslan þannig fram að dómararnir skiptast í þrjá flokka og veitingastaðirnir í þrjá riðla. Dómarara- flokkur dregst síðan saman við veitingahúsariðil og fer á staðina og bragðar á matseðlum gestakokkanna á hverjum stað fyrir sig. Þeir velja síðan þann sem flest stig hefur unnið og einn gesta- kokkur og veitingahús komast upp úr riðlinum. Það verða síðan þrír kokkar, einn úr hverjum riðli sem keppa um titilinn Food and Fun Chef 2011. Allir þrír eru vinningshafar þótt einn sigri að lokum. Þetta er nýtt fyrirkomulag þar sem veitingahúsin taka meiri þátt í keppninni um hverjir vinna riðillinn. Dómararnir láta ekki vita hvenær þeir koma á staðina og munu birtast í fullum kokkaklæðum og snæða með gestunum. Þetta verður smá sýning og uppistand sem vekur vonandi spennu og gleði hjá gestum veitingahúsanna. Gunnar Karl Gíslason, matreiðslumaður og eigandi veitingastaðarins Dills, fær til sín danska kokkinn Claus Henriksen sem vann Food & Fun keppnina árið 2009. MYND/GVA Michael Schlow, dómari á Food and Fun, er þekktur um öll Bandaríkin. STÓRSKOTALIÐ í dómarasætum Hafþór Sveinsson hjá veitingastaðnum Silfri við Austurvöll er spenntur fyrir komu Járnfrúnnar Celinu Tio. MYND/GVA Henriksen aftur á Dilli Járnfrúin á Silfrinu Robert Wiedmaier, til vinstri, mætir til leiks á Food and Fun. Hér er hann ásamt félögum sínum Michael Richard og Chipp Sanground, en þeir reka Becks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.