Fréttablaðið - 17.03.2011, Blaðsíða 34
17. MARS 2011 FIMMTUDAGUR2 ● farsímar&internetþjónusta
Nova býður upp á mikið úrval
snjallsíma, en í þá er hægt að
sækja ótrúlegustu forrit sem
geta komið að góðum notum í
daglegu lífi auk þess sem þau
hafa mikið afþreyingargildi.
Snjallsímar búnir smáforritum
taka yfir æ stærri hluta farsíma-
markaðarins í dag og flestir sem
eru að hugsa um að endurnýja far-
símann sinn renna hýru auga til
þeirra.
„Það hefur orðið mikil breyt-
ing á farsímamarkaðnum að und-
anförnu og leggur fólk mikla
áherslu á að geta nálgast smá-
forrit í gegnum símann. Marga
skiptir orðið minna máli af hvaða
tegund farsíminn er, svo lengi
sem um snjallsíma er að ræða. Í
sumum tilfellum er það að geta
hringt nánast aukaatriði því far-
síminn er svo miklu meira,“ segir
Harald Pétursson, sem stýrir
vöruþróun og nýsköpun hjá Nova.
Í gegnum farsímann er hægt að
fara á netið, í tölvuleiki og nálg-
ast alls kyns hagnýt forrit eins
og leggja, já í símann og tonlist.
is sem nýtast vel í daglegu lífi.
Snjallsímar eru farsímar sem
bjóða upp á það að hlaða niður for-
ritum frá þriðja aðila og setja upp
í farsímanum. Í kringum þessi
forrit hafa framleiðendur svo
opnað sérstakar netverslanir. Hjá
Apple er það App-Store, hjá Nokia
Ovi Store og hjá Google Andriod
Market. „Í þessum netverslunum
er til dæmis hægt að sækja Skype
fyrir farsímann, alls kyns tölvu-
leiki og smáforrit,“ segir Harald
og nefnir dæmi um nokkur sem
eru sérstaklega vinsæl:
„Shazam er eitt vinsælasta tón-
listarforritið í heiminum í dag en
það getur fundið út hvað lag sem
fólk er að hlusta á heitir og hver
flytjandinn er. Með insta gram
ljósmyndaforritunu hjá App-
Store er hægt að breyta og vinna
með myndir og deila þeim svo
með vinum á Facebook, Twitt er,
og Flickr. Sams konar forrit hjá
Ovi Store heitir Panorama og
hjá Android Market Retro Cam-
era. RunKeeper er svo frábært
íþróttaforrit sem heldur utan um
hlaupaþjálfunina og árangurinn.
Í flestum nýrri farsímum er inn-
byggður staðsetningarbúnaður
og því getur farsíminn staðsett
fólk og þá leið sem það fer. For-
ritið birtir upplýsingar um leið-
ina á götukorti, lengd í kílómetr-
um, hraða og brennslu,“ segir
Harald. Hann nefnir einnig snið-
ug uppskrifta- og innkaupafor-
rit sem er gott að hafa við hönd-
ina í matvörubúðinni eins og til
dæmis Grocery gadget. Nýjasta
æðið segir hann þó vera Four-
sqare. „Það gengur skrefinu
lengra en Facebook en með því er
hægt að deila staðsetningu sinni
með vinum sínum. Fólk getur
stimplað sig inn á staði sem það
kemur á og séð hvaða vinir eru
í nágrenninu. Ýmis fyrirtæki
veita afslátt af vörum og þjón-
ustu fyrir að stimpla sig inn hjá
þeim og þá getur sá sem stimpl-
ar sig oftast inn á ákveðnum stað
orðið eins konar stjóri. Eins er
hægt að fylgjast með því hvar
vinirnir eru og hvert þeir fara
sem getur til dæmis komið sér
vel úti á lífinu en þannig er hægt
að hafa upp á þeim þó þeir flakki
á milli skemmtistaða.“ Harald
segir Face book þó enn sem komið
er lang vinsælasta forritið í far-
símann.
En bjóðið þið upp á kennslu á
þessa farsíma? „Já við bjóðumst
til að setjast niður með fólki sem
kaupir sér snjallsíma, fara yfir
möguleikana og aðstoða það við
að sækja forritin.“
Útgefandi: 365 miðlar ehf.,
Skaftahlíð 24, s. 512 5000
Umsjónarmenn auglýsinga:
Bendikt Freyr Jónsson benediktj@365.is s.
512 5411
og
Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is
s. 512 5439.
Harald og aðrir starfsmenn Nova aðstoða viðskiptavini sem þess óska við að sækja alls kyns hagnýt og skemmtileg forrit í snjall-
símann. FRÉTTABLAÐI/VILHELM
Láttu Nova græja upp farsímann
● FYLGST MEÐ FÉLÖGUNUM Foursquare
er eitt vinsælasta staðsetningarforrtið í farsím-
ann í dag. Það gengur skrefinu lengra en Face-
book enda hægt að deila staðsetningu sinni
með vinum. Forritið virkar þannig að fólk tékk-
ar sig inn á staði sem það kemur á og getur
fylgst með hvaða vinir eru í nágrenninu eða
hvar þeir eru staðsetttr. Þá veita kaffihús og
önnur fyrirtæki þeim sem tékka sig oft inn á
þeirra stað gjarnan afslátt af vörum og þjón-
ustu. Það geta allir fengið Foursquare í farsím-
ann sinn í gegnum App Store, Android Market
og Ovi Store.
L HAFT UPP Á LAGINU
Með Shazam í farsímanum
er hægt að finna hvað lagið
sem hlustað er á heitir og
hver flytjandinn er sem getur
komið sér vel við hin ýmsu
tækifæri. Shazam er eitt vin-
sælasta tónlistarforritið fyrir
farsíma í heiminum í dag.
Það geta allir fengið Shazam
í farsímann sinn í gegnum
App Store, Android Market
og Ovi Store.
● LJÓSMYNDUM
BREYTT OG DEILT MEÐ
VINUM Með Instagram-ljós-
myndaforritinu sem er hægt að fá
í Iphone er hægt að taka myndir,
breyta þeim og vinna á ýmsan
hátt og deila þeim svo með
vinum sínum á Facebook, Twit-
ter eða Flickr. iPhone-notendur
sækja forritið í App Store en sams
konar forrit hjá Android Market
á vegum Google heitir Retro
Camera. Hjá Ovi Store á vegum
Nokia heitir það Panorama.
● MEÐ SÍMANN ÚT AÐ
HLAUPA RunKeeper er
íþróttaforrit sem held-
ur utan um hlaupaþjálfun
og árangur. Í flestum nýrri
farsímum er innbyggð-
ur staðsetningarbúnaður
(GPS) og því getur farsím-
inn staðsett notandann og
þá leið sem hann fer. Run-
Keeper birtir upplýsing-
ar um leiðina á götukorti,
lengd í kílómetrum, hraða
og brennslu. RunKeeper
fæst í App Store og Andro-
id Market en í Ovi Store er
hægt að sækja sambæri-
legt forrit.
● FACEBOOK VINSÆL
UST Þó ýmis smáforrit sæki í
sig veðrið þá er Facebook enn
sem komið er lang vinsælast í
farsímann. Með því að vera með
Facebook í farsímanum er fólk
sítengt vinum sínum og því sem
þeir eru að gera. Þá er hægt að
setja inn „status“ og mynd beint
úr farsímanum hvar og hvenær
sem er.