Fréttablaðið - 17.03.2011, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 17.03.2011, Blaðsíða 60
17. mars 2011 FIMMTUDAGUR44 Útgáfufyrirtækið Amazon Crossing telur að viðskipta- vinir sínir eigi eftir að njóta þess að lesa íslenskar bókmenntir. Tíu íslenskar bækur koma út á vegum þess á næsta ári. Bandaríska útgáfufyrirtækið Amazon Crossing, undirfyrirtæki netrisans Amazon.com, er sérlega ánægt með samstarfið við Sögu- eyjuna, sem er annað heiti á heið- ursaðild Íslands að bókasýning- unni í Frankfurt í haust. Hið nýstofnaða Amazon Cross- ing sérhæfir sig í útgáfu erlendra bóka bæði í prentuðu og í Kindle- rafbókarformi. Það hefur ákveð- ið að gefa út tíu bækur eftir jafnmarga íslenska höfunda í Bandaríkjunum á næsta ári, eins og fram kom í Fréttablaðinu fyrir skömmu. „Amazon Crossing leitar úti um allan heim að framúrskar- andi bókum sem höfða til stærri lesendahóps,“ segir Jon Fine hjá fyrirtækinu, spurður um ástæð- una fyrir samstarfinu við Sögu- eyjuna. „Ísland hefur ríka bók- menntahefð og Amazon Crossing vill finna frábærar sögur og radd- ir og færa þær nýjum lesenda- hópi. Þegar við sáum hvað Ísland ætlaði að gera í kringum heið- ursaðild þess að bókasýningunni í Frankfurt töldum við að með því að styðja við bakið á landinu gætum við í leiðinni lagt áherslu á aukinn sýnileika okkar í Frank- furt.“ Markaðurinn í Bandaríkjun- um hefur að mestu verið lokað- ur íslenskum bókmenntum. Fine telur að breyting gæti orðið á því með þessum nýju útgáfum. „Við teljum að það sé markaður fyrir góðar sögur og sögumenn í Bandaríkjunum sem og annars staðar og frá Íslandi hafa komið mörg frábær verk. Viðskiptavin- ir okkar lesa bækur frá öllum heimshornum og við teljum að þeir eigi eftir að njóta þess að lesa íslenskar bókmenntir,“ segir Fine. „Við vitum að viðskiptavinir okkar hafa tekið íslenskum bókum vel í Þýskalandi og í öðrum Evr- ópulöndum og við eigum þegar nokkrar sígildar íslenskar bækur í enskri þýðingu. Við erum mjög spennt fyrir því að nota þetta tækifæri til að læra meira um íslenska sagnahefð.“ Spurður hvernig bækurnar tíu verða valdar segir Fine að fyr- irtækið sé í viðræðum við fólk og stofnanir sem þekki íslenskt bókmenntalandslag, þar á meðal Halldór Guðmundsson, verkefn- isstjóra Sögueyjunnar, sem hafi þegar komið með virkilega góðar uppástungur. „Við munum bera saman meðmæli hans og annarra við upplýsingarnar sem við höfum um áhuga hins almenna lesanda og taka ákvörðun út frá því.“ Fine útilokar ekki að Amazon Crossing muni gefa út bækur eftir aðra norræna höfunda í framhaldinu. „Við vilj- um ekki velta of mikið vöngum yfir framtíð- aráformum okkar en við erum engu að síður mjög spennt fyrir bók- menntahefð þessa svæðis. Við erum alltaf að leita að góðum bókum og röddum til að færa nýjum lesendum.“ freyr@frettabladid.is Viðskiptavinir okkar lesa bækur frá öllum heimshornum og við teljum að þeir eigi eftir að njóta þess að lesa íslenskar bók- menntir. JON FINE YFIRMAÐUR ÚTGÁFUMÁLA HJÁ AMAZON CROSSING Tónlistarmennirnir Jóel Pálsson og Skúli Sverrisson eru meðal þeirra tólf sem eru tilnefndir til Tónlistarverðlauna Norðurlanda- ráðs 2011. Tilkynnt verður um sigurvegarann 1. júní. Íslenskir tónlistarmenn og tónskáld hafa fjórum sinnum hlotið verðlaunin. Atli Heimir Sveinsson árið 1976, Hafliði Hallgrímsson 1986, Björk Guðmundsdóttir árið 1997 og Haukur Tómasson 2004. Tónskáldið Þuríður Jónsdóttir var tilnefnd til verðlaunanna í fyrra og í hittiðfyrra voru sönghópurinn Voces Thules tilnefndur og píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson. Í verðlaun eru sjö og hálf milljón króna. Jóel og Skúli tilnefndir TILNEFNDIR Saxófónleikarinn Jóel Pálsson og Skúli Sverrisson eru tilnefndir til Tónlistarverð- launa Norðurlandaráðs. „Við eigum heila seríu eftir af Two and a Half Men,“ segir Pálmi Guð- mundsson, yfirmaður dagskrár- sviðs 365. Leikarinn Charlie Sheen var á dögunum rekinn sem aðalleikari þáttanna Two and a Half Men. Hlé var gert á framleiðslu þáttanna í kjölfarið og fram undan er hörð barátta Sheen og Chuck Lorre, framleiðanda þáttanna, í réttar- sölum. Stöð 2 sýnir nú sjöundu þáttaröð Two and a Half Men, en áttunda þáttaröð er nú í uppnámi. Vandræði Charlie Sheen hafa því ekki áhrif hér á landi fyrr en á næsta ári, að sögn Pálma. „Við byrjum strax næsta vetur með aðra seríu og þá síðustu, að óbreyttu,“ segir hann og bætir við að framtíð þáttanna sé þó ekki ráðin. „Menn hafa áður deilt en komist svo að þeirri niður- stöðu að halda áfram að vinna saman.“ Two and a Half Men er á meðal vinsælustu sjónvarpsþátta Stöðv- ar 2. Vandræði Charlie Sheen hafa vakið gríð- arlega athygli. Hegð- un hans hefur verið stórfurðuleg og nú er hann á leiðinni í ferðalag um Banda- ríkin með einhvers konar sýningu. Leikararnir tveir, Rob Lowe og John Stamos, hafa verið orðaðir við hlut- verk í Two and a Half Men sem staðgenglar Charlie Sheen en Pálmi segir ekki hægt að útiloka að Sheen snúi aftur. „Það getur verið að menn nái saman þótt síðar verði og þó að ástandið á manninum sé vissulega slæmt,“ segir hann. - afb Engin Sheen-áhrif fyrr en 2012 STURLAÐUR? Charlie Sheen hefur látið undarlega síðustu vikur en hegðun hans mun ekki hafa áhrif á íslenska sjón- varpsáhorf- endur fyrr en á næsta ári. Frábært tækifæri til að kynnast íslenskri sagnahefð AMAZON Höfuðstöðvar Amazon í Washington. Fyrirtækið gefur út tíu íslenskar bækur á næsta ári. NORDICPHOTOS/GETTY VEITIR RÁÐ- GJÖF Halldór Guðmundsson veitir Amazon Crossing ráð- gjöf við val á bókunum tíu. e s t a b l i s h e d 1 9 3 4 Útsölulok Andersen & Lauth Dömuverslun Laugavegi 7 Útsölu lýkur laugardaginn 19. mars Opnum aftur þriðjudaginn 22. mars með fulla búð af dásamlegum nýjum vörum 60%-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.