Fréttablaðið - 17.03.2011, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 17.03.2011, Blaðsíða 52
17. mars 2011 FIMMTUDAGUR36 36 menning@frettabladid.is Ítalskir smellir, hugljúf danslög og íslensk sönglög munu hljóma á söngskemmtun söngkvennanna Bjarkar Jónsdóttur, Jóhönnu V. Þórhallsdóttur og Signýjar Sæmundsdóttur sem haldin verð- ur næsta sunnudag. „Þetta er létt, skemmtilegt og afar fjölbreytt prógramm. Við köllum okkur þrjár klassískar og höfum feng- ið til liðs við okkur tvo prúðbúna herramenn, þá Bjarna Þór Jónat- ansson píanóleikara og Gunnar Hrafnsson bassaleikara,“ segir Signý. Söngskemmtunin verður hald- in í hátíðarsal FÍH í Rauðagerði næsta sunnudag og hefst klukkan 17. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. - sbt Söngur á sunnudegi ÞRJÁR KLASSÍSKAR Þær Björk Jónsdóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Signý Sæmundsdóttir koma fram ásamt Bjarna Jónatanssyni og Gunnari Hrafnssyni sem vantar á myndina. 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Betri næring - betra líf Kolbrún Björnsdóttir Fátækt fólk - kilja Tryggvi Emilsson Ljósa - kilja Kristín Steinsdóttir Hinir dauðu - kilja Vidar Sundstøl Ég man þig - kilja Yrsa Sigurðardóttir Dávaldurinn - kilja Lars Kepler METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 09.03.11 - 15.03.11 Sjöundi himinn - kilja James Patterson Eyjafjallajökull Ari Trausti/Ragnar TH. Sumarlandið Guðmundur Kristinsson Ja, þessi Emil Astrid Lindgren Varanlegt augnablik nefn- ist sýning þeirra Þorra Hringssonar og Sigtryggs B. Baldvinssonar sem verð- ur opnuð í Hafnarborg á laugardag. Þar stefna þeir saman verkum sem við fyrstu sýn kunna að virðast svipuð en eru býsna ólík við nánari skoðun. Málverk og ljósmyndir þar sem náttúran er viðfangsefni er uppi- staðan í sýningu Þorra Hringsson- ar og Sigtryggs B. Baldurssonar, sem verður opnuð í Hafnarborg á laugardag. Verkin voru upphaf- lega sýnd í Listasafninu á Akur- eyri í byrjun árs. Þorri segir þó að sýningarnar verði nokkuð ólíkar. „Maður rennir alltaf dálítið blint í sjóinn þegar maður flytur sýn- ingar um set,“ segir hann. „Það bættust við heilmargar myndir og aðrar duttu út; um 20 prósent myndanna á sýningunni í Hafn- arborg voru líka á sýningunni á Akureyri. En þótt þetta séu ekki endilega sömu verkin er inntak þeirra hins vegar ekki svo ólíkt. Að því leyti er þetta nokkurn veg- inn sama sýningin.“ Þorri og Sigtryggur leiddu saman hesta sína eftir að Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Lista- safnsins á Akureyri, fór þess á leit við Þorra í fyrra að hann héldi sýningu við annan mann. „Nafn Sigtryggs kom mjög fljótt inn í dæmið, okkur fannst þess virði að tefla þessum myndum saman og fannst þær hafa marga snertifleti. Það varð því úr að við héldum sýningu á Akureyri og fljótlega í kjölfarið varð úr að við færum suður yfir heiðar að sýna í Hafnarfirði líka.“ Við fyrstu sýn kunna sum verka Þorra og Sig- tryggs að virðast svipuð en við nánari athugun kemur í ljós að þau eru talsvert ólík, til dæmis hvað nálgun og vinnsluaðferð áhrærir. „Að mínu viti hefur verið ákveð- in tilhneiging í myndlist undanfar- ið að ýta líkum hlutum í burtu frá hverjum öðrum; það er einhver nagandi ótti meðal myndlistar- manna við að verða uppvís að því að gera eitthvað á sömu nótum og einhver annar. Við Sigtryggur höfum hins vegar talað fyrir því að þetta eigi ekki að vera neitt feimnismál; þvert á móti eigi að stefna slíkum verkum saman einmitt til að draga fram hvað þau eru í raun og veru ólík við nánari skoðun. Munurinn kemur þannig ekki almennilega í ljós fyrr en þau eru borin saman.“ Sýningin í Hafnarborg stendur til 1. maí næstkomandi. bergsteinn@frettabladid.is ÓLÍKINDI HINS ÁÞEKKA Hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans heldur tónleika í Versölum í Þorlákshöfn í kvöld og í Salnum í Kópavogi annað kvöld. Tilefnið er heimsókn búlgarska harmóníku- leikarans Borislavs Zgurovski. Haukur Gröndal og Ásgeir Ásgeirsson stofnuðu Skuggamynd- ir frá Býsans um mitt ár í fyrra en hljómsveitin einbeitir sér að þjóð- legri tónlist frá Balkanlöndunum, sem er annáluð fyrir ólgandi til- finningahita, blandaðan austur- lenskri dulúð. Þeir hafa meðal annars sótt sér innblástur með ferðum til Búlgaríu þar sem þeir hafa numið hjá ýmsum þarlendum hljómlistarmönnum. Báðir tónleikarnir hefjast klukk- an 20. Býsanskir Balkantónar VIÐ FJARÐARÁ Mynd eftir Sigtrygg B. Baldvinsson. NÓTT VIÐ BLÖNDULÆK Mynd eftir Þorra Hringsson. FRÁ AMERÍKU TIL ARMENÍU Síðustu tónleikar vetrarins í tónleikaröð Elektra Ensemble og Listasafns Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum verða haldnir á sunnudag undir yfirskriftinni Frá Armeníu til Ameríku. Þar verða flutt verk fyrir klarínettu, fiðlu og píanó eftir J. Vanhal, A. Khachaturian, F. Chopin, L. Bernstein og B. Bartók. Flytjendur eru Ástríður Alda Sigurðardóttir píanó- leikari, Helga Björg Arnardóttir klarínettuleikari og Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðluleikari. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. F R ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N SIGTRYGGUR OG ÞORRI Báðir sækja þeir inn- blástur í náttúruna og styðjast við ljósmyndir við vinnu sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.