Fréttablaðið - 17.03.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 17.03.2011, Blaðsíða 46
17. mars 2011 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is Hulda Bjarnadóttir tók nýlega við starfi framkvæmdastjóra Félags kvenna í atvinnurekstri, FKA. Hulda er viðskipta- fræðingur að mennt og hefur komið víða við, stýrði meðal annars útvarpsþáttum hjá 365 miðlum, vann í bankageir- anum og hefur undanfarið starfað fyrir Kraft, stuðnings- félag ungs fólks með krabbamein. „Upphaflega fór ég að líta til félagsins því fjölskylda mín var með rekstur sem varð til þess að ég gerðist félagskona í FKA. Fljótlega eftir að ég fór að mæta á fundi fann ég hvað maður gat fengið mikið út úr þessum félagsskap og hvað það er mikill kraftur og orka í félaginu. Eftir það varð ekki aftur snúið,“ segir Hulda. Markmið FKA er að sameina konur í atvinnurekstri og efla samstöðu þeirra og samstarf. Yfir vetrarmánuðina stendur félagið fyrir reglulegum fundum þar sem meðal annars er boðið upp á fyrirlestra sem nýst geta konum í atvinnurekstri, vettvangsferðir og skipulagðar ráðstefnur. Hulda segir að í félagsskap eins og FKA skipti miklu að vera virkur félagsmaður. „Það er samasemmerki milli þess sem maður gefur af sjálfum sér í félagið og þess sem maður fær út úr því. Þetta er svipað og með líkamsræktarstöðv- arnar, sem hægt er að vera í áskrift að en án þess að mæta uppsker maður ekki árangur.“ Hulda hóf störf hjá FKA um svipað leyti og félagið veitti hina árlegu FKA-viðurkenningu en hana hlaut Aðalheið- ur Birgisdóttir, betur þekkt sem Heiða í Nikita. „Það var gaman að byrja að vinna í kringum það verkefni því þá fann maður allan kraftinn í félagsskapnum. Nú erum við að setja kúrsinn fyrir komandi ár og fáum félagskonur til að taka þátt í þeirri stefnumótun og koma með hugmyndir, en við höldum okkar þjóðfund í Borgarnesi á Hótel Hamri í kvöld. Þá er fréttabréfið að koma út og alþjóðaráðstefna Félaga kvenna í atvinnurekstri fram undan í maí en hana höldum við með viðskiptaráðuneytinu, Samtökum atvinnulífsins og fleirum. Við erum að tengjast alþjóðasamfélaginu betur og betur og á þessa ráðstefnu koma til dæmis tvær norskar konur sem fjalla um innleiðingu kynjakvótans í Noregi og hvaða áhrif hann hefur haft á atvinnulífið þar í landi. Með ráðstefnunni erum við að vekja athygli á því sem er fram undan hjá okkur Íslendingum, en kynjakvótalögin taka gildi árið 2013.“ Síðar á árinu fer FKA í sína árlegu utanlandsferð, að þessu sinni til Boston, þar sem félagskonur heimsækja fyr- irtæki og stofnanir og sækja sér innblástur. „Félagið er á siglingu sem aldrei fyrr. Félagskonur í dag eru 650 talsins og það bætir í jafnt og þétt. Ég tel mikla þörf núna fyrir að snúa bökum saman og þétta tengslin. Þetta er erfitt rekstrarumhverfi sem við búum við og þá veitir ekki af uppbyggilegum félagsskap til að leita til.“ juliam@frettabladid.is NÝR FRAMKVÆMDASTJÓRI FÉLAGS KVENNA Í ATVINNUREKSTRI Á mikilli siglingu RÍK ÞÖRF Í DAG „Ég tel mikla þörf á að snúa bökum saman og þétta tengslin,“ segir Hulda Bjarnadóttir, framkvæmda- stjóri Félags kvenna í atvinnurekstri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 35 Móðursystir mín, Sigurlaug Jóhanna Jónsdóttir lést að Droplaugarstöðum 9. mars síðastliðinn. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 21. mars kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd aðstandenda, Sjöfn Jóhannesdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, María Louise Eðvarðsdóttir frá Hrísdal, Borgarbraut 65, Borgarnesi, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju laugardaginn 19. mars nk. kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Úrsúla M. Kristjánsdóttir Þórður Sigurðsson Unnur G. Kristjánsdóttir Sturla Þórðarson Matthildur Kristjánsdóttir Sigurður Kristjánsson Hjördís Kristjánsdóttir Guðrún Kristjánsdóttir Bjarni Kr. Þorsteinsson barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar og amma, Sigrún Guðmundsdóttir (Dúdda) er látin. Jarðsett verður frá Bústaðakirkju föstudaginn 18. mars kl. 11.00. Kolbrún Ólafsdóttir Arna Jóhannsdóttir Geirmundur Einarsson Hermann Þórir Björnsson Kolbrun Gígja Björnsdóttir Sandra Ýr Geirmundardóttir Elma Lísa Geirmundardóttir Okkar ástkæri Hörður G. Albertsson forstjóri, lést á líknardeild Landakotsspítala þriðjudaginn 15. mars síðastliðinn. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Þórdís Ásgeirsdóttir. Okkar ástkæri Jónas Hálfdánarson Melum, Hofsósi, sem lést fimmtudaginn 3. mars, verður jarðsunginn frá Hofsóskirkju laugardaginn 19. mars kl. 14.00. Stefán Gunnarsson Stefanía Th. Guðmundsdóttir Guðmundur Jónas Stefánsson Lilja Björk Heiðarsdóttir Jóna Rósa Stefánsdóttir Kristinn Hjálmarsson Elín Gréta Stefánsdóttir Kristján Gíslason Gunnar Stefánsson Dröfn Ragnarsdóttir og langafabörn 70 ára afmæli Ég er að verða 70 ára og af því tilefni verður síðasta sjónferðin. Það verður ýtt úr vör í þessa ferð 19. mars frá Haukahúsinu í Hafnarfi rði. Brottför áætluð kl. 19.00. Þeir sem vilja vera í áhöfn eru vinsamlegast beðnir um að lögskrá sig og sína sem fyrst á gmail jonmartein@gmail.com eða sms 862 5008, sími 845 3555. Kveðja Jón Marteinn Guðröðarson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Erlendsdóttir Sæbóli, Blönduósi, sem lést á hjúkrunarheimilinu Mörk þann 6. mars sl., verður jarðsungin frá Blönduóskirkju föstudaginn 18. mars og hefst athöfnin kl. 14.00. Gísli Ófeigsson Ester Garðarsdóttir Sigrún Guðmundsdóttir Ásgeir Axelsson Þórarinn Baldursson Guðrún Kristinsdóttir Magnús E. Baldursson Helga I. Sigurðardóttir Þrándur Ó. Baldursson Emilía Stefánsdóttir Sigurbjörg H. Baldursdóttir Hreiðar Margeirsson Steinvör M. Baldursdóttir Friðrik Steingrímsson Sigurlaug B. Baldursdóttir Eiríkur Garðarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Helga Kristjánsdóttir Þorláksgeisla 1, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 15. mars. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 25. mars kl. 13.00. Þorsteinn Sigurðsson Kristján Helgason Sigurður Þórir Þorsteinson Hildur Hrönn Oddsdóttir Halldór Örn Þorsteinsson Lilja Björg Sigurjónsdóttir barnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Eygló Gísladóttir Sóleyjarima 7, Reykjavík, lést á Landspítalanum sunnudaginn 13. mars. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 18. mars kl. 15.00. Arnþór Ásgrímsson Heimir Sigurðsson Gróa Þóra Pétursdóttir Eva Arnþórsdóttir Ása Margrét Arnþórsdóttir Valdimar A. Arnþórsson Rósmary A. Úlfarsdóttir Eygló Arnþórsdóttir Andy Holmes barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Guðmundar Jóhanns Guðmundssonar kennara, Urðarstíg 7a, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu, Reykjavík, fyrir góða umönnun. Anna María Guðmundsdóttir Rósa María Guðmundsdóttir Guðmundur Ómar Óskarsson Hannes Ingi Guðmundsson Ingibjörg Jóhannsdóttir barnabörn og langafabarn GUÐRÚN EVA MÍNERVUDÓTTIR, rithöf- undur og ljóðskáld, er 35 ára í dag. „Sögur eru eitthvað sem breytir okkur, verður hluti af okkur sjálfum.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.