Fréttablaðið - 17.03.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 17.03.2011, Blaðsíða 38
17. MARS 2011 FIMMTUDAGUR Hugbúnaðarþróun snjallsíma fleygir fram og sérfræðingar telja að innan fimm ára muni síminn hafa leyst tölvuna algjörlega af hólmi. Miðað við þróunina síðustu fimm árin mun snjallsíminn taka stökk- breytingum á næstu fimm árum. Sú þróun að snjallsímar taki við hlutverki fartölvunnar er þegar hafin og margir sérfræðingar spá því að árið 2015 muni fartölvan nánast heyra sögunni til og jafn- vel borðtölvan líka. Hugbúnaðar- fyrirtæki úti í hinum stóra heimi eru farin að huga að næsta skrefi, sem felur í sér að síminn taki enn stærra þroskastökk. Með þráð- lausum sendingum í gegnum blá- tönn sendir síminn gögn í þráð- lausan skjá, þráðlausa mús og þráðlaust lyklaborð. Árið 2015 munu þessi öflugu símtæki sinna öllum hlutverkum tölvunnar. Hægt verður að hlusta á útvarp frá hvaða stöð í heimin- um sem er, spjalla á spjallrásum, nota EXIF til að fullvinna mynd- ir og myndbönd og spila World of Warcraft – allt á sama tíma. Þess- ir ofursímar munu líkjast þeim sem við þekkjum í dag í útliti en vinnslan verður allt önnur og fyllilega sambærileg við vinnslu fartölva í dag, ef ekki enn þró- aðri. Staðsetningarbúnaði mun einn- ig fleygja fram; í framtíðinni mun síminn þinn láta þig vita ef þú ert nálægt hamborgarastað eða kaffihúsi og bjóðast til að borga reikninginn fyrir þig. Og með framförum í sendingum milli síma verður ekkert mál að horfa á beina upp- töku af fót- boltaleik sem vinur þinn á vellinum tekur upp og send- ir þér. Auk þess verður hægt að senda allar þær kvik- myndir sem hefur verið hlaðið niður í símann, alla tónlist, spila tölvu- leiki við allt að þrjátíu manns í einu, halda viðskiptafundi með fjölda aðila sem eru dreifðir um heimsbyggðina og svo framvegis. Möguleikarnir virðast vera endalausir og hugmynda- auðgi hugbúnaðar- þróara engin tak- mörk sett. Árið 2015 verður síminn ekki bara nauðsynlegur ferðafélagi heldur eina tækið sem þú þarft á að halda til að vera í stöðugu sam- bandi við heiminn eins og hann leggur sig. Árið 2015 verður síminn ekki bara nauðsynlegur ferðafélagi heldur eina tækið sem þú þarft á að halda. Síminn hrekur tölvuna á flótta HEIMASÍMI GSM INTERNET HÉR HEFÐI VERIÐ VOÐA FLOTT AÐ SETJA QR-KÓÐA SEM SEGÐI AÐ VIÐ VÆRUM MEÐ 41% ÓDÝRARI GSM-ÞJÓNUSTU* MINNA BRUÐL. MEIRA TAL. KOMDU Á TAL.IS, HAFÐU SAMBAND Í 1817 EÐA KÍKTU Í KAFFI Í NÆSTU VERSLUN OG SEGÐU OKKUR HVERNIG ÞJÓNUSTU ÞÚ ÞARFT OG HVAÐ ÞÚ VILT BORGA. ÞÚ RÆÐUR. *SAMKVÆMT SAMANBURÐI VIÐ VERÐSKRÁ VODAFONE OG SÍMANS. Erum flutt í nýtt húsnæði í Borgartúni 31 Opnunartími verslunar er frá kl. 9.30–17. Símanúmer þjónustuvers er 415 300. Svo fólkið í landinu geti talað saman …
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.