Fréttablaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 12
3. mars 2011 FIMMTUDAGUR12 landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Komdu við í næsta útibúi, hringdu í 410 4000 eða stofnaðu til reglubundins sparnaðar í Einkabankanum á landsbankinn.is. „ Ég held að maður verði bara að byrja einhvers staðar, byrja á þúsundkallinum.“ Reglubundinn sparnaður er ein besta leiðin til að spara. Þú setur þér skýr markmið og ákveður hve háa upphæð þú vilt spara mánaðarlega. Byrjaðu að spara strax í dag. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA N B I H F . ( L A N D S B A N K I N N ) , K T . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 SKÓLAMÁL Fulltrúar minnihlutans í menntaráði Reykjavíkurborgar telja að lítill fjárhagslegur ábati verði að fyrirhuguðum samein- ingum og hagræðingu í skólakerfi borgarinnar sem kynnt verða í borgarráði í dag. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í menntaráði, segir meðal annars í grein í Fréttablaðinu í dag að hug- myndirnar sem fram eru komn- ar feli aðeins í sér hálfs prósents lækkun á útgjöldum borgarinnar til grunnskóla, leikskóla og frí- stundaheimila, þegar hagræðingin er að fullu komin til framkvæmda. Fyrir utan það, átelur minnihlut- inn þær hugmyndir sem fram eru komnar og segir fagleg vinnubrögð fyrir borð borin. Líf Magneudóttir, fulltrúi Vinstri grænna í menntaráði, segir í samtali við Fréttablaðið að ávinningurinn af breytingunum sé óverulegur. Þá sé hún óánægð með vinnuferlið og svartsýn með árang- ur þar sem meirihlutinn sé ekki að vinna í sátt við fagaðila. „Það er ekki svo mikið sem spar- ast miðað við það rask sem verður á starfinu í skólunum. Tal meiri- hlutans um fagleg sjónarmið eru eftiráskýringar, því þau eru að ráð- ast í þetta einvörðungu til að skera niður en ekki til að bæta faglegt starf, þrátt fyrir yfirlýsingar um faglegan ávinning og tækifæri. Við í Vinstri grænum hefðum viljað hagræða alls staðar annars staðar en á mennta- eða velferðarsviði.“ Þorbjörg Helga segir í grein sinni að „þegar öllu er til tjald- að ætlar vinnuhópurinn að sam- einingar skóla sem lagðar eru til lækki heildarútgjöld leikskóla, grunnskóla og frístundaheim- ila ekki nema um hálft prósent þegar hún er komin fram að fullu árið 2014. Slík hagræðing réttlæt- ir engan veginn það rask og óróa sem óumflýjanlegt er í skólum og frístundaheimilum borgarinnar í kjölfarið.“ Hún bætir því við að faglegur ávinningur, sem var ein af for- sendum verkefnisins, sé enn óljós. „Farsælast hefði verið að við- urkenna í skýrslunni að enginn trygging sé fyrir því að faglegur ávinningur náist fram með sam- einingu skóla.“ Meirihlutinn hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 13 í dag þar sem áætlanirnar verða kynntar. thorgils@frettabladid.is Segja tillögurnar litlu skila Minnihlutinn í menntaráði segir takmarkaðan fjárhagslegan ávinning af sameiningu og samrekstri í skólakerfinu. Einungis um hálft prósent að sögn sjálfstæðismanna. Endanlegar tillögur kynntar í dag. Umræddar tillögur eru trúnaðarmál en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða aðgerðir sem snerta um 50 leik- og grunnskóla, en þar að auki verða frístundaheimili sameinuð grunnskóla í öllum hverfum borgar- innar. Flestar hugmyndirnar lúta að sameiningu yfirstjórna leikskóla og snerta rúmlega 30 leikskóla, en í tveimur tilfellum eru leikskólar sameinaðir grunn- skóla. Þá eru sex grunnskólar sameinaðir í þremur tilfellum og í þremur til við- bótar er skipulagi bekkjardeilda breytt þannig að skólarnir halda sjálfstæði sínu, en verða aldursskiptir. Meðal þeirra tillagna sem koma fyrir borgarráð í dag eru, samkvæmt heimildum blaðsins: ■ Hagaskóli muni taka að sér 7. bekki úr Melaskóla, Vesturbæjarskóla og Grandaskóla, en er nú safnskóli fyrir 8.-10. bekk í hverfinu. ■ Leikskólarnir Barónsborg, Lindarborg og Njálsborg verði sameinaðir. ■ Álftaskóli og Hvassaleitisskóli verði sameinaðir. Umdeildar tillögur til hagræðingar: LÍF MAGNEUDÓTTIR ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR SAMEININGAR KYNNTAR Meirihlutinn í borgarstjórn mun kynna tillögur sínar til hagræðingar í skólakerfinu í dag. Minnihlutinn segir óverulegan ávinning af aðgerð- unum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FLJÓTANDI NÁMUMENN Tveir úr hópi sílesku námumannanna sem eyddu 69 dögum neðanjarðar á síðasta ári flutu glaðbeittir í Dauðahafinu nú í febrúar. Félagarnir voru í pílagrímsferð til Landsins helga og tóku stutt stopp til þess að skella sér í bað. NORDICPHOTOS/AFP LANDBÚNAÐUR Farið verður af stað með ræktun á yfir 130 norðlægum yrkjum af ávaxta- trjám hér á landi á næstunni. Garðyrkjufélag Íslands og Land- búnaðarháskóli Íslands undirrit- uðu samstarfssamning um verk- efnið í síðustu viku. Tilgangur verkefnisins er að byggja upp grundvöll fyrir því að í framtíðinni verði hægt að leið- beina um val og ræktunaraðferð- ir á ávaxtatrjám hér á landi. Um 160 manns í Garðyrkjufélaginu taka þátt í verkefninu og prófa yrki af eplatrjám, perutrjám, plómum og kirsiberjum um allt land. - sv Ávaxtarækt fer af stað: Ætla að prófa yfir 130 yrki ÍSLENSKUR EPLAGARÐUR Garðyrkju- félagið heimsótti Hellu í sumar, þar sem einn frægasti eplagarður landsins er. MYND/VALBORG EINARSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.