Fréttablaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 16
3. mars 2011 FIMMTUDAGUR16 16 hagur heimilanna Bjórinn er ódýrari í ÁTVR í dag en hann var árið 1989 og verð á skemmtistöðum er einnig lægra ef miðað er við þróun á vísitölu neyslu- verðs. Verð á bjór í vínbúðum ríkisins hefur lækkað um rúm 32 prósent frá árinu 1989, þegar sala á bjór var leyfð, til ársloka 2010. Þetta má lesa úr upplýsingum frá ÁTVR sem hefur haldið utan um verðþró- un á íslenskri bjórtegund af stærð- inni 330 millilítrar, á fyrrnefndu tímabili. Línuritið hér til hliðar, sem unnið er úr gögnum frá ÁTVR, sýnir verðþróunina á umræddu tímabili. Verð er reiknað að núvirði. Sala á bjór í febrúar 2011 minnk- aði um 1,6 prósent samanborið við sama mánuð í fyrra að sögn Sig- rúnar Óskar Sigurðardóttur á fjárhagssviði ÁTVR. Bjórsala í desember 2010 dróst saman um 3,8 prósent miðað við desember 2009 og í janúar 2011 um 6,4 pró- sent samanborið við sama mánuð árið á undan. Lækkunin í febrúar er því í takt við þróunina undan- farna mánuði en þó nokkuð minni. Þriðjudaginn 1. mars var haldið upp á 22 ára afmæli bjórsins hér á landi. Fyrstu árin sem bjórinn var leyfður var hann aðeins fáanlegur í 330 millilítra dósum og þurfti að fjárfesta í kippu því ekki var boðið upp á kaup í stykkjatali. Kippa af viðmiðunarbjór ÁTVR kostaði 690 krónur á verðlagi ársins 1989 eða 115 krónur stykkið. Í umfjöllun Morgunblaðsins frá 1. mars 1989 má lesa að Löwen- bräu og Sanitas Pilsner hafi verið vinsælar tegundir ásamt Egils Gulli og Tuborg. Í sömu umfjöll- un fannst blaðamanni ástæða til að „undirstrika, og það rækilega, að bjór er áfengi, og það þarf að umgangast hann sem slíkan. Bjór og bíll eiga til dæmis aldrei sam- leið, nema í slysi.“ Meðalverð á stóru bjórglasi var um 920 krónur á núvirði, sem er hærra en gengur og gerist í dag. Í töflunni hér til hliðar má sjá hefðbundið verð á stórum íslensk- um bjór, 500 millilítra bjórglasi, í dag. Verðið miðar við álagstíma á nokkrum skemmtistöðum á Akur- eyri og í Reykjavík. Verðið rokkar á bilinu 750 til 900 krónur. Utan álagstíma geta neytendur þó gert betri kaup. Algengt er að bjórverð sé töluvert lægra á svo- nefndum gleðitíma (e. happy hour) sem stendur yfirleitt frá lokum hefðbundins vinnudags og fram að kvöldmat. Bjórverð hefur lækkað um 32% frá árinu 1989 BJÓR Bjórinn hefur lækkað um 32 prósent frá því að hann var leyfður. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Bjórverð á skemmtistöðum Skemmtistaður Verð á stórum bjór (í kr.) Akureyri Götubarinn 850 Kaffi Akureyri 800 Cafe Amor 900 Reykjavík Danski barinn 800 Enski barinn 800 Nýlenduv. Hemma og Valda 750 Vegamót 800 Ölstofa Kormáks og Skjaldar 750 „Bestu bílaviðskipti sem ég hef átt var þegar ég seldi bíl fyrir einn koss, annars eru bílakaup almennt verstu kaup sem ég hef gert,“ segir Magnús R. Einarsson, útvarps- og tónlistarmaður, og bætir við að hann hafi eins og aðrir látið glepjast til að fá sér bíl. „Maður verður háður bílnum, hann er eins og versta fíkniefni. Svo fara menn að spegla sjálfan sig í bílnum, hann verður stöðutákn. Þetta getur leitt menn í ógöngur.“ Magnús segir allt í sambandi við bílaeign slæmt. Hann segist vera glataður í bílaviðskiptum; þeir hafi reynst illa, þeir eigi það til að bila og rekstrarkostnaðurinn fari upp úr öllu valdi. „Ég losaði mig undan þessari fíkn og losnaði við allt stressið,“ segir Magnús. „Bestu kaupin eru tvímælalaust hljóðfærin mín og þá sérstaklega mandólín sem ég keypti á Írlandi. Í kjölfarið einokaði ég mandólínmarkaðinn á Íslandi og fékk að spila með öllum helstu tónlistarmönnum landsins. Mandólínið er fallegt í laginu og mjög hljómfagurt, kostaði lítið og gaf mér mikla vinnu.“ NEYTANDINN MAGNÚS R. EINARSSON ÚTVARPSMAÐUR Seldi bíl fyrir einn koss Móða og ský á blóma- vösum og glösum eru hvimleiðir fylgifiskar áralangrar notkunar. Hægt er að losna við skýjuðu blettina. Það má til dæmis gera með því að fylla vasana og glösin af vatni og bæta ríkulegu magni af salti út í. Þá ættu þessir gripir að verða aftur glærir og glansandi. GÓÐ HÚSRÁÐ Gamlir vasar fá nýtt líf ■ Gera má vasa og glös sem ný með salti 350 300 250 200 150 19 89 19 90 19 91 19 92 19 93 19 94 19 95 19 96 19 97 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 Við útreikning á núvirði er stuðst við hlutfall neysluvísitölu hvers árs og ársins 2010. Ve rð í kr . a ð nú vi rð i Verðþróun á 330 ml bjór í ÁTVR – fylgir Fréttablaðinu á morgun Ánægð í háloftunum Fegurðardrottningin Sigrún Bender er fyrsti íslenski kvenflugmaðurinn hjá Iceland Express. 77% KÍLÓVERÐ Á KAFFI hækkaði um 77 prósent á árunum 2005 til 2010. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN KOMDU Í ÖLL HELSTU PARTÝIN MEÐ OKKUR m.visir.is Fáðu Vísi í símann! Meiri Vísir. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.