Fréttablaðið - 17.03.2011, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 17.03.2011, Blaðsíða 70
17. mars 2011 FIMMTUDAGUR54FÉSBÓKIN „Þetta er mjög spennandi,“ segir Árni Hjörvar Árnason, bassaleik- ari bresku hljómsveitarinnar The Vaccines. Fyrsta plata The Vaccines, What Did You Expect From The Vacc- ines?, kom út á mánudaginn. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins fór platan vel af stað í Bretlandi og sat í öðru sæti breiðskífulistans í gær. Það kemur þó ekki í ljós fyrr en á mánudaginn í næstu viku, þegar listinn verður gefinn út, hvort hún haldi sætinu. Árni og félagar eru staddir í Bandaríkjunum þessa dagana og munu koma fram á SXSW-tón- listarhátíðinni. Þeir eru á forsíðu tónlistartímaritsins NME í þess- ari viku í annað skipti á þessu ári. Þá er platan gagnrýnd í blaðinu og fær átta af tíu mögulegum. Tón- listartímaritið Q gaf henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Í viðtalinu í NME er mikið talað um hversu mikið er búið að tala hljómsveitina upp í fjölmiðlum, en í dómunum kemur fram að tón- list hljómsveitarinnar standi fylli- lega fyrir sínu. Þá segja Árni og félagar að strangt kynlífsbann sé í hljómsveitarrútunni, sem hafi mikil áhrif á taugar meðlima The Vaccines. - afb PLATAN KOMIN ÚT Árni Hjörvar og félagar í bresku hljómsveitinni The Vacc- ines gáfu út breiðskífu í vikunni, sem fer vel af stað. Félagarnir eru á forsíðu NME í vikunni. Arnaldur Indriðason er einn af tíu bestu spennu- sagnahöfundum Evrópu um þessar mundir. Þetta er niðurstaða greinar sem birtist í The Observer, sunnudagsútgáfu stórblaðsins The Guardian, um helgina. Arnaldur er ekki í dónalegum félagsskap þarna því aðrir höfundar í hópi þeirra bestu eru Henn- ing Mankell, sem selt hefur 30 milljón eintök af bókum sínum, Fred Vargas, Sjöwall og Wahlöö (sem flokkast ekki beint sem samtíðarmenn þessara rit- höfunda en sleppa inn sem frumkvöðlar í spennu- sagnagerð á Norðurlöndunum) og hinn gríski Petros Markaris. Þá eru líka tíndir til Frakkarnir Pierre Magnan og Jean-Claude Izzo, hinn spænski Manuel Vázquez Montalbán, Andrea Camilleri frá Ítalíu og Timothy Williams. Í umfjöllun um verk Arnaldar er aðalpersónan Erlendur kynnt til sögunnar og honum lýst sem þunglyndislegum og einmana manni sem sé þó afar fær í sínu starfi. Samneyti hans við annað fólk sé að mestu misheppnað og hann hafi aldrei jafnað sig á bróðurmissi í æsku. Myrkrið, erfið lífsskilyrði og mjög vont veður einkenni bækurnar og upplifunin sé í einu orði sagt stórkostleg. - hdm Arnaldur einn sá besti í Evrópu VEL METINN Arnaldur Indriðason þykir einn af tíu bestu spennusagnahöfundum Evrópu í dag. Hann hefur selt um sjö milljónir eintaka af bókum sínum á heimsvísu. NORDICPHOTOS/GETTY Plata Árna og félaga fer vel af stað Fim 17.3. Kl. 19:00 Mið 23.3. Kl. 19:00 Aukas. Lau 26.3. Kl. 19:00 Fim 31.3. Kl. 19:00 Síð.sýn Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Sun 20.3. Kl. 13:30 Sun 20.3. Kl. 15:00 Sun 27.3. Kl. 13:30 Sun 27.3. Kl. 15:00 Sindri silfurfiskur (Kúlan) Allir synir mínir (Stóra sviðið) Sun 20.3. Kl. 14:00 Sun 20.3. Kl. 17:00 Sun 27.3. Kl. 14:00 Sun 27.3. Kl. 17:00 Sun 3.4. Kl. 14:00 Sun 3.4. Kl. 17:00 Sun 10.4. Kl. 14:00 Sun 10.4. Kl. 17:00 Sun 17.4. Kl. 14:00 Sun 17.4. Kl. 17:00 Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) Fös 18.3. Kl. 20:00 4. sýn Lau 19.3. Kl. 20:00 5. sýn Fim 24.3. Kl. 20:00 6. sýn Fös 25.3. Kl. 20:00 7. sýn Fös 1.4. Kl. 20:00 8. sýn Lau 2.4. Kl. 20:00 Mið 13.4. Kl. 20:00 Fim 14.4. Kl. 20:00 Mið 27.4. Kl. 20:00 Lau 30.4. Kl. 20:00 Brák (Kúlan) Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Lau 19.3. Kl. 20:00 Sun 20.3. Kl. 20:00 Fim 24.3. Kl. 20:00 Aukas. Fös 25.3. Kl. 20:00 Sun 27.3. Kl. 20:00 Mið 30.3. Kl. 20:00 Lau 2.4. Kl. 20:00 Hedda Gabler (Kassinn) Ö Ö Ö Ö Ö Ö U U Ö Ö Ö U U Ö Ö U Ö U Ö Ö Ö U Ö U Fös 18.3. Kl. 20:00 Lau 26.3. Kl. 20:00 Aukas. Fös 8.4. Kl. 20:00 Fös 15.4. Kl. 20:00 *Verð á mann miðað við flug fram og til baka til Reykjavíkur, Egilsstaða, Akureyrar eða Ísafjarðar. SKEMMTUM OKKUR INNANLANDS FLUG OG GISTING Í EINA NÓTT FRÁ AÐEINS 21.030 KR.* FLUGFELAG.IS E N E N ÍS LE N LE N ÍS LE SK A/ SS SK A/ S SK A/ S A/ S K A. ISIS IA .IS IA .IS IA /F LU U U U /F LU /F L /F 446486 44 53 86 53 86 53535 0 3/ 11 0 3/ 1 0 3 1111 Hringdu í 570 3030 og skelltu þér á skíði. „Hvíl í friði Nate Dogg! Flottur músíkant sem lést langt fyrir aldur fram. Eigum við ekki að hlaða í eina flotta Nate Dogg tvennu klukkan sex?“ Útvarpsmaðurinn Yngvi Eysteinsson vottar Nate Dogg heitnum virðingu sína. „Það verður gaman að sjá íþrótta- álfinn á kínversku,“ segir Magnús Scheving, höfundur Latabæjar. Latibær undirritar á næstunni samning við kínversku sjónvarps- stöðina CCTV, sem ætlar að sýna þættina á barnastöð sinni CCTV Kids. Um 360 milljónir barna horfa á hana reglulega. Til sam- anburðar eru um 90 milljón heim- ili með sjónvarp í Bandaríkjun- um. Búast má við að sýningar á Latabæ hefjist í september í Kína. Sjaldgæft er að erlent barnaefni fái aðgang að kínversku sjónvarpi og er þetta því mikill heiður fyrir Magnús Scheving og Latabæ. Þetta stóra tækifæri kom eftir að Latibær tók þátt í heimssýn- ingunni í Sjanghæ á síðasta ári við frábærar undirtektir. Þar var sýning Latabæjar sú mest sótta af öllum, auk þess sem Magnús heimsótti skóla í borginni ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og borgarstjóra Sjanghæ. „Kínverjar eru vanir að hreyfa sig með morgunleikfimi og svo virðist sem Latibær höfði gríð- arlega vel til kínverskra áhorf- enda,“ segir Magnús, sem heim- sótti CCTV-stöðina þegar Latibær tók þátt í heimssýningunni. „Þeir höfðu gríðarlegan áhuga strax þegar þeir sáu Latabæ og vildu fá að þýða hann yfir á kínversku,“ segir hann og reiknar með því að Latibær taki einnig þátt í heilsu- átaki í Kína í framtíðinni. „Það sem er spennandi við Kínamarkað er að þetta er ört vaxandi mark- aður og að fá að stíga sín fyrstu skref þangað er gríðarlega mikil- vægt.“ Latibær fékk í gær viðurkenn- ingu frá fulltrúum heimssýning- arinnar í Sjanghæ fyrir framlag sitt til hennar. Latabæ hefur einn- ig verið boðið á sýninguna World Leisure Expo, sem er tileinkuð heilsu og hreyfingu, í Hangzhou í Kína næsta haust. „Það er ekkert vafamál að heimssýningin hefur skipt okkur Íslendinga miklu máli því við fengum gríðarlega athygli í öllum fjölmiðlum í Kína,“ segir Júlíus Hafstein hjá utanríkisráðuneyt- inu, sem afhenti Magnúsi verð- launin fyrir hönd heimssýningar- innar. „Það er mjög ánægjulegt að þeir skuli viðurkenna Latabæ fyrir framlagið,“ segir hann og er ánægður með sjónvarpssamning- inn. „Þetta er enginn smá markað- ur sem um ræðir. Það hefur örugg- lega hjálpað til hvað við komum skemmtilega á óvart á þessari sýningu.“ freyr@frettabladid.is MAGNÚS SCHEVING: NÁUM TIL 360 MILLJÓNA BARNA Í KÍNA Latibær nær fótfestu í Kína LATIBÆR FÉKK VIÐURKENNINGU Magnús Scheving ásamt sendiherra Kína á Íslandi og Júlíusi Hafstein þegar viðurkenningin var afhent í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.