Fréttablaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 64
3. mars 2011 FIMMTUDAGUR44 sport@frettabladid.is ATLI HILMARSSON var valinn besti þjálfarinn í N1-deild karla í umferðum 8-14 og Vilhelm Gauti Bergsveinsson besti varnarmaðurinn. Annars var lið umferðanna þannig skipað: Sveinbjörn Pétursson, Oddur Gretarsson, Heimir Örn Árnason (allir Akureyri), Atli Ævar Ingólfsson (HK), Einar Rafn Eiðsson (Fram), Ragnar Jóhannsson (Selfossi) og Ásbjörn Friðriksson (FH). HANDBOLTI Hinn 22 ára gamli markvörður Akureyr- ar, Sveinbjörn Pétursson, var í gær valinn besti leik- maður annars hluta N1-deildar karla. Þessi síðhærði markvörður á stuttbuxunum hefur vakið mikla athygli í vetur fyrir vasklega frammistöðu sem nú hefur skil- að honum landsliðssæti. „Svona verðlaun gefa manni aukinn kraft og ýta undir metnaðinn. Ég get ekki neitað því að ég er stoltur af því að fá svona viðurkenningar,“ segir Sveinbjörn, en hann er að vonum ánægður með eigin frammistöðu í vetur. „Heilt yfir get ég verið nokkuð sáttur þó svo að það sé alltaf eitthvað sem maður vill bæta. Maður vinnur í því á hverri æfingu. Svo má ekki gleyma því að góður markvörður er alltaf með góða vörn fyrir framan sig og hana hef ég svo sannarlega. Strákarnir fyrir fram- an mig eiga mikið hrós skilið.“ Sveinbjörn sneri aftur á fornar slóðir fyrir norðan síðasta sumar og þó svo að hann hafi verið góður í fyrra hefur hann algjörlega blómstrað í ár. Hann seg- ist ekki sjá eftir því að hafa ákveðið að fara norður. „Mér líður vel á Akureyri og hefur alltaf liðið vel þar. Ég hef fengið mikið traust frá þjálfaranum, lið- inu, stjórninni og öllu fólkinu fyrir norðan. Ég hef líka alltaf haft mikla trú á mér og finnst ég vera góður. Maður þarf að hafa trú á sjálfum sér. Það er hausinn sem hefur komið mér nokkuð langt. Í það minnsta á vellinum, ég veit ekki utan hans,“ segir Sveinbjörn léttur og hlær við. Þó svo að Sveinbjörn sé farinn að vekja athygli víða er hann ekkert að drífa sig of mikið í því að komast út til þess að spila handbolta. „Ég er rólegur. Tækla einn leik í einu og einn dag í einu. Ég vil gera allt á mínum hraða. Ég vil byrja á því að stimpla mig inn hér og vinna titla með Akureyri áður en ég fer að hugsa eitthvað lengra. Mér liggur ekki lífið á enda ungur og markmenn eru að endast til fertugs í dag. Ef ég held rétt á spil- unum get ég verið í boltanum lengi,“ segir Sveinbjörn, sem er afar ánægður með landsliðssætið. „Það gefur mér mikið og er mikil viðurkenning að vera í þessum frábæra hópi. Þeir eru margir á meðal þeirra bestu og maður lærir eitthvað nýtt á hverri æfingu með þeim. Við það eykst sjálfstraustið. Svo getur maður vonandi líka sýnt eitthvað svo Guðmund- ur þurfi aðeins að klóra sér í hausnum yfir því hverja hann eigi að velja,“ segir Sveinbjörn kíminn. Sveinbjörn hefur verið þekktur fyrir sitt síða hár en hann var búinn að skerða það nokkuð um áramótin. Er einhver sérstök ástæða fyrir því? „Ég hef alltaf safnað ágætis makka og svo farið í klippingu fyrir jólin svo ég líti vel út á jólamyndunum hjá mömmu og pabba. Það hefur verið hefðin,“ segir Sveinbjörn léttur en hann vakti mikla athygli þegar hann tók upp á því að spila á stuttbuxum í markinu. „Ég hef undanfarin ár æft í stuttbuxum og fannst í lagi að prófa einn leik þannig því mér líður vel í stutt- buxunum á æfingum. Það er einn af hverjum 100 bolt- um sem fer í versta stað á lærið þannig að ég hef ekki áhyggjur af því. Aðalmálið er að mér finnst ég vera léttari á mér og líður betur í stuttbuxunum. Ég er lið- ugri svona en í þungum bómullarbuxum.“ henry@frettabladid.is FINNST ÉG VERA GÓÐUR Sveinbjörn Pétursson er með sjálfstraustið í lagi þessa dagana enda að verja frá- bærlega með Akureyri og er kominn í landsliðið. Hann sker sig úr í stuttbuxum með sítt hár en honum líður betur í stuttbuxum en síðbuxum í markinu. MAGNAÐUR Í MARKINU Sveinbjörn Pétursson hefur farið hamförum í marki Akureyrar í vetur og var verðlaunaður fyrir góða frammistöðu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÉLAGAR MEÐ PREMIUM ICELANDAIR AMERICAN EXPRESS® FRÁ KREDITKORTI GREIÐA EKKERT ÁRGJALD Í ICELANDAIR GOLFERS + Skráðu þig í Icelandair Golfers á www.icelandairgolfers.is Icelandair Golfers er klúbbur sem auðveldar þér að spila golf út um allan heim. Golfsettið ferðast frítt! Þú nýtur þessara hlunninda: þegar þú ferðast með Icelandair. aðilum Icelandair Golfers. KÖRFUBOLTI „Þetta er mjög skrítið og ég bjóst ekki við þessu á síð- ustu sekúndunni þegar ég sá að við vorum ekki með þetta,“ sagði Íris Ásgeirsdóttir, fyrirliði Hamars, eftir að liðið tryggði sér deildar- meistaratitilinn í gær þrátt fyrir að tapa 57-63 fyrir KR á heima- velli. Keflavík tapaði nefnilega á sama tíma fyrir Haukum og missti af tækifærinu á því að fá úrslita- leik um deildarmeistaratitilinn á móti Hamri í lokaumferðinni. KR komst mest 17 stigum yfir í fyrri hálfleik (38-21) en Hamars- liðið tók við sér í lok hálfleiksins og minnkaði muninn í tíu stig fyrir hálfleik (32-42). Það náði síðan að komast yfir fyrir lokaleikhlut- ann en KR var sterkara i lokin og tryggði sér sigur. Hamarskonur grétu þó aðeins tapið í nokkrar sekúndur því fljót- lega fengu þær fréttirnar frá Keflavík að Haukar hefðu unnið og þær væru orðnar meistarar. „Gústi (Ágúst Björgvinsson þjálfari) sagði okkur að kíkja á bikarana í hálfleik og sjá hvort við vildum þetta ekki ekki örugg- leg nógu mikið. Við vildum þetta alveg nógu mikið og ég held að við höfum sýnt það í þriðja leikhlutan- um. Það vantaði bara aðeins upp á,“ sagði Íris, sem hefur spilað með Hamri frá því að meistaraflokkur- inn var að spila í 2. deildinni. „Ég er búin að bíða eftir þessu allt of lengi og það er bara það besta í heimi að vinna loksins titil. Ég gæti alveg vanist þessu,“ sagði Íris að lokum en hún var besti maður Hamarsliðsins í gær ásamt Jaleesu Butler. - óój Haukar færðu Hamri deildarmeistaratitlinn í gær: Hamar varð meistari þrátt fyrir tap í gær MEISTARAR Fanney Guðmundsdóttir og Íris Ásgeirsdóttir hafa fylgt Hamarsliðinu upp úr 2. deildinni og eru í dag deildarmeistarar. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓÓJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.