Fréttablaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 54
3. mars 2011 FIMMTUDAGUR34 34
menning@frettabladid.is
Leikhús ★★★
Nei ráðherra!
Borgarleikhúsið
Höfundur: Ray Cooney. Þýðing
og staðfærsla: Gísli Rúnar
Jónsson. Leikstjóri: Magnús Geir
Þórðarson. Helstu hlutverk: Guð-
jón Davíð Karlsson, Lára Jóhanna
Jónsdóttir, Hilmar Guðjónsson,
Unnur Ösp Stefánsdóttir og
Sigurður Sigurjónsson.
Farsafrumsýning á föstudag í
Borgarleikhúsinu. Jakkaföt og
sokkabönd, framhjáhald og mis-
skilningur frá tímum Thatcher
komið í alíslenskan búning á
svítunni á Hótel Borg. Snillingur-
inn Gísli Rúnar Jónsson þýðir og
staðfærir og þó svo að sumt virki
náttúrulega gamaldags og fárán-
legt þá gengur þessi þýðing alveg
upp.
Ráðherra á hótelherbergi með
ástkonu sinni og allt í einu finna
þau lík í gluggakistunni og í stað
þess að láta sig hverfa fara þau
eins og lög farsans gerir ráð fyrir
að bagsast við að koma líkinu
fyrir í fataskáp og ástkonan verð-
ur að fela sig í hliðarherbergi og
allt fer í voll. Til þess að skemma
nú ekki fyrir væntan legum
áhorfendum verður atburðarásin
ekki rakin frekar.
Það er víst óhætt að lofa
góðum hláturgusum í Borgar-
leikhúsinu því ekkert er þar
til sparað svo áhorfendur megi
skemmta sér sem best. Hitt er
annað mál hvort það sé fyndið að
nefna nafn núverandi formanns
Framsóknar flokksins í annarri
hverri setningu. Einu sinni eða
tvisvar fyndið, en svo verður það
nánast eins og auglýsing.
Leikurinn er ærslafenginn,
og leikarar skila hlutverkum
sínum vel þó þau séu vitaskuld
misskemmtileg. Jóhanna Vigdís
Arnardóttir er í litlu hlutverki
þjónustustúlku og gerir það frá-
bærlega vel. Ráðherraspjátrung-
urinn sem Guðjón Davíð Karls-
son ljær líf sjáum við nær allan
tímann á sviðinu og mæðir mikið
á honum. Guðjón Davíð enda-
sendist um sviðið með fettum og
grettum um leið og hann er svo-
lítið smart í óaðfinnanlegu fötun-
um með grobbtakta sem honum
farnast vel. Lára Jóhanna Jóns-
dóttir leikur ástkonuna Gógó,
og nær einkar góðum tökum á
spennunni þegar hennar óhefl-
aði Atli Freyr nálgast.
Aðrir leikarar eru líka góðir
þótt líkið Þröstur Leó Gunnars-
son sé best. Lýsingin er við hæfi
efnisins og leikmyndin hefðbund-
in þó svo að umhverfi Alþing-
is þekktist á nokkrum táknum.
Unnur Ösp Stefánsdóttir kemur
skyndilega til sögu sem eigin-
kona ráðherrans og sýnir hún
alveg blaðskellandi takta. Rúnar
Freyr Gíslason leikur kokkálað-
an eiginmann og bjó til grófa og
flotta andstæðu við hitt jakka-
fataliðið. Litli aðstoðarmaðurinn
var ansi hreint fyndinn í með-
förum Hilmars Guðjónssonar
og uppskar margar hláturgusur.
Reyndar tókst öllum leikurun-
um það, sem mun vera markmið
farsans nefnilega að fá fólk til að
hlæja og helst hömlulaust.
Magnús Geir leiðir hér saman
þaulreynda leikara og svo nokkra
af yngri kynslóðinni og hinir
eldri og þaulreyndu eins og Sig-
urður Sigurjónsson í hlutverki
gamla þjónsins, myndaði eins
konar bakland. Örlitlar sveiflur
og athugasemdir í misskilningi
auðvitað, nægði til þess að fólk
sló sér á lær.
Sýningin er líklega holl
skemmtun núna þegar pólitíkin
er heldur langþreytt. Hvort sem
mönnum finnst nauðsynlegt að
hafa farsa alltaf svona glyðru-
lega og hlut kvenna eins og á nítj-
ándu öld, þá er þetta samt fyndið.
Elísabet Brekkan
Niðurstaða: Örugg leikstjórn og góður
leikur gera þennan annars hefð-
bundna farsa að góðri skemmtun.
GÓI OG GÓGÓ
NEI RÁÐHERRA! Lára Jóhanna Jónsdóttir leikur ástkonu ráðherrans og nær einkar
góðum tökum á spennunni þegar eiginmaðurinn nálgast, segir í dómnum.
VEGIR EFNISINS Sýning myndlistarmannsins Þóru Sigurðardóttur, Vegir efnisins, verður opnuð á morgun í Listasal Mosfellsbæjar klukkan
fjögur. Á sýningunni, sem stendur til 26. mars, eru teikningar og ljósmyndir. Þóra hefur sýnt verk sín hér heima og erlendis en jafnframt unnið
við kennslu og verkefnastjórnun við Myndlistaskólann í Reykjavík og Hönnunar- og handverksskóla Tækniskólans og Nýpurhyrnu.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Fimmtudagur 3. mars 2011
➜ Tónleikar
12.00 Hádegistónleikar með þeim
Valgerði Guðnadóttur sópran og Ant-
oníu Hevesi á píanó verða í Hafnar-
borg í dag kl. 12. Húsið opnar 11.30.
20.30 Saxófónleikarinn Sigurður
Flosason verður með tónleika í
Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. Flytj-
endur auk Sigurðar verða Kristjana
Stefánsdóttir, Eyþór Gunnarsson,
Valdimar K. Sigurjónsson og Scott
McLemore. Miðaverð er kr. 1.500, en kr.
1.000 fyrir námsmenn og eldri borgara.
22.00 Hljómsveitirnar Rökkurró og
Sudden Weather Change slá saman í
tónleika á Faktorý í kvöld kl. 22. Húsið
opnar kl. 21 og er aðgangseyrir kr. 1000.
22.00 Tónleikaröð gogoyoko hefst
í Hressingarskálanum kl. 22 í kvöld.
Gogoyoko og Hressó standa fyrir tón-
leikum fyrsta fimmtudag hvers mánaðar
og mun hljómsveitin Bloodgroup koma
fram í kvöld. Frítt er inn á meðan hús-
rúm leyfir.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
1
3
5
7
9
2
4
6
8
10
Fátækt fólk - kilja
Tryggvi Emilsson
Ég man þig - kilja
Yrsa Sigurðardóttir
Sumarlandið
Guðmundur Kristinsson
Ljósa - kilja
Kristín Steinsdóttir
Sjöundi himinn - kilja
James Patterson
Brothætt - kilja
Jodi Picoult
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT
23.02.11 - 01.03.11
Svar við bréfi Helgu - kilja
Guðmundur Kristinsson
Skólaljóð
Ýmsir - Halldór Pétursson
Eyjafjallajökull
Ari Trausti/Ragnar TH.
Máttur viljans
Guðni Gunnarsson
Miðasala Hverfisgötu I 551 1200 I leikhusid.is I midi.is
LÉR
KONUNGUR
Allra síðasta sýning í kvöld
„Þetta er að minnsta kosti skemmtilegri kosning en
Icesave,“ segir Ágúst Borgþór Sverrisson smásagna-
höfundur, sem hefur efnt til kosningar á bloggsíðu
sinni þar sem hann biður lesendur sína að velja eina
af þremur mögulegum kápum fyrir væntanlega bók
hans, Stolnar stundir.
Hann veit ekki til þess að bókakápa hafi verið
valin með álíka hætti áður hér á landi.
„Ég hef verið lengi á netinu, bæði blogginu og
Facebook, og datt í hug að það gæti verið gaman
að fá lesendur til að taka þátt í valinu með þessum
hætti. Ég bar hugmyndina undir útgefandann hjá
Sögum og honum leist stórvel á þetta.“ Ágúst Borg-
þór segir kosninguna ekki endilega ráða úrslitum en
hann muni hafa hana til hliðsjónar við val á kápu.
„Það eru svo sem ekki allir hrifnir af kápunni en
ég hef fengið mjög gagnlegar ábendingar. Niður-
staðan verður ekki endilega bindandi en mér sýn-
ist hún stefna í að verða sú sama og ég hallast að.“
Stolnar stundir kemur út í lok apríl. Hægt er að
kjósa um kápuna á bloggsíðunni dv.is/blogg/agust-
borgthor/. - bs
Biður lesendur að velja kápuna