Fréttablaðið - 17.03.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.03.2011, Blaðsíða 16
17. mars 2011 FIMMTUDAGUR16 16 hagur heimilanna Norræna umhverfismerkið Svan- urinn er langþekktasta umhverf- ismerkið á Íslandi. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könn- unnar Capacent Gallup sem gerð var í desember á síðasta ári. Þátttakendur í könnuninni voru beðnir um að nefna eitt umhverf- ismerki sem þeir könnuðust við. Um 45 prósent nefndu Svaninn en innan við 6 prósent nefndu önnur merki. Merkið virðist hafa bætt ímynd sína á milli ára, því árið 2009 var gerð sambærileg könnun og þá nefndu 28 prósent aðspurðra Svaninn. Hér á landi er hægt að fá Svan- inn fyrir um 70 mismunandi flokka vöru og þjónustu. Yfir 6.000 vörutegundir og þjónustur bera merki Svansins og 14 fyrir- tæki. - sv Svanurinn bætir ímyndina: Þekktasta um- hverfismerkið Hér á landi eru 14 aðilar sem bera umhverfisvottun Svansins: Prentsmiðjurnar Guðjón Ó, Oddi, Svansprent, Ísafold og Háskólaprent, Ræstingar- þjónusturnar Sólarræsting, ISS, Hreint, Nostra og AÞ-þrif, iðnaðarhreinsiefni frá Undra og Farfuglaheimilið í Laugardal og á Vesturgötu. Kaffi- hús Kaffitárs bera einnig Svans- vottun. Nánar má lesa um Svaninn á heimasíðunni www.svanurinn.is Svansvottun Ekki virðist vera hægt að fá svokall- aðar „pakkaferðir“ erlendis á minna en 100 þúsund krónur á manninn, sé miðað við fjögurra manna fjölskyldu í tveggja vikna ferð. Ekki er mikill verðmunur á milli ferðaskrifstofa. Spánn virðist í öllum tilvikum vera ódýrasta landið til þess að sækja heim ef fólk er að leita sér að sól, strönd, sundlaug og sólhlífakokkteilum. Fréttablaðið gerði lauslega verðkönnun á ódýrustu pakkaferðum ferðaskrifstofanna Heimsferða, Úrvals Útsýnar / Plúsferða og Vita, sem bjóða upp á svokallaðar „pakka- ferðir“. Í ljós kom að ódýrast er að fljúga til Spánar og er gisting þar einnig með því ódýrasta sem gerist í sunnanverðri Evrópu. Í könnuninni var gert ráð fyrir fjögurra manna fjölskyldu, tveimur fullorðnum ein- staklingum með tvö börn. Flogið er frá Keflavík og gist á hóteli í þær nætur sem tilgreint er, sem er um það bil tvær vikur. Ekkert fæði er innifalið í verðinu. Ódýrustu hótelin sem ferðaskrifstofurnar bjóða upp á eru valin. Tímabilin eru allt frá tíu daga dvöl til tveggja vikna, allt frá því sem er í boði. Í öllum tilvikum er flogið út um miðjan júní næstkomandi. Ekki er tiltækur munur á ódýrustu pakka- ferðum ferðaskrifstofanna. Vita er með lægsta verðið, þar sem tveggja vikna ferð til Benidorm kostar um 110 þúsund krónur á manninn, sé miðað við fjögurra manna fjöl- skyldu á tveggja stjörnu hóteli. Ferð til sama staðar með Úrvali Útsýn á sama tímabili, þar sem einnig er gist á tveggja stjörnu hóteli, kostar um 113 þúsund krónur á mann. Sé farið með Heimsferðum, þar sem ódýrustu ferðirnar eru til Costa del Sol, kostar ferðin á manninn um 115 þúsund krónur. Þar er þó um að ræða gistingu á þriggja stjörnu hóteli. Fólk er hvatt til þess að skoða heimasíður fyrirtækjanna í tíma til þess að ná sem ódýr- ustum bókunum. Nú er ferðamannatíminn að ganga í garð og fer því hver að verða síðast- ur að ná ferðum á góðu verði. sunna@frettabladid.is Ódýrast að fara til Spánar í sólina Verð á Cheerios morgunkorni hefur hækkað um 64 prósent á tveimur árum. Í ágúst árið 2008 var kílóverð á Cheerios 637 krónur en fór upp í 1.003 krónur í nóvember í fyrra. Heimild: Hagstofa Íslands 64% Siðareglur í íslensku vísindasamfélagi Rannís efnir til málþings um siðareglur í íslensku vísindasamfélagi. Hver er staða þessara mála á Íslandi? Hvernig er að starfa sem vísindamaður við núverandi aðstæður? Hverju viljum við breyta í íslensku vísindasamfélagi og hvaða leiðir eru færar til þess? Frummælendur: ● Hallgrímur Jónasson forstöðumaður Rannís setur þingið ● Dr. Sigurður Kristinsson heimspekingur, forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri ● Dr. Rannveig Traustadóttir félagsfræðingur, prófessor og forstöðumaður Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands ● Dr. Kári Stefánsson læknir, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar Fundarstjóri: Dr. Sigurður Guðmundsson, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands Vinsamlega tilkynnið þátttöku á rannis@rannis.is í síðasta lagi 17. mars H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Málþing föstudaginn 18. mars kl. 14-16 á Hótel Sögu Tímabil: 16. til 30. júní (2 vikur) Land: Spánn Svæði: Alicante, Benidorm Hótel: Paraiso Centro ** Verð á farþega: 113.395 krónur Heildarverð: 453.580 krónur ÚÚ / Plúsferðir Tímabil: 14. til 25. júní (10 dagar) Land: Spánn Svæði: Costa del Sol, Malaga Hótel: Aparthotel Aquamarina, Torremolinos *** Verð á farþega: 114.740 krónur Heildarverð: 458.960 krónur Heimsferðir Tímabil: 16. til 30. júní (2 vikur) Land: Spánn Svæði: Alicante, Benidorm Hótel: Albir Confort Nuevo Golf Apartments ** Verð á farþega: 110.300 krónur Heildarverð: 441.200 krónur Vita COSTA DEL SOL Á SPÁNI Af þeim sólarlöndum sem ferðaskrifstofur bjóða upp á í sumar eru ódýrustu flugfar- gjöldin til Spánar. MYND/ÚRVAL ÚTSÝN „Mín verstu kaup eru sennilega árskort sem ég keypti einu sinni í World Class. Það var lítið notað,“ segir Andri Freyr Viðarsson, útvarpsmaður á Rás 2. „Maður notaði það aðeins fyrst en þetta hefði sjálfsagt átt að vera bara svona vikupassi. Þetta fór eiginlega ekki lengra en það. Þetta er rosa leiðinlegt. Það er ferlegt að koma sér í svona sjálfskaparvíti – mála sjálfan sig svona gjörsamlega út í horn,“ segir hann. Spurður um bestu kaup sem hann hefur gert stendur ekki á svari frá Andra, enda er erfitt að ímynda sér að hægt sé að gera mikið betri kaup. „Það er jakki sem ég keypti í Kolaportinu árið 1996, þegar ég var í tíunda bekk, merktur Tollvöru- geymslu Reykjavíkur. Hann kostaði 300 kall og ég nota hann enn í dag – og það rosalega mikið.“ Andri sparar ekki hrósið í garð jakkans. „Þetta er léttur sumarjakki, svokallaður „navy-blue“. Hann er bara yndislegur. Það hæla mér alltaf allir fyrir þennan jakka. Hann er mjög mikið „high fashion“.“ NEYTANDINN: ANDRI FREYR VIÐARSSON ÚTVARPSMAÐUR Notar enn fimmtán ára og 300 króna Tollgeymslujakka Fæðubótarefnið SuperPump 250 hefur verið tekið af mark- aði. Fæðubótarefnið fellur undir ákvæði lyfjalaga. Fitness Sport hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðis- eftirlits Reykjavíkur, ákveðið að innkalla vöruna, þar sem hún inni- heldur ákveðin efni sem geta vald- ið neytendum heilsutjóni. Kemur þetta fram í tilkynningu frá Heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur. SuperPump 250 inniheldur indole-3-carbinol og „ajuga turk- esterones“ og hefur Lyfjastofnun ákveðið að varan félli undir lyfja- lög vegna framangreindra inni- haldsefna. Þeir sem eiga Super- Pump 250 eru hvattir til að hætta notkun þess nú þegar. Vörunni skal fargað eða henni skilað til Fit- ness Sport. - sv SuperPump tekið af markaði: Inniheldur ólögleg efni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.