Fréttablaðið - 17.03.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.03.2011, Blaðsíða 2
17. mars 2011 FIMMTUDAGUR2 LÖGREGLUMÁL Íslenskur karlmað- ur um þrítugt hefur verið ákærður fyrir vörslu á myndefni með kyn- ferðisofbeldi gagnvart börnum. Upp komst um manninn í fjölþjóð- legri lögreglurannsókn sem Euro- pol greindi frá í gær. Alls voru 184 handteknir og 230 börnum var bjargað í þriggja ára aðgerð þar sem lögregla í 13 lönd- um tók þátt. 670 einstaklingar eru grunaðir um aðild að málinu. Rannsóknin gekk undir nafn- inu Operation Rescue og er ein sú umsvifamesta af þessari gerð sem gerð hefur verið. Aldrei hefur jafn mörgum börnum verið komið til bjargar í slíkri aðgerð og þeim gæti enn fjölgað á næstunni. Íslendingurinn var handtekinn í sumar eftir að kynferðisbrotadeild lögreglu bárust gögn um málið. Rannsóknin beindist að hol- lenskri spjallsíðu sem hafði allt að 70.000 notendur, en IP-tala manns- ins var rekin hingað til lands. Í tilkynningu frá lögreglu segir að umræddur maður, sem hlaut dóm árið 2006 fyrir vörslu mynd- efnis með barnaníði, hafi játað að hafa tekið þátt í umræðum á spjall- síðunni, en neitað að eiga mynd- efni með barnaníði. Í framhaldinu fundust þó fimm myndskeið með barnaníði í tölvugögnum manns- ins. Rannsókn hér á landi er lokið og er málið til meðferðar hjá embætti ríkissaksóknara. Fjölmörg tengd mál eru enn til rannsóknar víða um heim og margir bíða réttarhalda, að því er segir á vef Europol. - þj Fjölþjóðleg rannsókn á kynferðisofbeldi gegn börnum leiddi til handtöku hér á landi: Íslendingur kærður fyrir vörslu barnaníðs NÍÐINGAR Á NETINU Fjölþjóðleg rann- sókn á barnaníði leiddi til þess að 184 voru handteknir, þar af einn á Íslandi. MYND/EUROPOL SKÁK Sex skákmenn voru efstir og jafnir með sjö vinninga úr níu umferðum þegar MP Reykjavík- urskákmótinu lauk í gærkvöldi. Það voru þeir Yuriy Kuzubov, Ilya Nyzhnik og Vladmir Baklan frá Úkraínu, Pólverjinn Kamil Miton, Bosníumaðurinn Ivan Soko- lov og Norðmaðurinn Jan Ludvig Hammer. Kuzobov varð stigahæstur keppenda á mótinu, Hammer varð Norðurlandameistari karla í skák og hin sænska Christin Andersson varð Norðurlandameistari kvenna. Efstur Íslendinga á mótinu varð Hannes Hlífar Stefánsson, sem lenti í 7. til 17. sæti, hálfum vinn- ingi á eftir efstu mönnum, en hann hefur sigrað á þessu móti síðustu þrjú ár. Bragi Þorfinnsson og Guðmund- ur Gíslason voru báðir með sex vinninga. - þj Sex efstir og jafnir þegar MP Reykjavíkurskákmóti lauk í gær: Yuriy Kuzubov fékk flest stig SKÁKMEISTARAR Yuriy Kuzubov, Jan Ludvig Hammer, og Christin Andersson ásamt Degi B. Eggertssyni, formanni borgarráðs, og Gunnari Björnssyni, forseta Skáksam- bands Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓLK „Mig langar mjög mikið að fara núna. Ég hef verið að búa mig undir þessa ferð í tæplega tvö ár,“ segir Stefán Þór Þorgeirsson, nemi við Menntaskólann í Reykja- vík. „Ég er að læra japanska staf- rófið og ætlaði að læra tungumál- ið úti. Svo er ég búinn að lesa mér mikið til um siði og venjur í Japan og hvernig á að haga sér í þessari menningu.“ Forsvarsmenn alþjóðlegu skiptinemasamtakanna AFS hafa tekið fyrir allar skiptinemaferðir til Japan næsta hálfa árið vegna ástandsins í landinu. Stefán Þór á pantað flug til Tókýó á þriðjudag- inn næstkomandi, ásamt öðrum íslenskum pilti sem einnig átti að fara í skiptinám til landsins í ell- efu mánuði. Dvöl þeirra verður því líklega stytt niður í eina önn. Stefán fer á fund AFS á Íslandi í dag til þess að ræða framhaldið. Upphaflega átti Stefán að læra japönsku í menntaskóla í borginni Sapporo á Hokkaido-eyju, sem liggur norðan við hamfarasvæð- ið. Hann segist vera staðráðinn í því að reyna að komast til Japan. „Ég mun skoða alla möguleika á því að vera í heilt ár, jafnvel þó að ég þurfi að fresta förinni út,“ segir hann. Gangi það ekki eftir, í ljósi ákvörðunar AFS, segist Stef- án frekar munu leita til annarra landa í skiptinám og vera þar alla ellefu mánuðina, í stað þess að stytta dvölina erlendis um hálft ár. Snorri Gissurarson, fram- kvæmdastjóri AFS á Íslandi, segir ákvörðunina hafa verið tekna í kjölfar áhættugreiningar sem var gerð í New York vegna hamfaranna í Japan. „Það er allur forgangur á öryggi nemendanna. Samtök- in eru mjög meðvituð um að við erum að sjá um fólk en ekki vörur,“ segir Snorri. „Ákvörðunin er nemendanna, hvort þeir vilja halda sig við Japan eða fá eitt- hvað annað land.“ Þeir skiptinemar sem áttu að fara til Japans munu fá allan þann kostnað endurgreiddan, óski þeir eftir því að hætta við skipti- dvöl alfarið. Hins vegar er líklegt að flestir muni heimsækja önnur lönd í staðinn. 27 nemendur frá AFS voru í Japan þegar jarðskjálftinn reið yfir. Allir nemendur, fósturfor- eldrar og foreldrar Japana sem voru úti í heimi sluppu heilir frá hörmungunum. Snorri segir að innan tveggja sólarhringa hafi náðst samband við alla. sunna@frettabladid.is SPURNING DAGSINS Undirbjó Japansferð í tvö ár en kemst hvergi Alþjóðasamtökin AFS hafa frestað öllum skiptinemaferðum til Japans næsta hálfa árið. Tveir Íslendingar voru á leið til landsins í árslangt skiptinám í næstu viku. Allt gert til að tryggja öryggi nemenda, segir framkvæmdastjóri AFS. STEFÁN ÞÓR ÞORGEIRSSON Stefán hefur undirbúið Japansför sína í tæp tvö ár, en nú hefur AFS tekið fyrir allar skiptinemaferðir til landsins næsta hálfa árið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Súrmjólk á tilboði! Ávaxta- og karamellu- súrmjólk á tilboði í mars 0 9 -0 3 5 4 / H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA ALÞINGI Þingmenn allra flokka vilja að útbúið verði hlutlaust og aðgengilegt kynningarefni um Icesave-samningana fyrir þjóðar- atkvæðagreiðsluna 9. apríl og það sent öllum heimilum. Formenn þingflokka standa að þingsályktunartillögu þess efnis.Í henni er lagt fyrir innan- ríkisráðherra að fela Lagastofnun Háskóla Íslands að útbúa kynn- ingarefnið. Sá háttur var hafður á fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í fyrra. - bþs HÍ útbúi hlutlausa kynningu: Icesave-bækling á hvert heimili LÖGREGLUMÁL Ung kona fannst meðvitundarlaus og með alvar- lega höfuðáverka í bíl við Einholt 27. febrúar síðastliðinn. Konan man ekki hvað gerðist og er talið að höfuðáverkarnir hafi valdið minnisleysinu. Fram kom í fréttum RÚV í gær að konan hafi farið úr samkvæmi í Nóatúni um þrjúleytið nóttina áður og ætlað að ganga niður í miðbæ. Þangað hafi hún aldrei komist heldur fundist alblóðug og meðvitundarlaus í aftursæti bíls þegar eigandinn kom út snemma morguns. Hann hafði skilið bíl sinn eftir ólæstan. Konan var flutt á slysadeild með sprungur í höfuðkúpu, brotna augnbotna og heilablæð- ingu. - sh Ung kona fannst í bíl: Fannst slösuð og rænulaus ICESAVE Síðdegis í gær höfðu 140 manns greitt atkvæði utan kjör- fundar um Icesave-málið á sýslu- skrifstofum landsins. Af þeim voru 73 í Reykjavík. Utankjör- fundur hófst í gærmorgun. Í utankjörfundaratkvæða- greiðslu um Icesave-málið fyrir ári kusu ellefu í Reykjavík á fyrsta degi. Tölurnar eru hins vegar illsambærilegar því þá hófst utankjörfundur mun fyrr, eða fimm vikum fyrir kjördag. Í fyrra, á miðvikudeginum jafnlöngu fyrir kosningar og í gær, greiddu 112 atkvæði utan kjörfundar í Reykjavík, og höfðu í lok þess dags alls 296 greitt þar atkvæði. - sh Sýslumenn hafa nóg að gera: 140 hafa kosið utan kjörfundar Tónlistarnám hækkar 20% Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa samþykkt að gjaldskrá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar hækki um 20 prósent. Sem dæmi þá hækkar vetrargjald fyrir grunnnám á eitt hljóðfæri úr 70.000 í 84.000 krónur. HAFNARFJÖRÐUR Haraldur, er Angist kynblend- ingur? Nei, við erum algjörlega hrein- ræktuð. Haraldur Ingi Shoshan er bassaleikari dauðarokksveitarinnar Angistar, en af fjórum meðlimum eru tvær stúlkur. SAMFÉLAGSMÁL Sýslumaðurinn á Siglufirði mun í dag senda sjötíu fyrrverandi vistmönnum Breiða- víkur tilboð um að málum þeirra verði lokið með greiðslu bóta. Verður þeim tilkynnt hve háum bótum þeir eru taldir eiga rétt á. Matinu mun vera skipt upp í punkta, þar sem hver punktur táknar 60 þúsund krónur. Mest getur ofbeldið sem menn urðu fyrir verið metið til 100 punkta, sem svara þá til sex milljóna. Matið byggir á framburði þeirra fyrir nefndinni sem rannsak- aði ofbeldið. Bæturnar verða greiddar út þann 1. apríl. Þó geta vistmenn hafnað boðinu og leitað réttar síns séu þeir óánægðir. - vg Breiðavíkurdrengir fá bréf: Þolendum sent sáttaboð í dag Vilja flugvöll á Langanesi Á aðalskipulagi sem sveitarstjórn Langanesbyggðar hyggst samþykkja á morgun er gert ráð fyrir alþjóða- flugvelli á Langanesi, sem yrði sá næststærsti á Íslandi. Þetta yrði gert í tengslum við mögulega stórskipahöfn. SKIPULAGSMÁL Ég er að læra jap- anska stafrófið og ætlaði að læra tungumálið úti. Svo er ég búinn lesa mér mikið til um siði og venjur í Japan og hvernig á að haga sér í þessari menningu. STEFÁN ÞÓR ÞORGEIRSSON NEMI VIÐ MENNTASKÓLANN Í REYKJAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.