Fréttablaðið - 17.03.2011, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 17.03.2011, Blaðsíða 32
17. mars 2011 FIMMTUDAGUR4 Þrátt fyrir áhugaverðar tískusýningar á tísku-viku í París fór mikið fyrir rótgrónum hönn- uðum (eða þeim sem ég kalla endurvinnsluhönnuði) að þessu sinni, það er þeim sem vinna upp úr gömlum teikningum hönnuða. Þannig er það hjá Ninu Ricci, Balenciaga eða Pierre Balmain. Þetta þýðir ekki að þeir séu hæfileikalausir en þó eru þeir mjög misjafnlega lagnir við að setja mark sitt á hönnunina. Nicolas Gesquière er dæmi um hönnuð sem tekst að virða arfleifð fyrirrennara síns en um leið að skapa eitt- hvað nýtt. Netefni líkt og í neta- bol er stækkað þúsund sinnum og verður risanet úr gervileðri á kjól. Hnappar á jökkum eru á stærð við höld- ur á kommóðu- skúffu og fleira mætti nefna. Agað form í anda arkitektúrs líkt og í eina tíð hjá stofnand- anum, Christobal Balenciaga. En það var Dior sem hélt athygli flestra á tískuvik- unni. Ekki fyrir áhugaverða kven- tísku heldur vegna hneykslanlegra ummæla listræns stjórnanda tísku- hússins, Johns Gall- iano. Sjálfsagt áttu fáir von á því að sýningin á föstu- dag yrði sú síðasta sem Galliano yrði skrifaður fyrir og að hann yrði ekki einu sinni við- staddur, (sagan segir að hann sé í meðferð á frægri stofnun í Arizona þar sem að Kate Moss var í meðferð). Andgyðings- og kynþáttahatursleg ummæli Gallianos, ekki síst í myndbandi sem hefur farið eins og eldur í sinu um internetið, urðu til þess að hraða brottrekstri hans frá Dior, þrátt fyrir að ekkert sé sannað í kæru parsins sem átti í deilum við hann á hinum vinsæla bar La Perle. Fram á síðustu stundu var ekki vitað hvort sýningin yrði haldin en á endanum varð það úr og hófst hún með lestri yfirlýsingar for- stjóra Dior sem fordæmdi orð Gallianos. Tískusýningin, sem enginn hafði meira en svo áhuga á, var auðvitað í anda Diors með gegn- sæjum mússulínskjólum í fölum litum í bland við sterkgrænan lit. Það vakti hins vegar athygli að fyrirsæturnar voru málaðar í léttum litum en ekki stríðsmál- aðar í þungum litum að hætti Gallianos. Tónlistin var sömu- leiðis mun rólegri og ekki nærri eins hávær og venja hefur verið. Það er því óhætt að segja að John Galliano hafi sett allt á annan end- ann á tískuvikunni með orðum sínum. Galliano er sagður hafa verið í miklu þunglyndi um nokkurt skeið og sást ekki á vinnustofunni síðustu vikur. En hann er ekki sá eini. Christophe Decarnin var ekki viðstadd- ur sýningu Bailmains og er sagður hafa verið á stofnun fyrir andlega veila síðasta mánuð. Tískan er því mörgum þung í skauti. bergb75@fre.fr Tískuhönnuðir í hælisvist ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Leikkonan Emma Wat- son sem Íslendingar þekkja hvað best fyrir leik hennar í myndun- um um Harry Potter hefur verið valin sem nýtt andlit Lancôme- snyrtivar- anna. Heimild: www. vogue.co.uk Allt að 70% afsláttur BURT MEÐ KULDA - BOLA HLÝJAR ÚLPUR - KÁPUR - PEYSUR ull - vatt - dúnn 10% 25% ÁRSHÁTÍÐARKJÓLAR 20% AFSLÁTTUR Við erum á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.