Fréttablaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 56
3. mars 2011 FIMMTUDAGUR36 tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Ástralska hljómsveitin Cut Copy sendi nýverið frá sér sína þriðju plötu, Zonoscope. Eins og fyrri plöturnar tvær hefur hún fengið fínar viðtökur bæði gagnrýnenda og plötukaupenda, ekki síst í heimaland- inu. Tónlist Cut Copy er til vitnis um það að popptónlistarheimurinn fer í hringi. Gömul sánd ganga í endurnýjun lífdaga með reglulegu milli- bili. Menn sækja eitthvað gott úr fortíðinni og útfæra það á sinn hátt fyrir nýja tíma og nýja áheyrendur. Dæmin um þetta eru óteljandi. Í tilfelli Cut Copy er það syntapopp og nýbylgja áranna upp úr 1980. Human League, OMD, Spandau Ballet og Telex … Cut Copy var stofnuð í Melbourne árið 2001 af plötu- snúðnum og grafíska hönn- uðinum Dan Whitford. Hann var einn í sveit- inni á fyrstu smáskífunni, en þegar stóra platan Bright Like Neon Love kom út þremur árum síðar voru meðlimirnir orðnir fjórir. Cut Copy gerði fljótlega samn- ing við fyrir- tækið Modular, sem hefur gefið út fullt af flottum tón- listarmönnum, til að mynda The Avalanches, Wolfmother, Tame Impala, Yeah Yeah Yeahs, Archi- tecture in Helsinki, Robyn og The Black Keys. Það var samt ekki fyrr en með annarri plötunni, hinni þrælfínu In Ghost Colours sem kom út 2008, að Cut Copy náði almennilega í gegn alþjóðlega. Eins og áður segir sækir tónlist Cut Copy mikið í 80´s syntapoppið, en félagarnir blanda það með nýrri hljómum. Þeir hafa nefnt frönsku sveitina Daft Punk sem áhrifavald, en þeir gætu líka sómt sér vel innan um bönd eins og Hot Chip og LCD Soundsystem. Zonoscope er fínt framhald af In Ghost Colours. Ein af mörgum ágætum plötum sem eru að koma út þessa dagana. Aftur til fortíðar > PLATA VIKUNNAR Prince Valium - Andefni ★★★★ „Björt og melódísk raftón- listarplata.“ - TJ Skiptar skoðanir eru um nýjustu plötu hljóm- sveitarinnar Radiohead, The King of Limbs, sem kom út á dögun- um. Platan hefur þó fengið fína dóma gagn- rýnenda og er með 81 af 100 mögulegum í meðal einkunn á vefsíðunni Metacritic.com. Liam Gallagher, fyrrverandi meðlimur Oasis og núverandi forsprakki hljómsveitarinn- ar Beady Eye lætur Radio- head heyra það í viðtali í vefritinu The Quietus. Hann segist hafa hlusta á nýjustu plötu Radiohead og sagt við sjálfan sig: „Ha?!“. „Þeir sömdu lag um andskotans tré,“ heldur hann áfram. „Látið ekki svona! Þúsund ára gam- alt tré? Farið til fjand- ans! Maður hefði haldið að þeir myndu semja lag um nútímatré eða tré sem var gróðursett í síðustu viku, skil- urðu hvað ég meina?“ SKIPTAR SKOÐANIR Liam Gallagher er ekki hrifinn af nýjustu plötu Radiohead. FORTÍÐARÞRÁ Tónlist áströlsku hljómsveitarinnar Cut Copy sækir stíft í tónlist níunda áratugarins. TÓNLISTINN Vikuna 24. febrúar - 2. mars 2011 LAGALISTINN Vikuna 24. febrúar - 2. mars 2011 Sæti Flytjandi Lag Sæti Flytjandi Plata Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Smekkleysa plötubúð, Havarí, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: 1 Adele ................................................ Rolling In The Deep 2 Sjonni Brink .....................................................Aftur heim 3 Valdimar & Memfismafían ............... Okkar eigin Osló 4 Bruno Mars ..........................................................Grenade 5 Ellen Kristjánsdóttir .......................................The Beach 6 P!nk ............................................................. F**kin’ Perfect 7 Taio Cruz & Kylie Minogue ...................................Higher 8 R.E.M. ....................................................................... Überlin 9 Arcade Fire .................................................. Modern Man 10 Hvanndalsbræður ......................................................Koss 11 Magni .....................................................Ég trúi á betra líf 1 Ýmsir ...................... Söngvakeppni Sjónvarpsins 2011 2 Ýmsir ..........................................................Það er bara þú 3 Skálmöld ...................................................................Baldur 4 Elly Vilhjálms .......................................... Heyr mína bæn 5 Justin Bieber ....................................................My Worlds 6 Úr leikriti ......................................Ballið á Bessastöðum 7 Ýmsir .................................................................Pottþétt 54 8 Björgvin Halldórsson .............................................Duet II 9 Friðrik Dór ................................................. Allt sem þú átt 10 Hjálmar .................................................Keflavík Kingston 11 Haukur Morthens ................................. Með blik í auga > Í SPILARANUM Anna Calvi - Anna Calvi J. Mascis - Several Shades of Why Toro y Moi - Underneath the Pine Radiohead - The King of Limbs Lykke Li - Wounded Rhymes ANNA CALVI LYKKE LI Liam ræðst á Radiohead Hljómsveitin R.E.M. gefur út sína fimmtándu hljóð- versplötu. Sú besta síðan Out of Time, segir bassa- leikarinn Mike Mills. Fimmtánda hljóðversplata banda- ríska tríósins R.E.M., Collapse Into Now, kemur út í næstu viku. Þrjú ár eru liðin frá útgáfu hinn- ar prýðilegu Accelerate sem kom hljómsveitinni aftur á kortið eftir hina misheppnuðu Around the Sun. Upptökustjóri Accelerate var hinn írski Jacknife Lee, sá hinn sami og stjórnar upptökum á nýju plötunni. Hann hefur á ferli sínum unnið með U2, Weezer og Snow Patrol og þykir afar fær á sínu sviði, enda með Grammy-verðlaun uppi á arinhillunni. Upptökur fóru fram í þremur mismunandi borgum, Berlín, Nash ville og í New Orleans. Hljóð- verið í Berlín nefnist Das Hansa Tonstudio og er sögufrægt mjög. Þar voru plötur á borð við Heroes með David Bowie, Achtung Baby með U2 og Lust for Life með Iggy Pop teknar upp. Á meðal góðra gesta á Collapse Into Now eru söngkonan Patti Smith, gömul vin- kona söngvarans Michaels Stipe, Eddie Vedder úr Pearl Jam og pönkgellan Peaches. Bassaleikarinn Mike Mills segir að lagt hafi verið upp með að hafa plötuna fjölbreyttari en Accele- rate, þar sem fylgt var einni stefnu frá upphafi til enda. Þá voru lögin stutt, hröð og hávær en í þetta sinn skipti engu hvernig lögin voru uppbyggð. Ef þau voru nógu góð voru þau sett á plötuna. Að mati Mills jafnast útkoman á við það besta sem hefur komið úr herbúð- um R.E.M og í raun finnst honum Collapse Into Now besta plata sveitarinnar síðan Out of Time kom út 1991 en hún skaut bandinu upp á stjörnuhimininn og seld- ist í yfir átján milljónum eintaka. Sannarlega stór orð þegar haft er í huga að síðan þá hefur R.E.M. meðal annars gefið út stórvirkið Automatic for the People. R.E.M., sem hefur yfirleitt verið frekar löt við tónleikaferðir, býst ekki við að fylgja nýju plötunni eftir með ferðalagi líkt og hún gerði í kjölfar Accelerate. Hvort það falli vel í kramið hjá útgáfu- fyrirtækinu Warner Brothers skal ósagt látið. Collapse Into Now er síðasta platan í samningi sveitar- innar við Warner sem hefur stað- ið yfir frá árinu 1988 þegar Green kom út. Þrátt fyrir yfirlýsingar Mills um gæði nýju plötunnar hefur hún fengið nokkuð misjafna dóma. Breska tímaritið Q gefur henni aðeins tvær stjörnur, sem er óvænt þegar risaband á við R.E.M. er annars vegar, á meðan hið banda- ríska Rolling Stone gefur henni fjórar af fimm mögulegum og segir sveitina í sínu besta formi í langan tíma. Bandaríska tímaritið Spin er á sama máli og gefur sveit- inni 8 í einkunn af 10 og segir plöt- una hljóma eins og gamalkunnan vin sem sífellt er hægt að treysta á. freyr@frettabladid.is Sú besta í tuttugu ár FIMMTÁNDA PLATAN Michael Stipe og félagar í R.E.M. eru enn að og gefa út sína fimmtándu hljóðversplötu, Collapse Into Now, í næstu viku. NORDICPHOTOS/GETTY Árin sem R.E.M hefur verið starf- andi.31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.