Fréttablaðið - 17.03.2011, Blaðsíða 26
26 17. mars 2011 FIMMTUDAGUR
Jakob R. Möller hæstaréttarlög-maður skrifaði grein í Frétta-
blaðið 11. mars sl. um Icesave
undir yfirskriftinni „Skynsamir
menn semja“. Ég tel mér skylt að
drepa niður penna til að svara.
Í greininni segir Jakob að Íslend-
ingum sé „mjög margt betur gefið
en að taka vitrænar ákvarðan-
ir eftir skynsamlegar umræður“
og segir svo að rökræður „hverfi
ótrúlega oft í misskilning og titt-
lingaskít“. Af þessu mætti draga
þá ályktun að greininni væri ætlað
að styðja heilbrigðar rökræður og
vitræna ákvarðanatöku í Icesave-
málum.
Hafi það verið markmiðið verður
því miður að segjast að það næst
tæpast. Greinin fjallar nefnilega
í raun ekkert um Icesave-samn-
inginn. Í henni koma fram inni-
haldslausir frasar á borð við þá,
að „betri sé mögur sátt en feitur
dómur“ og „með samningi veit
hvor aðili um sig hvað hann hrepp-
ir og hverju hann sleppir“.
Ég, ásamt fleirum, hef gagnrýnt
Icesave-samningana með eftirfar-
andi rökum:
(i) Niðurstaða samninganna
felur í sér meiriháttar áhættu af
þróun gjaldmiðla. Hér má taka
frasa frá Jakobi að láni með smá
breytingu: Íslenska ríkið veit ekki
hvað það hreppir eða hverju það
sleppir með þessum samningi.
(ii) Niðurstaða samninganna
gæti að líkum reynst okkur mun
verri heldur en versta mögulega
niðurstaða dómsmáls. Hér má
aftur taka frasa frá Jakobi að láni
með smá breytingu: Íslenska ríkið
undirgengst hér magrari sátt en
væri magrasta mögulega niður-
staða dómsmáls.
Þessi rök hef ég ekki sett fram
vegna þess að ég telji mig einhvern
sérstakan „málafylgjumann“ eða
vegna þess að ég hafi „yndi af því
að argast í dómsmálum“. Þetta tel
ég mig ekki gera af „smáborg-
araskap“, „fávisku“ eða í „stór-
mennskukasti“. Þetta eru samt þær
einkunnir sem Jakob gefur þeim
sem vilja hafna Icesave-samningn-
um. Upphrópanir Jakobs dæma sig
sjálfar og mætti hugsanlega fella
undir „misskilning eða tittlinga-
skít“ svo notuð séu hans orð. Hug-
leiðingar hans um íslenska rök-
ræðulist eiga þannig hugsanlega
eftir allt við rök að styðjast.
Rétt er að geta þess, að Jakob
telur miklar líkur á því að ESA
muni vinna sigur í samningsbrota-
máli fyrir EFTA-dómstólnum.
Hann byggir það á því, að skoð-
un ESA hafi meiri vigt en skoð-
un virtra íslenskra lögfræðinga.
Þessu er ég ósammála, einkum
vegna þess að álit ESA virðist afar
illa ígrundað og felur einungis í sér
álit stofnunarinnar sem hún verð-
ur að geta rökstutt fyrir dómi. Það
er síðan vert fyrir Jakob að hafa í
huga, að því fer fjarri að það séu
einungis virtir íslenskir lögfræð-
ingar sem deila þessari skoðun
með mér því fjöldi virtra erlendra
fræðimanna hefur tekið undir
þetta.
Þá gefur Jakob sér þá forsendu
að með áfalli dóms í samnings-
broti stæðu Íslendingar uppi „sem
óreiðumenn“. Þetta tel ég fjarri
öllu sanni. Með reglulegu millibili
dæma EFTA-dómstóllinn og Evr-
ópudómstóllinn um margvísleg
samningsbrot aðildarlanda EES-
svæðisins. Enginn fer af hjörunum
við slíka dóma. Viðkomandi ríki
skilgreina yfirleitt sínar skyldur
og ef einhver telur sig hafa orðið
fyrir tjóni þannig að hann eigi
rétt á bótum þá höfðar hann mál
fyrir dómi. Þetta er alvanalegt og
ástæðulaust að hræðast að þetta
geti reynst jafn afdrifaríkt í þessu
tilviki og Jakob heldur fram.
Jakob telur fórnarkostnaðinn af
því að fara dómstólaleiðina mikinn.
Hann gerir þó enga grein fyrir því
í hverju hann er fólginn, hvernig
hann eigi að reiknast og með hvaða
rökum. Í þeim efnum má hann ekki
gleyma því að kostnaðurinn af
samningunum sem nú liggja fyrir
getur einnig reynst gríðarlegur.
Það er ljóst að einkenni góðra
sátta í dómsmálum er það, að
áhætta aðila er tekin af borðinu og
báðir gefa eftir af kröfum sínum.
Hér hafa Bretar og Hollendingar
náð fram sínum kröfum að fullu
og áhætta Íslendinga er enn á
borðinu. Þetta er því slæm sátt og
óásættanleg.
Innan fárra vikna ganga íslenskir kjósendur til þjóð-
aratkvæðagreiðslu um „Ice-
save-lögin“. Icesave-málið hefur
margar hliðar, sem útilokað er
að tæma í einni stuttri blaða-
grein. Hér verður umfjöllunar-
efnið því takmarkað við hverjar
séu líklegar lagalegar afleiðing-
ar þess að íslenska þjóðin synji
„Icesave-lögunum“ staðfesting-
ar í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9.
apríl nk.
Ágætt er að byrja á því að
rifja upp að Icesave-málið er nú
þegar í ferli hjá Eftirlitsstofn-
un EFTA (ESA). Hinn 26. maí
2010 sendi ESA íslenska ríkinu
áminningarbréf þar sem stofn-
unin lýsti því yfir að íslenska
ríkið hefði gerst brotlegt við
tilskipun 94/19 um innistæðu-
tryggingar og 4. gr. EES-samn-
ingsins, þar sem lagt er bann
við allri mismunun á grund-
velli þjóðernis. Hefur ESA lýst
því yfir að ef samningar tak-
ist á milli Íslands annars vegar
og Bretlands og Hollands hins
vegar í Icesave-deilunni muni
stofnunin ekki grípa til frek-
ari aðgerða. Ef „Icesave-lögin“
verða hins vegar felld í þjóðar-
atkvæðagreiðslunni má telja
fullvíst að ESA haldi áfram
með málið. Næsta skref í ferl-
inu verður þá að íslenska ríkið
skili athugasemdum sínum til
ESA og í framhaldinu má búast
við að ESA gefi út rökstutt álit.
Slíkt álit er undanfari þess að
stofnunin höfði samningsbrota-
mál gegn íslenska ríkinu fyrir
EFTA-dómstólnum.
Næst er að velta fyrir sér hver
væri líkleg niðurstaða EFTA-
dómstólsins í slíku máli. Því
miður hallast ég að því að veru-
legar líkur séu á því að íslenska
ríkið myndi þar bíða lægri hlut.
Í áminningarbréfi ESA er m.a.
byggt á því að íslenska ríkið hafi
brotið gegn grundvallarreglu
EES-samningsins um bann við
mismunun á grundvelli þjóðern-
is. Við fall bankanna í október
2008 voru innistæður í innlend-
um útibúum tryggðar að fullu
á meðan innistæður í erlend-
um útibúum nutu engrar trygg-
ingar. Í þessu felst óbein mis-
munun á grundvelli þjóðernis
og því að öllum líkindum um að
ræða skýrt brot gegn 4. gr. EES-
samningsins.
Í öðru lagi byggir ESA á því í
áminningarbréfinu að íslenska
ríkið hafi gerst brotlegt við til-
skipun 94/19 um innistæðu-
tryggingar þar sem íslenska
ríkið hafi ekki séð til þess að
hér á landi væri komið á fót inni-
stæðutryggingakerfi sem virk-
aði, þ.e. sem hefði í raun og veru
burði til þess að tryggja inni-
stæðueigendum þá lágmarks-
upphæð, 20.000 evrur, sem kveð-
ið er á um í tilskipuninni. Hafi
íslenska ríkið því ekki uppfyllt
það markmið tilskipunarinnar
að tryggja innistæðueigendum
raunverulega vernd. Af dóma-
framkvæmd EFTA- og Evrópu-
dómstólsins er ljóst að það er
ríkjandi lögskýringarsjónar-
mið hjá dómstólunum að túlka
löggjöf í samræmi við mark-
mið hennar. Þá er mikil áhersla
lögð á að réttindi einstaklinga
á grundvelli EES-samningsins
og Evrópusambandsréttar njóti
virkrar verndar. Í þessu ljósi
hallast ég að því að líkur séu á
því að niðurstaða EFTA-dóm-
stólsins yrði sú að íslenska ríkið
hefði einnig gerst brotlegt við
tilskipun 94/19 um innistæðu-
tryggingar.
Dómur EFTA-dómstólsins
þess efnis að íslenska ríkið hafi
brotið gegn samningsskuldbind-
ingum sínum á grundvelli EES-
samningsins myndi setja aukinn
pólitískan þrýsting á Íslendinga
að greiða skuldina. Ef íslenska
ríkið yrði ekki við því kynnu
samningsaðilar EES-samnings-
ins að grípa til refsiaðgerða
gegn okkur á grundvelli samn-
ingsins.
Í samningsbrotamáli fyrir
EFTA-dómstólnum yrði þó ekki
leyst úr því með beinum hætti
hvort íslenska ríkið bæri skaða-
bótaábyrgð vegna samnings-
brota sinna. Bretar og Hollend-
ingar gætu hins vegar höfðað
mál fyrir íslenskum dómstólum
og krafist skaðabóta. Íslensk-
ir dómstólar myndu í slíku
dómsmáli leita ráðgefandi álits
EFTA-dómstólsins. Kæmi það
því í hlut þess dómstóls að veita
ráðgefandi álit á því hvort skil-
yrði bótaskyldu vegna brota á
EES-rétti væri uppfyllt. Skil-
yrði bótaábyrgðar vegna brota
á EES-rétti eru þau að reglan
sem brotin var skapi rétt handa
einstaklingum, að orsakatengsl
séu á milli brotsins og tjóns-
ins og að brotið sé nægjanlega
alvarlegt. Enginn vafi leikur á
því að tvö fyrrnefndu skilyrðin
eru uppfyllt og myndi því fyrst
og fremst reyna á það í dóms-
máli af þessu tagi hvort samn-
ingsbrot íslenska ríkisins væru
nægjanlega alvarleg til að varða
bótaábyrgð. Í ljósi dóms Evrópu-
dómstólsins í máli C 392/93 Brit-
ish Telecommunications tel ég
vafa leika á því að brot íslenska
ríkisins gegn tilskipun um inni-
stæðutryggingar myndi uppfylla
það skilyrði. Hins vegar má telja
verulegar líkur á því að brot
íslenska ríkisins gegn banni við
mismunun á grundvelli þjóð-
ernis, sem er algjör grundvall-
arregla EES-réttarins, yrði talið
nægjanlega alvarlegt. Íslenska
ríkið yrði því a.m.k. talið bóta-
skylt á þeim grundvelli, (sjá til
hliðsjónar dóm Evrópudómstóls-
ins í máli C 5/94 Hedley Lomas).
Telja verður útilokað annað en
að dómur íslenskra dómstóla í
málinu yrði í samræmi við nið-
urstöðu ráðgefandi álits EFTA-
dómstólsins.
Þá er það áhyggjuefni að Bret-
ar og Hollendingar gætu fyrir
íslenskum dómstólum byggt á
því að vegna brota á 4. gr. EES-
samningsins bæri íslenska ríkið
bótaábyrgð á heildarinnistæðum
innistæðueiganda í Bretlandi
og Hollandi en ekki einungis
þeirri fjárhæð sem samsvarar
innistæðutryggingu að 20.000
evrum. Skuld Íslendinga við
Breta og Hollendinga yrði þá
um tvöfalt hærri en hún er sam-
kvæmt því samkomulagi sem nú
hefur náðst. Þá myndi skuldin
væntanlega öll falla í gjalddaga
við uppkvaðningu dóms Hæsta-
réttar.
Á grundvelli alls framansagðs
fylgir dómstólaleiðinni veru-
leg áhætta fyrir Íslendinga. Er
annarra að leggja mat á hvort sú
áhætta sé ásættanleg með hlið-
sjón af þeim samningi sem nú
liggur fyrir.
Icesav – lagalegar afleiðingar synjunar
Icesave
Margrét
Einarsdóttir
forstöðumaður
Evrópuréttarstofnunar
HR og LL.M í
Evrópurétti
Dómur EFTA-dómstólsins þess efnis að
íslenska ríkið hafi brotið gegn samn-
ingsskuldbindingum sínum á grundvelli
EES-samningsins myndi setja aukinn pólitískan
þrýsting á Íslendinga að greiða skuldina. Ef íslenska
ríkið yrði ekki við því kynnu samningsaðilar EES-
samningsins að grípa til refsiaðgerða gegn okkur á
grundvelli samningsins.
Það er ljóst að einkenni góðra sátta í dóms-
málum er það, að áhætta aðila er tekin af
borðinu og báðir gefa eftir af kröfum sínum
Uppgjöf er ekki sátt
Icesave
Reimar Pétursson
hæstaréttarlögmaður
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
Stærsti frétta- og afþreyingarvefur landsins.
MÁ BJÓÐA YKKUR MEIRI VÍSI?
*Verð á mann miðað við flug fram og til baka til Reykjavíkur, Egilsstaða, Akureyrar eða Ísafjarðar.
SKEMMTUM OKKUR
INNANLANDS
FLUG OG GISTING
Í EINA NÓTT
FRÁ AÐEINS 21.030 KR.*
FLUGFELAG.IS
ÍS
LE
N
SK
A/
SI
A.
IS
/F
LU
5
38
64
0
3/
11
Hringdu í 570 3030 og skelltu þér á skíði.