Fréttablaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 18
3. mars 2011 FIMMTUDAGUR18 Umsjón: nánar á visir.is Sex af tíu stærstu sveitarfélögum landsins eru nú með öll sín fjar- skipti hjá Vodafone. Hin fjögur kaupa þjónustu Símans. Töluverð samkeppni ríkir á fjarskiptamarkaði en auk Sím- ans og Vodafone má nefna fyrir- tæki á borð við Nova, Tal, Alterna og Hringdu sem berjast um hylli neytenda. Á fyrirtækjamarkaði er oftar en ekki samið um heildstæða þjón- ustu, svo sem símtæki, GSM-þjón- ustu, hefðbundna símaþjónustu, tölvupóst og netþjónustu. Í tilkynn- ingu Vodafone kemur fram að fyr- irtækið þjónusti nú mörg stærstu fyrirtæki landsins og sex af sjö stærstu sveitarfélögunum. Í síð- ustu viku bættist Reykjanesbær í þann hóp, þegar Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Ómar Svavarsson, forstjóri Voda- fone, skrifuðu undir fjögurra ára þjónustusamning. - óká Vöxtur í sænsku efnahagslífi sló met á síðasta fjórðungi í fyrra þegar hann mældist 7,3 prósent. Jafn mikið stökk á milli árs- fjórðunga hefur ekki mælst frá 1970, að sögn sænska dagblaðs- ins Dagens Nyheter. Hagvöxtur yfir árið allt mældist 5,5 prósent og hafa slíkar tölur ekki sést þar í landi frá 1970. Þetta er meiri vöxtur en flest- ir greiningaraðilar þar í landi höfðu gert ráð fyrir. Aukin neysla sænskra heimila á mesta hlutdeild í hagvextinum, um 2,1 prósent. Neysla jókst um 4,3 pró- sent á milli ára í fyrra og kom það meðal annars fram í mikilli sölu á bílum og heimilistækjum. Þá var þensla á vinnumark- aði og fjölgaði bæði störfum og vinnustundum. „Vöxtur upp á sjö prósent hefur jákvæð sál- fræðileg áhrif og eykur sjálfs- traustið í sænsku efnahagslífi, sem er mikil vægt,“ segir Annika Winsth, aðalhagfræðingur hjá Nordea-bankanum, í samtali við Dagens Nyheter. Í netútgáfu norska dagblaðsins Aftenposten kemur fram að hag- vöxtur í Noregi hafi á sama tíma aukist um 0,3 prósent á milli árs- fjórðunga og tólf mánaða hag- vöxtur mælst 2,2 prósent í fyrra. Meðalhagvöxtur innan aðildar- ríkja Evrópusambandsins var 1,8 prósent á sama tíma. - pg Hagvöxtur í Svíþjóð rauk í hæstu hæðir í fyrra þegar hann mældist 5,5 prósent: Hefur ekki verið meiri í 40 ár Sveitarfélag íbúafjöldi* Símafyrirtæki Reykjavík 118.427 Vodafone Kópavogur 30.314 Vodafone Hafnarfjörður 25.872 Vodafone Akureyri 17.563 Síminn Garðabær 10.587 Vodafone Reykjanesbær 14.081 Vodafone Mosfellsbær 8.527 Vodafone Árborg 7.810 Síminn Akranes 6.555 Síminn Fjarðabyggð 4.637 Síminn *m.v. Þjóðskrá 1. desember 2009 Fjarskiptakaup sveitar- félaga Sex af tíu sveitarfélögum kaupa þjónustu Vodafone: Töluverð samkeppni FRÁ STOKKHÓLMI Þetta er algjör við- snúningur frá því kreppan var sem verst, segir aðalhagfræðingur Nordea banka um þensluna í sænsku efnahagslífi. Búast má við að meðalhagvöxt- ur verði 1,6 til 1,7 prósent innan aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) á þessu ári. Þetta er 0,1 pró- sentustigi meira en áður var gert ráð fyrir í hagspá ESB í nóvember í fyrra. Framkvæmdastjórn ESB birti uppfærða hag- og verðbólguspá á þriðjudag. Þar kemur meðal ann- ars fram að aðstæður í efnahags- lífinu hafi batnað og séu horfur aðildarríkja ESB almennt góðar. Hún er almennt í takt við endur- skoðaðar hagspár á fleiri hag- svæðum sem gefnar hafa verið út upp á síðkastið. Samtök viðskiptahagfræðinga í Bandaríkjunum spáðu því á dög- unum að hagvöxtur þar í landi yrði 3,3 prósent í ár. Fyrri spá þeirra hljóðaði upp á 2,6 prósent. Líkt og aðrir setja þeir ýmsa fyrirvara við spá sína. Þar á meðal geti hátt olíu- verð og verðhækkanir á hrávöru sett strik í reikninginn. Í spá framkvæmdastjórnar ESB kemur fram að búist sé við 0,6 prósenta hagvexti á þessu ári miðað við 0,2 prósent á fjórða árs- fjórðungi í fyrra. Gert ráð fyrir að Þýskaland, stærsta aðildarríki sambandsins, muni leiða lestina með 2,4 prósenta hagvexti á árinu. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal hefur eftir Olli Rehn, framkvæmdastjóra efna- hags- og gjaldeyrismála hja ESB, að eftir samdrátt á seinni hluta síðasta árs sé almennt búist við efnahagsbata á þessu ári. Rehn, sem kynnt hagspá framkvæmda- stjórnarinnar í Brussel á þriðju- dag, sagði efnahagsbatann mis- jafnan eftir aðildarríkjum. Nokkur þeirra sem hafi glímt við efnahags- örðugleika í fyrra muni gera það enn um sinn. Þá eru fjármálamark- aðir víða í aðildarríkjunum enn viðkvæmir. jonab@frettabladid.is Horfur batna innan Evrópusambandsins Heimshagkerfið er að rétta úr kútnum eftir niðursveiflu í á þriðja ár. Búist er við betri hagvexti nú en áður var reiknað með. Evrópusambandið segir í nýrri hagspá aðstæður enn erfiðar og einstök lönd muni glíma áfram við erfiðleika. OLLI REHN Framkvæmdastjóri efnahags- og gjaldeyrismála hjá ESB segir aðildarríki sambandsins vera að rétta úr kútnum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MINNI HRUKKUR Í KRINGUM AUGUN? Frískar og endurnærir á áhrifa - ríkan hátt, dregur úr þreytu- merkjum og hrukkum í kringum augun. Inniheldur Q10 leyndar- málið sem finnst náttúru lega í húðinni og vinnur gegn hrukkum. NIVEA Q10 ANTI-WRINKLE AUGNROLLER NÝTT! 4.000 MILLJARÐAR KRÓNA eru erlendar eignir þjóðarbúsins. Á móti námu skuldir 13.326 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum sem Seðlabankinn birti í gær um erlenda stöðu þjóðarbúsins. Ef fjármálafyrirtæki í slitameðferð eru tekin út úr tölunum er staðan við útlönd neikvæð um 434 milljarða króna. Haldist heimsmarkaðsverð á áli út árið eins og það er nú gætu íslensku álverin hagnast um 38 milljarða króna aukalega miðað við meðalverðið í fyrra. Álverð var í gær 2.612 dalir á tonnið á málmmarkaðinum í London (LME) miðað við þriggja mánaða framvirka samninga og hefur ekki verið hærra síðan sumarið 2008. Samkvæmt upp- lýsingum frá LME var meðal- verð á markaðinum 2.197 dalir á tonnið í fyrra. Mismunurinn þar á milli er því 415 dalir á tonnið. Hagstofan hefur ekki upp- lýsingar um álframleiðsluna á Íslandi fyrir árið í fyrra en árið 2009 nam hún tæplega 814 þús- und tonnum. Reikna má með að framleiðslan hafi verið svipuð eða ívið meiri á síðasta ári. Miðað við þessar forsendur stefnir í að hagnaður íslensku álveranna í ár verði rúmum 38 milljörðum króna meiri en í fyrra ef álverð lækkar ekki mikið það sem eftir er ársins frá því sem það er núna. Heimsmarkaðsverð á áli hækkar enn: Álverin gætu hagn- ast um milljarða ÁLVERIÐ STRAUMSVÍK Samkvæmt Hagstofunni nam álframleiðslan á Íslandi tæplega 814 þúsund tonnum árið 2009.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.