Fréttablaðið - 17.03.2011, Blaðsíða 4
17. mars 2011 FIMMTUDAGUR4
GENGIÐ 16.03.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
216,1298
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
115,49 116,05
185,53 186,43
160,87 161,77
21,565 21,691
20,332 20,452
17,929 18,035
1,4308 1,4392
182,11 183,19
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is
KG 24VV00
Tækifærisverð:
99.900 kr. stgr.
H x b x d = 156 x 55 x 60 sm.
KD 24VN00
Tækifærisverð:
89.900 kr. stgr.
H x b x d = 141 x 55 x 60 sm.
A
T
A
R
N
A
Tækifæri
Kæli- og frystiskápar
DÓMSMÁL Óðinn Freyr Valgeirs-
son, 23 ára, var í gær dæmdur í
þriggja ára fangelsi fyrir hrotta-
fengna árás á unga stúlku í Laug-
ardalnum í október síðastliðnum.
Stúlkan var fimmtán ára þegar
ráðist var á hana um miðjan dag
á göngustíg í Laugardalnum. Hún
bar að maður hefði slegið sig í
hnakkann með barefli, gengið
áfram í skrokk á sér og tekið sig
hálstaki svo hún missti nánast
meðvitund.
Óðinn Freyr var handtekinn
mánuði síðar grunaður um aðild að
málinu. Fyrir lágu skýrslur syst-
ur Óðins og kærasta hennar þess
efnis að Óðinn hefði viðurkennt
fyrir þeim verknaðinn.
Í fyrstu neitaði hann alfarið
sök en nokkru síðar bað hann um
áheyrn lögreglumanna og vildi
játa. Hann kvaðst lítið muna eftir
atvikinu sökum neyslu en vissi þó
að hann hefði ráðist á stúlkuna.
Játningin var í ýmsum atriðum
á skjön við framburð stúlkunnar,
til dæmis stemmdi hárlitur Óðins
ekki við þann hárlit sem stúlkan
þóttist sjá á árásarmanninum,
staðsetning árásarinnar var mjög
á reiki, Óðinn taldi árásina hafa átt
sér stað um kvöld og sagðist auk
þess halda að hann hefði komið
framan að henni, þegar reyndin er
sú að stúlkan var lamin aftan frá.
Á hinn bóginn mátu lögreglumenn
það svo að hann hefði getað greint
frá ýmsu sem ekki hefði verið á
almannavitorði.
Daginn eftir kvaðst Óðinn síðan
vilja draga játninguna til baka.
Hann hefði einungis játað til að
freista þess að komast heim fyrir
afmælisdaginn sinn. Það litla sem
hann vissi um málsatvik hefði
hann fengið vitneskju um í fjöl-
miðlum og þegar lögreglumenn
kynntu honum málið.
Niðurstaða dómsins er sú að
þótt Óðni og stúlkunni beri ekki
saman um allt geti framburður
hennar ekki talist nákvæmur, enda
hafi verið komið aftan að henni og
hún síðan nánast misst meðvit-
und. Hins vegar geti framburður
Óðins um hæð stúlkunnar, hárlit
og -sídd varla geta stafað af öðru
en að hann hafi sannarlega verið
á vettvangi.
Óðinn, sem á nokkurn sakaferil
að baki, er því dæmdur í þriggja
ára fangelsi og til að greiða stúlk-
unni eina milljón í bætur. Hún
hefur átt erfitt með að ná sér eftir
árásina, getur illa sofið eða ein-
beitt sér, forðast félagslíf og læsir
herbergi sínu með keðju. Eftir
dómsuppkvaðninguna
Einn dómaranna þriggja, Arn-
grímur Ísberg, skilaði sératkvæði
og vildi sýkna Óðin. Í ljósi þess sem
að framan segir taldi hann veru-
legan vafa leika á að játningin hefði
verið rétt. stigur@frettabladid.is
Fékk þriggja ára dóm
fyrir árás í Laugardal
Maður fundinn sekur um að misþyrma unglingsstúlku í Laugardal um miðjan
dag. Játaði en dró játninguna síðan til baka. Einn dómari skilaði sératkvæði.
Ekki reyndist unnt að byggja niðurstöðu dómsins að neinu leyti á framburði
systur Óðins, sem í skýrslutöku hjá lögreglu sagði að Óðinn hefði játað fyrir
sér verknaðinn. Í síðari skýrslutökunni fórst fyrir að segja systurinni að henni
bæri ekki skylda til að tjá sig um málefni skyldmennis síns, og í fyrri skýrslu-
tökunni var það ekki gert með fullnægjandi hætti.
Lögregla klúðraði skýrslutöku
ÚR LAUGARDAL Maðurinn öskraði á stúlkuna „Þú skuldar! Þú skuldar!“ í barsmíð-
unum miðjum. Hún segist aldrei hafa skuldað neinum neitt að ráði. Myndin er úr
safni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
19°
12°
6°
3°
11°
8°
2°
2°
18°
14°
18°
17°
27°
-2°
11°
14°
-1°
Á MORGUN
5-10 m/s.
LAUGARDAGUR
Stíf sunnanátt.
-2
-4
-3
-3
-2
-8
-2
-2
-5
2
2
5
8
7
9
3
10
6
7
8
7
8
-8-8
-3
-2
-4
4
5
5
4
-3
FREMUR RÓLEGT
veður í dag og á
morgun, suðvest-
an- eða vestanátt
með éljum í all-
fl estum landshlut-
um en úrkomulítið
norðaustan til í dag
og suðaustanlands
á morgun. Kalt í
veðri en útlit fyrir
hlýnandi veður á
laugardag.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
LÖGREGLUMÁL Persónuvernd segir
að Bæjarbakarí Hafnarfjarðar
hafa brotið lög með því að birta
á Youtube myndband úr öryggis-
myndavél sem sýndi meintan
þjófnað tíu ára drengs á farsíma.
Á myndbandinu sást hvernig
faðir drengsins virðist fá hann til
að taka símann af borði í bak-
aríinu. Í skýringum Bæjarbakar-
ísins kom fram að rekstrarstjóri
þess setti myndbandið á netið í
þeirri von að hafa upp á símaþjóf-
inum. Rekstrarstjórinn hafi ekki
vitað að það væri ekki heimilt
og fjarlægt myndbandið tveimur
klukkstundum síðar eftir ábend-
ingu frá umboðsmanni barna. - gar
Bakarí fær ofanígjöf:
Þjófamynd birt
án lagastoðar
SVEITARSTJÓRNIR „Þessari fyrir-
spurn er fljótsvarað,“ segir í
svari Gunnars I. Birgissonar.
bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks
í Kópavogi, við fyrirspurn Guð-
nýjar Dóru Gestsdóttur, bæjar-
fulltrúa VG.
Guðný spurði um hve marg-
ar ferðir Gunnar hefði farið til
útlanda í boði einstaklinga eða
fyrirtækja þegar hann var for-
maður bæjarráðs og bæjarstjóri.
„Gunnar Ingi Birgisson þáði
engar ferðir erlendis á þeim tíma,
sem spurt var um, hvorki við-
skipta-, fótbolta- né sumarleyfis-
ferðir,“ svaraði Gunnar. - gar
Sagði fyrirspurn fljótsvarað:
Þáði engar
utanlandsferðir
GUNNAR I. BIRGISSON Ekki erlendis á
vegum einkaaðila.
NEYTENDUR Bónus var oftast með
lægsta verðið þegar verðlags-
eftirlit ASÍ kannaði verð í fjórum
lágvöruverðsverslunum og fjór-
um stórmörkuðum á höfuðborgar-
svæðinu. Hæsta verðið var oftast
að finna í Samkaupum-Úrvali.
Könnunin var gerð á mánudaginn
síðastliðinn.
Af þeim 78 vörutegundum sem
skoðaðar voru var Samkaup-
Úrval með hæsta verðið í 38 til-
vikum, Nóatún í 26 tilvikum og
Hagkaup í 18 tilvikum. Hjá Bónus
var verðið lægst á 31 vörutegund
af þeim 78 sem skoðaðar voru.
Kostur var með lægsta verðið í 20
tilvikum. - sv
Ný verðkönnun ASÍ:
Bónus áfram
með lægsta verð
UMFERÐARMÁL Skilti um hámarkshraða
sem sett voru upp fyrr í vetur við nokkr-
ar götur eru enn hulin með plasti. Að
sögn Stefáns Finnssonar, yfirverkfræð-
ings hjá umhverfis- og samgöngusviði,
er ástæðan sú að formleg skilyrði fyrir
breyttum hámarkshraða hafa ekki verið
uppfyllt.
Verið er að lækka hámarkshraðann í
viðkomandi safngötum í íbúðarhverfum
úr 50 kílómetrum á klukkstund í 30 kíló-
metra líkt og þróunin hefur verið í borg-
inni síðustu tíu árin. Breitt hefur verið
plast yfir skiltin því formlegu auglýs-
ingaferli í samráði við lögreglu er ekki
lokið.
„Þetta hefur nú venjulega verið þann-
ig að skiltin hafa verið sett upp þegar
búið er að auglýsa en nú gerðu menn
þetta þannig að setja upp skiltin og
breiða yfir þau. Það hefur vakið svolitla
athygli,“ segir Stefán, sem kveðst ekki
vita hvenær áðurnefndu ferli ljúki svo
hægt verði að afhjúpa skiltin. „Vonandi
verður það fljótlega,“ segir hann. - gar
Borgarstarfsmenn of fljótir á sér að setja upp skilti með breyttum hámarkshraða:
Plast breitt yfir ótímabær hraðaskilti
SKILTI Í BIÐSTÖÐU Merki um að ekki gildi lengur
30 kílómetra hámarkshraði hefur verið sett upp
á mótum Óslands og Bústaðavegar en hámarks-
hraðinn í Óslandi er þó enn 50 kílómetrar á
klukkustund. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
DÓMSMÁL Dómstóll í Bretlandi
fellst ekki á frávísunarkröfu
þrotabús Kaupþings í máli sem
Tchenguiz-bræður hafa höfðað
gegn því. Úrskurður þar að lút-
andi var kveðinn upp í gær og
heldur málareksturinn því áfram.
Sjóður í eigu Tchenguiz-bræðra
gerði kröfu í þrotabú bankans í
London sem var hafnað og höfð-
aði vegna þess mál. Kaupþing fór
fram á frávísun, meðal annars
vegna þess að málarekstur vegna
sambærilegra krafna stæði þegar
yfir fyrir íslenskum dómstólum
og þar ætti málið heima. - sh
Kaupþing tapar í London:
Tchenguizar fá
að sækja áfram
ROBERT OG VINCENT TCHENGUIZ