Fréttablaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 53
FIMMTUDAGUR 3. mars 2011 33
Ný tónleikaröð síðunnar Gogo-
yoko.com á skemmtistaðnum
Hressó hefst í kvöld. Tónleikarn-
ir verða fyrsta fimmtudag hvers
mánaðar með mörgum af fram-
bærilegustu böndum landsins. Í
kvöld ætlar Bloodgroup að stíga
á stokk.
Hljómsveitin er nýkomin úr
sex vikna tónleikaferðalagi um
Evrópu þar sem hún spilaði á 34
tónleikum í fimmtán löndum.
Hún stoppar stutt við á Íslandi
því ný tónleikaferð um Norður-
Ameríku hefst 10. mars. Þar spil-
ar sveitin á tónlistarhátíðunum
Canadian Music Week í Toronto
og SXSW í Texas. Tónleikarnir
í kvöld hefjast klukkan 22 og er
ókeypis inn.
Tónleikaröð
hefst í kvöld
BLOODGROUP Hljómsveitin spilar á
Hressó í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Íslenski dúettinn Heima sem
hefur verið búsettur í Kína síð-
ustu sex ár er snúinn heim til
Íslands með ótal sögur og lög í
farteskinu. Dúettinn samanstend-
ur af þeim Rúnari Sigurbjörns-
syni og Elínu Jónínu Ólafsdóttur
og flytur frumsamda tónlist í
þjóðlagastíl. Þau gáfu út plötuna
The Long Road Home í Xiamen
í Kína árið 2009 og héldu marga
tónlistartengda listviðburði árum
saman um gjörvallt landið. Tón-
leikar Heima verða haldnir á
Rosenberg í kvöld og hefjast þeir
klukkan 21.30. Aðgangseyrir er
1.000 krónur.
Komin heim
frá Kína
KOMIN HEIM Rúnar og Elín eru komin
heim frá Kína og halda tónleika í kvöld.
Justin Bieber er nýorðinn 17 ára
en hann sýnir enga tilburði í
þá átt að vilja losna undan
valdi móður sinnar. Eins og
kom fram í Fréttablaðinu á
dögunum skammtar mamma
hans honum vasapeninga og
kveðst hann hæstánægður
með þann ráðahag. Auk
þess þarf mamma
gamla að samþykkja
a l l a r k ær u st u r
söngvarans vinsæla.
Sú var raunin með
núverandi kærustu
hans, Selenu Gomez.
„Ég myndi ekki
koma heim með
stelpu nema mamma væri sátt.
Maður kemur ekki með slæm-
ar stúlkur heim til mömmu,“
segir Bieberinn.
Í nýlegu viðtali var Bieber
spurður um það hverju hann
leitaði að í fari stúlkna, hvort
hann vildi hafa þær á
ákveðnum aldri. „Nei,
ég er hrifinn af
konum yfirleitt.“
Mamma ræður öllu
MÖMMUSTRÁKUR Justin
Bieber byrjar ekki með
stelpum nema mamma
hans sé sátt við þær.
Nafn Christinu Hendricks hefur
verið á allra vörum síðustu miss-
eri eftir að hún sló í gegn í sjón-
varpsþáttunum Mad Men. Áhrifa-
fólk innan tískuheimsins hefur
barist fyrir því að næla í leikkon-
una og nú er hún gengin út. Það
var sjálf Vivienne Westwood sem
samdi við Hendricks um að aug-
lýsa nýja skartgripalínu hennar.
Samstarf þessara tveggja
drottninga þarf kannski ekki að
koma á óvart. Hin 35 ára gamla
Hendricks hefur oftsinnis farið
fögrum orðum um Westwood.
„Þegar ég var ung stúlka klippti
ég út myndir af kjólunum hennar
úr tímaritum, jafnvel þótt ég hefði
aldrei efni á þeim.“ Hún segir enn
fremur að hún geti ekki beðið
eftir því að ganga með skartgripi
átrúnargoðsins á rauða dreglin-
um.
Hin 69 ára Westwood gæti ekki
verið ánægðari með fyrirsætuna
sína. „Christina er táknmynd feg-
urðar og við erum hæstánægð að
hafa getað fengið hana með okkur
í lið. Stíll hennar passar vel við
hönnun mína. Hún hefur reynst
fullkomin fyrirsæta fyrir her-
ferðina okkar.“
Nýja skartgripalínan er nú
komin í sölu í verslunum Vivi-
enne Westwood í London og Los
Angeles.
Hendricks er táknmynd fegurðar
GLÆSILEG Hin rauðhærða Christina
Hendricks er andlit nýrrar skartgripalínu
Vivienne Westwood. NORDICPHOTOS/GETTY