Fréttablaðið - 17.03.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 17.03.2011, Blaðsíða 34
17. MARS 2011 FIMMTUDAGUR2 ● farsímar&internetþjónusta Nova býður upp á mikið úrval snjallsíma, en í þá er hægt að sækja ótrúlegustu forrit sem geta komið að góðum notum í daglegu lífi auk þess sem þau hafa mikið afþreyingargildi. Snjallsímar búnir smáforritum taka yfir æ stærri hluta farsíma- markaðarins í dag og flestir sem eru að hugsa um að endurnýja far- símann sinn renna hýru auga til þeirra. „Það hefur orðið mikil breyt- ing á farsímamarkaðnum að und- anförnu og leggur fólk mikla áherslu á að geta nálgast smá- forrit í gegnum símann. Marga skiptir orðið minna máli af hvaða tegund farsíminn er, svo lengi sem um snjallsíma er að ræða. Í sumum tilfellum er það að geta hringt nánast aukaatriði því far- síminn er svo miklu meira,“ segir Harald Pétursson, sem stýrir vöruþróun og nýsköpun hjá Nova. Í gegnum farsímann er hægt að fara á netið, í tölvuleiki og nálg- ast alls kyns hagnýt forrit eins og leggja, já í símann og tonlist. is sem nýtast vel í daglegu lífi. Snjallsímar eru farsímar sem bjóða upp á það að hlaða niður for- ritum frá þriðja aðila og setja upp í farsímanum. Í kringum þessi forrit hafa framleiðendur svo opnað sérstakar netverslanir. Hjá Apple er það App-Store, hjá Nokia Ovi Store og hjá Google Andriod Market. „Í þessum netverslunum er til dæmis hægt að sækja Skype fyrir farsímann, alls kyns tölvu- leiki og smáforrit,“ segir Harald og nefnir dæmi um nokkur sem eru sérstaklega vinsæl: „Shazam er eitt vinsælasta tón- listarforritið í heiminum í dag en það getur fundið út hvað lag sem fólk er að hlusta á heitir og hver flytjandinn er. Með insta gram ljósmyndaforritunu hjá App- Store er hægt að breyta og vinna með myndir og deila þeim svo með vinum á Facebook, Twitt er, og Flickr. Sams konar forrit hjá Ovi Store heitir Panorama og hjá Android Market Retro Cam- era. RunKeeper er svo frábært íþróttaforrit sem heldur utan um hlaupaþjálfunina og árangurinn. Í flestum nýrri farsímum er inn- byggður staðsetningarbúnaður og því getur farsíminn staðsett fólk og þá leið sem það fer. For- ritið birtir upplýsingar um leið- ina á götukorti, lengd í kílómetr- um, hraða og brennslu,“ segir Harald. Hann nefnir einnig snið- ug uppskrifta- og innkaupafor- rit sem er gott að hafa við hönd- ina í matvörubúðinni eins og til dæmis Grocery gadget. Nýjasta æðið segir hann þó vera Four- sqare. „Það gengur skrefinu lengra en Facebook en með því er hægt að deila staðsetningu sinni með vinum sínum. Fólk getur stimplað sig inn á staði sem það kemur á og séð hvaða vinir eru í nágrenninu. Ýmis fyrirtæki veita afslátt af vörum og þjón- ustu fyrir að stimpla sig inn hjá þeim og þá getur sá sem stimpl- ar sig oftast inn á ákveðnum stað orðið eins konar stjóri. Eins er hægt að fylgjast með því hvar vinirnir eru og hvert þeir fara sem getur til dæmis komið sér vel úti á lífinu en þannig er hægt að hafa upp á þeim þó þeir flakki á milli skemmtistaða.“ Harald segir Face book þó enn sem komið er lang vinsælasta forritið í far- símann. En bjóðið þið upp á kennslu á þessa farsíma? „Já við bjóðumst til að setjast niður með fólki sem kaupir sér snjallsíma, fara yfir möguleikana og aðstoða það við að sækja forritin.“ Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Bendikt Freyr Jónsson benediktj@365.is s. 512 5411 og Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is s. 512 5439. Harald og aðrir starfsmenn Nova aðstoða viðskiptavini sem þess óska við að sækja alls kyns hagnýt og skemmtileg forrit í snjall- símann. FRÉTTABLAÐI/VILHELM Láttu Nova græja upp farsímann ● FYLGST MEÐ FÉLÖGUNUM Foursquare er eitt vinsælasta staðsetningarforrtið í farsím- ann í dag. Það gengur skrefinu lengra en Face- book enda hægt að deila staðsetningu sinni með vinum. Forritið virkar þannig að fólk tékk- ar sig inn á staði sem það kemur á og getur fylgst með hvaða vinir eru í nágrenninu eða hvar þeir eru staðsetttr. Þá veita kaffihús og önnur fyrirtæki þeim sem tékka sig oft inn á þeirra stað gjarnan afslátt af vörum og þjón- ustu. Það geta allir fengið Foursquare í farsím- ann sinn í gegnum App Store, Android Market og Ovi Store. L HAFT UPP Á LAGINU Með Shazam í farsímanum er hægt að finna hvað lagið sem hlustað er á heitir og hver flytjandinn er sem getur komið sér vel við hin ýmsu tækifæri. Shazam er eitt vin- sælasta tónlistarforritið fyrir farsíma í heiminum í dag. Það geta allir fengið Shazam í farsímann sinn í gegnum App Store, Android Market og Ovi Store. ● LJÓSMYNDUM BREYTT OG DEILT MEÐ VINUM Með Instagram-ljós- myndaforritinu sem er hægt að fá í Iphone er hægt að taka myndir, breyta þeim og vinna á ýmsan hátt og deila þeim svo með vinum sínum á Facebook, Twit- ter eða Flickr. iPhone-notendur sækja forritið í App Store en sams konar forrit hjá Android Market á vegum Google heitir Retro Camera. Hjá Ovi Store á vegum Nokia heitir það Panorama. ● MEÐ SÍMANN ÚT AÐ HLAUPA RunKeeper er íþróttaforrit sem held- ur utan um hlaupaþjálfun og árangur. Í flestum nýrri farsímum er innbyggð- ur staðsetningarbúnaður (GPS) og því getur farsím- inn staðsett notandann og þá leið sem hann fer. Run- Keeper birtir upplýsing- ar um leiðina á götukorti, lengd í kílómetrum, hraða og brennslu. RunKeeper fæst í App Store og Andro- id Market en í Ovi Store er hægt að sækja sambæri- legt forrit. ● FACEBOOK VINSÆL UST Þó ýmis smáforrit sæki í sig veðrið þá er Facebook enn sem komið er lang vinsælast í farsímann. Með því að vera með Facebook í farsímanum er fólk sítengt vinum sínum og því sem þeir eru að gera. Þá er hægt að setja inn „status“ og mynd beint úr farsímanum hvar og hvenær sem er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.