Fréttablaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 26
3. mars 2011 FIMMTUDAGUR26
timamot@frettabladid.is
Félag hrossabænda hleypir óvenju-
legu markaðs- og kynningarátaki
af stokkunum í dag þegar nýr vefur
verður kynntur til sögunnar þar sem
áhugafólk um hestamennsku getur
skroppið í svo kallaðan „rafrænan
reiðtúr“ á netinu.
„Þetta er stórsniðugt verkefni,
sem er samtímis kynning á íslenska
hestinum sem og ein allsherjar land-
kynning,“ segir Hulda G. Geirs dóttir,
framkvæmdastjóri Félags hrossa-
bænda. Herferðin er í anda „Inspired
by Iceland“ þar sem allir senda öllum
tengla á netinu þannig að dreifingin
aukist jafnt og þétt.
„Við hestamenn erum að koma út úr
erfiðu síðastliðnu ári, ekki bara vegna
eldgossins heldur líka smitandi pest-
ar í hestunum, sem lamaði alla okkar
starfsemi. Við ákváðum því að leita
nýrra leiða til að kynna íslenska hest-
inn og þá upplifun sem honum fylgir.
Eitt af því heitasta í markaðsfræðum
er að markaðssetja upplifun og með
þessari síðu komumst við eins nálægt
því og hægt er að leyfa fólki að upp-
lifa reiðtúr heima í stofu.“
Á vefsíðunni icehorse-experience.
is verður hægt að skella sér í raf-
ræna reiðtúra, en knapar hafa tekið
upp reiðleiðir með sérstakri hjálm-
myndavél og myndskeiðin sem þar er
að finna eru því algerlega frá sjónar-
hóli knapans.
„Hugmyndin er sú að íslenskir
bændur bjóði þarna fólki á bak. Fólk
um allan heim getur því skoðað nátt-
úruna um leið og og það fær í gegn-
um þennan miðil að prófa hvernig það
er að sitja íslenskan hest í íslensku
umhverfi.“
Á vefnum verða líka tenglar á
hrossaræktarbú, söluaðila sem og
hestaferðafyrirtæki. Þá verða á vefn-
um upplýsingar um íslenska hestinn
og hægt að senda rafræn póstkort
með ákveðnum myndskeiðum. Verk-
efnið verður kynnt í húsnæði Íshesta
við Sörlaskeið í Hafnarfirði klukk-
an 13 í dag þar sem vefurinn verður
formlega opnaður.
„Við vonumst til að fá alla í lið
með okkur, að allir taki þátt í því að
senda tengla af síðunni á vini og ætt-
ingja, hér heima og erlendis í gegnum
facebook, twitter og aðrar samskipta-
síður, sem skilar sér í auknum áhuga
á íslenska hestinum, hestaferðum sem
og landinu.“ juliam@frettabladid.is
FÉLAG HROSSABÆNDA: KYNNIR NÝTT MARKAÐS- OG KYNNINGARÁTAK
Boðið upp á rafræna reiðtúra
EFNIÐ TEKIÐ UPP Sverrir Karlsson kvikmyndar eina af fjölmörgum reiðleiðum sem hægt verður að upplifa á heimasíðunni icehorse-experience.is.
MYND/ÚR EINKASAFNI
53
Á þessum degi árið 1937 byrjaði einn þekktasti
blaðasali Íslands fyrr og síðar, Ólafur Sverrir Þor-
valdsson, eða Óli blaðasali eins og hann var jafnan
nefndur, að selja blaðið Vísi, en þá var hann fjórtán
ára upp á dag. Ólafur fæddist 3. mars árið 1923 og
lést 13. mars 1992 en hann hafði unnið við blaðasölu
allt þar til hann missti heilsuna nokkrum árum áður.
Óli hóf blaðasölu níu ára gamall og seldi blöð í
miðborg Reykjavíkur og flestir tengja hann við þann
stað sem hann seldi dagblöðin frá því hann var um
þrítugt: horn Austurstrætis og Pósthússtrætis, fyrir
utan gamla Reykjavíkurapótek, en þar var hann
aðeins síðdegis en á morgnana var hann gjarnan á
Lækjartorgi. Óli átti marga fasta viðskiptavini og var
eitt af þekktustu andlitum bæjarins.
Árið 1972 fylgdi blaðaljósmyndari Óla eftir einn
vinnudag þar sem sjá mátti hvernig Óli var fyrstur
mættur til að ná í blöðin og mættur með þau niður
á torg nokkrum mínútum síðar, enda stóðust þeir
honum ekki snúning, ungu blaðasölustrákarnir.
ÞETTA GERÐIST: 3. MARS 1937
Óli blaðasali byrjar að selja Vísi
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu
vegna andláts og útfarar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
Báru Freyju Rögnu
Vernharðsdóttur
frá Fljótavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deildum 11 G
og L-5 Landakoti fyrir frábæra umönnun og hlýhug.
Björgvin Hjörvarsson Ólöf Jóna Kristjánsdóttir
Sævar Óli Hjörvarsson Halldóra Þórðardóttir
Selma Hjörvarsdóttir Tómas H. Árdal
Marín Hjörvarsdóttir Þorsteinn Thorarensen
Dagný S. Borge Carina Borge
Hjörvar Freyr Hjörvarsson Birgitta Vigfúsdóttir
Atli Þór Hjörvarsson
börn og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar
og afi,
Davíð Þjóðleifsson,
Sundlaugavegi 35, Reykjavík,
sem lést á líknardeild Landakots 23. febrúar, verður
jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 4. mars
kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Krabbameinsfélag Íslands.
Guðbjörg Elín Ásgeirsdóttir
Anna Sólveig Davíðsdóttir
Jón Davíð Davíðsson
Bjarki Steinar Daðason
Ástkær eiginkona mín, fósturmóðir,
systir og frænka,
Sigríður Svanlaug
Heiðberg
lést á Landakotsspítala þriðjudaginn 22. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, fimmtu-
daginn 3. mars kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega
afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent
á Minningarsjóð Sigríðar Heiðberg til styrktar líknar-
starfinu í Kattholti. Reikningur 0113-15-381290,
kt. 550378-0199.
Einar Jónsson
Daníel Orri Einarsson
Ragnar Davíð Bjarnason
Eyþór Heiðberg Christa Heiðberg
Sigríður Einarsdóttir
Árni Marteinn Heiðberg Rut Jónsdóttir
Kristján Karl Heiðberg Dagrún Pálsdóttir
Andrea María Heiðberg
Helga Þórey Heiðberg
og aðrir aðstandendur.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
auðsýndu okkur samúð og vinarhug
við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
Andreu Margrétar
Þorvaldsdóttur.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri.
Þorvaldur Aðalsteinsson Aðalheiður Ingólfsdóttir
Auður Aðalsteinsdóttir
Þórey Aðalsteinsdóttir Stefán Jóhannsson
Þórólfur Aðalsteinsson Árni Júlíusson
Signý Aðalsteinsdóttir Jóhann Austfjörð
og ömmubörnin.
Lokað
Vegna útfarar GUÐMUNDAR INGVA SIGURÐSSONAR
hæstaréttarlögmanns verða skrifstofur LEX og
Gjaldskila lokaðar frá kl. 13. fimmtudaginn 3. mars Ástkær móðir okkar og tengdamóðir
Jónína Þórðardóttir
sem lést 27. febrúar, verður jarðsungin frá
Bústaðakirkju mánudaginn 7. mars kl. 13.00.
Vigdís Sigurðardóttir
Jón Sigurðsson Edith Randý Ásgeirsdóttir
Sigríður Sigurðardóttir Jón Hlíðar Guðjónsson
Kristín Sigurðardóttir
MIRANDA RICHARDSON leikkona er 53 ára í dag.
„Það getur enginn geðjast öllum, alltaf.“