Fréttablaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 30
3. mars 4
Fermingarundirbúningurinn getur tekið dágóðan tíma. Því er
um að gera að byrja tímanlega og koma frá hlutum eins og að
láta merkja servíettur, gestabækur og sálmabækur.
„Ég fékk að fara til Hornafjarð-
ar í heimsókn til ömmu minn-
ar og annars frændfólks í Svína-
felli í Nesjum þegar ég var nýlega
fermdur,“ byrjar Þór, sem á þeim
tíma átti heima að Ytri-Brekkum
í Skagafirði og flaug frá Akur-
eyri til Hornafjarðar með viðdvöl
í Reykjavík.
„Á flugvellinum á Hornafirði
beið frændi á stórum bíl enda var
ekkert hægt að komast í Svínafell
þá nema ösla yfir Hornafjarðar-
fljót,“ rifjar hann upp. Hann
kveðst hafa stoppað í tíu daga
fyrir austan, kynnst frændfólk-
inu og farið í heilmiklar vísinda-
ferðir. „Ég hafði tekið að mér að
safna steinum fyrir skólann minn
og fólkið í Svínafelli lagðist á eitt
við að hjálpa mér við það. Það
var ekkert hætt fyrr en ég var
orðinn klyfjaður fallegu grjóti.
Svo tók ég rútu til baka og það er
lengsta rútuferð sem ég hef farið.
Skrítnast þótti mér að sjá hinar
gríðarlöngu brýr á Skeiðarársandi
sem var þurrt undir að hluta til.
Seinna kom þó að því að þær dugðu
engan veginn.“
Þegar Þór kom á umferðar-
miðstöðina vandaðist málið því
hann var ekki með heimilisfang
hjá frænda sem hann ætlaði til í
Reykjavík. „Ég hafði gist á sama
stað á austurleiðinni og það eina
sem ég mundi var afstaðan þaðan
til Hallgrímskirkjuturns,“ segir
hann. „Leigubílstjórinn þurfti að
keyra marga hringi áður en ég
fann rétta sjónarhornið og þekkti
húsið. Hann var, held ég, orðinn
hræddur um að sitja uppi með
mig.“
Þór kveðst hafa farið með rút-
unni norður en ekki verið reikn-
að með honum heim þann dag og
því enginn komið að sækja hann í
Varmahlíð. „Ég reyndi að hringja
heim en fólkið var allt úti og eng-
inn var með farsíma þá. Að sveita-
mannasið lagði ég bara land undir
fót og labbaði langleiðina heim
með grjótið. Það voru 18 kílómetr-
ar,“ lýsir Þór og segir ekki hafa
hvarflað að sér að skilja töskuna
eftir þótt hún væri níðþung.
„Ferðin var frábær fermingar-
gjöf,” segir Þór. „Það eru breyttir
tímar í dag en mér finnst dýrmætt
að eiga svona minningar og vildi
ekki skipta á þeim og neinu öðru.“
gun@frettabladid.is
Gekk heim með grjótið
Þór Konráðsson, vélamaður á Akureyri, upplifði ýmis ævintýri í ferðalagi sem hann fór einsamall frá
Norðvesturlandi til Suðausturlands að lokinni fermingu sinni vorið 1983. Hann segir frá.
Þór fór í langferð um landið þegar hann var nýfermdur og lagði eitt og annað á minnið. MYND/HEIDA.IS
Siðfesta er valkostur fyrir ung-
menni sem og fullorðna sem vilja
dýpka skilning sinn á heiðnum
sið. Siðfestuathöfnin getur farið
fram á hefðbundnu blóti úti eða
inni, að undan genginni fræðslu
hjá einum eða fleiri goðanna þar
sem farið er yfir megin inntak og
siðfræði heiðins siðar, það er:
Ábyrgð einstaklingsins á sjálfum
sér, heiðarleika, umburðar lyndi
gagnvart trú og lífsskoðunum
annarra og virðingu fyrir náttúr-
unni og öllu lífi. Einnig er fræðst
um goðafræðina, heimsmyndina
og helstu heiðin tákn, byggt á
Eddukvæðum og Snorra-Eddu.
Undirbúningi lýkur svo með því
að viðkomandi les og hugleiðir
sérstaklega Hávamál.
Sumir kjósa að ljúka undirbún-
ingnum með því að vera í sólar-
hring einir með sjálfum sér og
náttúrunni. Að því búnu velur
viðkomandi nokkur erindi sem
leiðar ljós í lífinu og flytur þau
síðan við siðfestuathöfnina.
Siðfestuathöfn
Ásatrúarmanna
ÞEIR SEM AÐHYLLAST HEIÐINN
SIÐ GETA VALIÐ AÐ FARA Í
FRÆÐSLU HJÁ EINHVERJUM GOÐA
ÁSATRÚARFÉLAGSINS Í STAÐ
FERMINGARUNDIRBÚNINGS.
Firði Hafnarfirði S: 555-4420
S K Ó H Ö L L I N
Flottir fermingarskór
11.995 kr11.995 kr
18.995 kr
Litir. Svartur og Brúnn14.995 kr
12.995 kr
14.995 kr
Litir. Svartur og Bage
Aðeins 4 verð á útsölunni
990 • 1990
2990 • 3990
Nýjar vörur - ekki á útsölu
FERÐATÖSKUR
Stór taska
verð: 15.600 kr.
Miðstærð
verð: 14.300 kr.
Lítil taska
verð: 10.500 kr.