Fréttablaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 3. MARS 2011
Veitingahúsið Perlan · Sími: 562 0200 · Fax: 562 0207
Netfang: perlan@perlan.is · Vefur: www.perlan.is
Perlan er spennt að kynna matreiðslumeistarann
Brant Tesky sem ætlar að blanda saman Cajun
og Creolé matargerð við íslenskar matarhefðir.
Brant Tesky er matreiðslumeistari á
veitingastaðnum Acadiana í Louisiana fylki í
Bandaríkjunum. Hann hefur mikla reynslu af
Cajun og Creolé matargerð og verður
spennandi að sjá hvað kemur út úr tilraunum
hans á Food´n Fun hátíðinni.
í Perlunni
3-9 mars 2011
Segja má að ósvíkin Suður-
ríkjastemning muni ríkja
á veitingastað Perlunnar í
næstu viku, þegar matar- og
menningarhátíðin Food and
Fun verður haldin.
„Við ákváðum að prófa eitthvað
alveg nýtt og koma þannig fólki
svolítið á óvart. Enda óhætt að
segja að fáir tengi matargerð af
þessu tagi við okkur,“ segir Stef-
án Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Perlunnar. Í tilefni af Food
and Fun gefst gestum kostur á að
bragða á öllu því besta í Suður-
ríkjamatseld í næstu viku.
Djöflaegg með kavíar, rækjur
í kryddsósu og bleikja með svört-
um baunum í forrétt, grilluð önd
í aðal rétt og búðingur og kanil-
ís með karamellu og rommi, er á
meðal þess sem matreiðslumeist-
arinn Brant Tesky, frá Acadiana
Restaurant, mun útbúa sérstak-
lega fyrir gesti á veitingastað
Perlunnar í komandi viku.
Það verður því seint hægt að
halda öðru fram en að fjölbreytn-
in sé í fyrirrúmi á spennandi
matseðlinum. „Enda leggjum við
okkur fram við að bjóða aðeins
það besta,“ segir Stefán og getur
þess að meðan á matarhátíðinni
standi verði venjulegi matseðil-
inn ekki í boði.
Að hans sögn hefur Perlan frá
upphafi tekið þátt í hátíðinni sem
honum finnst stöðugt vaxa ásmeg-
in. „Í fyrstu tóku nokkrir staðir
þátt og lítill tími gafst í undirbún-
ing. Með tíð og tíma hefur þeim
fjölgað og góð reynsla komin á há-
tíðina, sem hefur náð að festa sig
í sessi í matarmenningu Íslend-
inga.“
Þá segir Stefán íslenska mat-
reiðslumenn ekki síður en almenn-
ing njóta góðs af komu erlenda
kokkanna. „Þeir erlendu skilja
alltaf eftir sig einhver áhrif og
þeir íslensku viða því að sér nýrri
ómetanlegri þekkingu, sem þeir
þyrftu kannski annars að sækja
sér erlendis og með meiri fyrir-
höfn.“
Ekta Suðurríkjasæla
Stefán og kokkar Perlunnar eru að búa sig undir Food and Fun. MYND/VILHELM
Í glæsilegum húsakynnum Perlunn-
ar er meðal annars að finna snoturt
kaffihús sem býður upp á fjölbreytt
úrval veitinga. „Óhætt er að segja
það og sem dæmi er hægt að gæða
sér á belgískum vöfflum, fylltum
pönnukökum, tertum og ís búnum
til á staðnum,“ segir Stefán Sigurðs-
son, framkvæmdastjóri Perlunnar,
og lætur þess getið að ísinn sé gerð-
ur eftir formúlu frá hinum virta ís-
vélaframleiðanda Carpigiani.
Fleira gott er á boðstólum á kaffi-
húsinu og þar á meðal ostakökur að
amerískri fyrirmynd. „Um dag-
inn vorum við eitthvað að ræða um
ágæti ostakaka bandarísku veitinga-
húsakeðjunnar Cheesecake Factory
og fengum í kjölfarið þá hugmynd
að útbúa okkar eigin ostakökur. Úr
varð heil lína af ljúffengum og sað-
sömum ostakökum sem ostakök-
ur úr matvöruverslunum standast
engan veginn samanburð við, hvorki
að gæðum ná ferskleika,“ segir Stef-
án og hvetur sem flesta til að koma í
Perluna og prófa þetta sælgæti.
Ostakökur á ameríska vísu
Amerískar ostakökur eru meðal þess góðgætis sem býðst á kaffihúsi Perlunnar.
MYND/VILHELM
● EINSTÖK MATARGERÐ Mat-
reiðslu maðurinn Brant Tesky lauk námi frá
hinum virta skóla Culinary Institute of Am-
erica og fetaði þar með í fótspor læriföður
síns og yfirmanns á veitingastaðnum Aca-
diana. Að námi loknu starfaði Tesky við
fjölda virtra veitingahúsa í Bandaríkjunum.
Má þar nefna Cities, 32 East, þar sem hann
vann undir stjórn Waynes Allcadie, og rak
síðar ásamt fleirum veitingastaðinn Falcon
House. Síðar tók Brant til starfa á Acadiana,
þar sem hann er nú yfirmatreiðslumeistari,
og býður þar upp á fjölda spennandi rétta í anda Suðurríkjanna. Gestum
Perlunnar mun í næstu viku gefast kostur á að bragða á matargerð Tesky,
þegar Food and Fun hefst.