Fréttablaðið - 17.03.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 17.03.2011, Blaðsíða 24
24 17. mars 2011 FIMMTUDAGUR Frjálsar fiskveiðar voru lagð-ar af 1985. Mikil ofveiði varð í kjölfar 2. og 3. ríkisstyrktu tog- skipavæðingar landsins. Svartar skýrslur fiskifræðinga rökstuddu þörfina á að takmarka sókn. Rekstur sjávarútvegsgreina var óhagkvæmur. Skipastóllinn var of stór. Útgerðin þurfti hærra fiskverð frá vinnslunni, sem bað um gengisfellingu á móti. Ásamt sveiflum í afla olli þetta miklum hagsveiflum, sem jafnaðar voru út með mikilli og stöðugri verðbólgu. Hönnun nýs fiskveiðistjórnun- arkerfis tók mið að þessum marg- þætta vanda. Kjarninn í lausninni var að gera sjávarútveginn hag- kvæmari. Laga sókn að þeim afla sem óhætt var að veiða. Gera sjáv- arútveginn sjálfbæran. Ekki voru mjög skiptar skoðanir um það að þeir sem sótt höfðu sjóinn árin á undan fengju sambærilega afla- hlutdeild í nýja kerfinu. Deilt var um hvort greiða ætti fyrir þessa opinberu úthlutun. Engar hávær- ar raddir voru þá um uppboð afla- heimilda. Hitt atriðið sem mikið var rætt var hvort heimila ætti framsal aflaheimilda. Í upphafi voru skorður á því en 1990 var flestum hindrunum rutt úr vegi. Rökin fyrir framsalsrétti voru annars vegar hagræðingarþörf í greininni, hins vegar hefðbundinn tilflutningur innan greinarinnar sem áður gerðist með sölu skipa. Frjálst framsal var forsenda þess að hagræðing gæti átt sér stað. Til að útgerðir gætu lifað af sam- drátt úr 450 þús. þorsktonnum í 180 varð að heimila hindrunarlítil kaup og sölu aflaheimilda. Annars hefði kerfið ekki skilað okkur nein- um ávinningi. Við hefðum áfram verið með óhagkvæman sjávarút- veg á framfæri almennings. Sum fyrirtæki þurftu að stækka, önnur að minnka eða hverfa úr rekstri. Það var þessi samdráttur í heild- arafla sem var meginvandi sjávar- byggða. Hin rökin fyrir framsals- rétti voru hefðbundin hugsun um eignarrétt. Í frjálsri sókn voru það skipin sem mynduðu eigna- verðmætið. Þau gengu kaupum og sölum. Skyndilega hafði þetta breyst. Skip án aflamarks seld- ust á hrakvirði, útgerðir án kvóta voru verðlausar. Verðmætið flutt- ist sjálfkrafa frá skipi til kvót- ans. Þótt okkur finnist veðsetning kvóta orka tvímælis nú, þá blasti það við að annað hvort yrði kvót- inn veðbundinn við skipið, sem hefði valdið erfiðleikum við að draga saman flotann, eða fá þyrfti heimild til að veðsetja kvótann. Hagræðing kerfisins tókst. Sjáv- arútvegurinn varð sjálfbær. Fiski- stofnunum var bjargað, þótt upp- bygging þeirra tæki lengri tíma. Hin hlið kvótakerfisins En kerfið hefur sínar skuggahliðar. Öll kerfi má misnota. Þetta vegur þyngst: 1. Réttur til veiða var vísvitandi takmarkaður. Í reynd gildir þar einkaleyfisréttur. Frjáls sókn sam- rýmist ekki markmiðum um friðun fiskistofna og sjálfbæran sjávarút- veg. Hann er of mikilvægur afkomu þjóðarinnar til að búa við umgjörð sem leiðir af sér óhagkvæmni og afkomuskort. Þjóðir þar sem sjávarútvegur skiptir litlu máli geta hins vegar leyft sér meira frjálsræði og lélegri afkomu greinarinnar. Þær líta á hana eins og óhagkvæman niður- greiddan landbúnað. Þann munað getum við ekki leyft okkur. Menn geta að vísu keypt sig inn í greinina, en eftir því sem aflaheimildir safn- ast á færri hendur verður þetta æ dýrara og erfiðara. En einkaleyfi á nýtingu auðlindar veitir mikil völd. Þau takmarkast ekki við afkomu og örlög sjávarbyggða heldur ná til samfélagsins alls. Handhafar langtíma einka- veiðileyfa hafa gríðarlega sterka efnahagslega og pólitíska stöðu. Sjávarútvegurinn á að lúta sömu leikreglum og aðrar atvinnugrein- ar, ef frá er talin verndun og með- höndlun auðlindarinnar. Oft er því flaggað að samkeppni sé öllum holl. Í EES-samningnum var sjávarútvegurinn undanskilinn fjárfestingarfrelsinu, einkum vegna þess að íslensk sjávarútvegsfyrir- tæki þóttu fjárhagslega veikburða. Þetta gildir ekki lengur. Íslensk fyrirtæki hafa yfirburðastöðu erlendis. Opna á fyrir fjárfestingar úr EES-ríkjum í íslenskum sjávarút- vegi. Útlendingar gætu þá keypt sig inn í íslenskar útgerðir og starfað þar á grundvelli íslenskra laga eins og í öðrum atvinnugreinum, svipað og við gerum í evrópskum sjávar- útvegi. 2. Lögmæti kerfisins gagnvart þjóðinni, eiganda auðlindarinn- ar, þarf að bæta. Lögmætið myndi aukast verulega ef veiðigjaldið yrði hækkað og það lagt á brúttó verð- mæti eins og húsaleiga og allir borgi óháð afkomu. Smábátaútgerð á að halda aðskilinni frá annarri útgerð og banna flutning aflaheimilda á milli. Hér má opna fyrir nýliðun. 3. Atferli sumra útgerðarmanna hefur leitt til myndunar leiguliða- stéttar meðal sjómanna, svipað og var meðal fátækra bænda fyrr á tímum. Þetta var ekki tilgangur- inn með frjálsa framsalinu. Í stað þess að veiða sjálfir leggja þeir skipum sínum og leigja veiðiréttinn út. Þetta á að banna nema í undan- tekningartilvikum þegar brúa þarf skammtíma bil. Bjóða á þá kvóta upp sem leigðir eru út í atvinnu- skyni. Niðurstaða: Viðhalda ber fram- seljanlegu aflamarkskerfi. Afnema á bann við erlendum fjárfestingum í sjávarútveginum, banna leigukvóta og hækka auðlindarentuna. Þjóðaratkvæðagreiðslan 9. apríl snýst um það hvort við ljúkum Icesave-málinu með samningum eða höfnum frekari samningum og höldum deilunni gangandi næstu ár fyrir dómstólum með tilheyr- andi kostnaði og áhættu. Með þeim samningum sem þverpólitísk samn- inganefnd náði og aukinn meirihluti Alþingis studdi er bæði áhætta Íslands og kostnaður lágmarkaður. Gagnrýnendur samningsins benda á að endanlegur kostnaður Íslands sé háður óvissuþáttum á borð við heimtur úr þrotabúi Lands- bankans, almenna efnahagsþróun og gengisþróun. Þessi atriði eiga einnig við um dómstólaleiðina. Órökrétt er að halda því fram að valið í þjóðaratkvæðagreiðslunni standi á milli þess kostnaðar sem felst í samningnum með sínum óvissuþáttum og þess að enginn kostnaður falli á Ísland. Aðeins annar kosturinn markar lok Ice- save-málsins og þá með skilmál- um og áhættu sem við áttum þátt í að semja um og lágmarka. Nei við þeirri leið þýðir að endanleg niður- staða málsins er úr okkar höndum. Fórnarkostnaður atvinnulífs og samfélags af áframhaldandi ófriði er óþekktur. Kostnaðurinn við tap- aða dómstólaleið verður aldrei minni en af þeim samningi sem búið er að ná, reyndar örugglega miklu meiri. Jafnvel þótt Ísland ynni málið eftir langdregin mála- ferli er óvíst um kostnað sem af því stafaði en alþjóðlegu matsfyrirtæk- in hafa metið það svo að hann yrði okkur þungbærari en fyrirliggjandi samningur. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), sem hefur það hlutverk að túlka og fylgja eftir lögum og reglum tengdum EES, hefur þegar gefið út það álit sitt að Ísland beri ábyrgð á skuldbindingum Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta þar sem eignir sjóðsins dugðu ekki til að standa undir lögbundinni lág- markstryggingu sparifjáreigenda í útibúum Landsbankans í Hollandi og Bretlandi. Ljúki Icesave-deil- unni ekki með samningum mun ESA fara með samningsbrotamál gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstól- inn. ESA hefur hingað til unnið 27 af 29 málum sem farið hafa þessa leið og þarf alveg sérstaka tegund af kokhreysti til þess að viður- kenna ekki að dómstólaleiðin felur í sér alvarlega áhættu fyrir Ísland. Það er beinlínis barnalegt að láta sér detta í hug að Íslandi stæði til boða að greiða samkvæmt núver- andi samningi ef EFTA-dómstóll- inn kæmist að þeirri niðurstöðu að Ísland hefði brotið gegn EES-samn- ingnum að því er varðar innstæðu- tryggingar. Sá dómur gæti fallið sumarið 2012 og þá yrðu Íslend- ingar að ákveða hvort þeir sinntu niðurstöðu dómstólsins. Gerðu þeir það ekki gæti ESA neyðst til þess að höfða annað mál til þess að fá stað- fest að Ísland hefði ekki virt hina fyrri niðurstöðu. Færi nú á sömu leið, það er að EFTA-dómstóllinn dæmdi með ESA, flyttist málið yfir á vettvang alþjóðastjórnmála. Afleiðingar gætu hugsanlega orðið þær að Íslandi yrði vísað af evr- ópska efnahagssvæðinu. Þá blasti við hætta á að lagður yrði tollur á íslenskar vörur í Evrópu sem hafa notið tollfrelsis frá 1971 og er þá hætt við að „mörgum kotbændun- um muni þykja verða þröngt fyrir dyrum“ eins og Einar Þveræingur hefði orðað það, þar á meðal öllum sem lífsbjörg hafa af fiskveiðum og vinnslu, þegar 30% tollur yrði lagð- ur á þær vörur í Evrópu. Væru íslensk rök og sjónarmið hin einu réttu eða viðurkenndu í þessari deilu þyrftum við ekki að hafa miklar áhyggjur. Því miður er svo ekki. Við höfum engan rétt til þess að leika okkur að efnahags- legri framtíð barna okkar með því að halda áfram að þykjast ósigrandi og geta boðið hvaða aðstæðum sem er birginn. Sá hugsunarháttur hefur þegar kallað yfir okkur eitt hrun og við megum ekki við öðru. Við undirrituð munum því segja já í væntanlegri atkvæðagreiðslu. Garðar Garðarsson, hrl. Gestur Jónsson, hrl. Guðrún Björg Birgisdóttir, hrl. Gunnar Jónsson, hrl. Jakob R. Möller, hrl. Lára V. Júlíusdóttir, hrl. Ragnar H. Hall, hrl. Sigurmar K. Albertsson, hrl. Ég er brekkubúi frá Akureyri, að norðan. Nú Reykvíking- ur í Grafarvogi. Samt aðallega Íslendingur, í hópi Norðurlanda- búa í Evrópu, á vestur- hveli jarðar sem snýst um sólu. Þetta er svo- lítið eins og rússnesk trédúkka (matryoshka) þar sem hver hjúpurinn tekur við af öðrum. Ég er samt alltaf ég. Í hverju lagi fyrir sig gegnir maður ákveðnu hlutverki og hvert lag gegnir sínu hlutverki. Nákvæmlega hið sama má segja ef horft er til þjóða heimsins og þar með Íslands. Sterk sjálfsmynd á öllum stigum gefur styrk til þess að allir í þessu flókna gangverki sinni sínu þar sem það á við en deili verkefnum og ákvörðunum með öðrum þar sem það á við ef árangur á að nást. Aðild Íslands að Evrópusam- bandinu er fullkomlega eðlilegt og rökrétt skref fyrir okkur Íslend- inga. Við verðum hvorki meiri né minni við aðildina en við styrkjum okkar eigin stöðu um leið og við styrkjum stöðu ESB og Evrópu. Þannig verðum við sameiginlega betur í stakk búin til að takast á við verkefni dagsins en ekki síður framtíðarinnar, bæði sem Íslend- ingar og Evrópubúar. Hvað er brýnna en að tryggja öryggi og frið í álfunni og styrkja mannréttindi? Það er grundvöllur farsældar og hagsældar. Þar hefur ótrúlegur árangur náðst í stuttri sögu Evrópusambandsins frá sex ríkja samstarfi til 27 ríkja sam- starfs. Greið viðskipti og stöðug- leiki er forsenda góðra lífskjara og öruggra aðdrátta og markaða fyrir útflutning. Það er besta trygging fyrir gagnkvæmu mat- vælaöryggi, lyfjaöryggi, orkuöryggi og svo mætti lengi telja. Aðild að Evrópusam- bandinu snýst ekki nema að litlu leyti um lausn á brýnum efnahagsvanda okkar. Aðild snýst fyrst og fremst um hvort við viljum skipa okkur í sveit með öðrum Evr- ópuþjóðum og leggja okkar af mörkum til að skapa okkur öllum hagsæld og farsæld. Aðild snýst um sjálfsmynd okkar og sjálfs- virðingu og hvort við viljum vera þátttakendur eða áhorfendur við að skapa þá heimsmynd sem er í sífelldri endurnýjun og mótun. Heimsmynd þar sem sameiginleg- um viðfangsefnum fjölgar sífellt. Ég er sannfærður um að sjálfs- mynd okkar Íslendinga er svo sterk að þegar við íhugum málin þá sjáum við fljótt að með aðild að ESB fáum við stórkostlegt tæki- færi til að taka þátt í að móta fram- tíð Evrópu og um leið heimsins alls. Þá fáum við gullið tækifæri til þess að sýna hvað í okkur býr. Væru íslensk rök og sjónarmið hin einu réttu eða viðurkenndu í þessari deilu þyrftum við ekki að hafa miklar áhyggjur. Aðild snýst um sjálfs- mynd okkar og sjálfsvirð- ingu. Sjávarútvegurinn á að lúta sömu leikreglum og aðrar atvinnugreinar. Dýrkeyptur glannaskapur Icesave Átta hæstaréttar- lögmenn skrifa um Icesave-lögin Heimsmynd sprett- ur af sjálfsmynd Ísland og ESB Jón Steindór Valdimarsson lögfræðingur og stuðningsmaður Já Ísland Kvótakerfið – markmið og afleiðing Sjávarútvegur Þröstur Ólafsson hagfræðingur *Verð á mann miðað við flug fram og til baka til Reykjavíkur, Egilsstaða, Akureyrar eða Ísafjarðar. SKEMMTUM OKKUR INNANLANDS FLUG OG GISTING Í EINA NÓTT FRÁ AÐEINS 21.030 KR.* FLUGFELAG.IS ÍS LE N SK A/ SI A. IS /F LU 5 38 64 0 3/ 11 Hringdu í 570 3030 og skelltu þér á skíði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.