Fréttablaðið - 17.03.2011, Qupperneq 2
17. mars 2011 FIMMTUDAGUR2
LÖGREGLUMÁL Íslenskur karlmað-
ur um þrítugt hefur verið ákærður
fyrir vörslu á myndefni með kyn-
ferðisofbeldi gagnvart börnum.
Upp komst um manninn í fjölþjóð-
legri lögreglurannsókn sem Euro-
pol greindi frá í gær.
Alls voru 184 handteknir og 230
börnum var bjargað í þriggja ára
aðgerð þar sem lögregla í 13 lönd-
um tók þátt. 670 einstaklingar eru
grunaðir um aðild að málinu.
Rannsóknin gekk undir nafn-
inu Operation Rescue og er ein
sú umsvifamesta af þessari gerð
sem gerð hefur verið. Aldrei hefur
jafn mörgum börnum verið komið
til bjargar í slíkri aðgerð og þeim
gæti enn fjölgað á næstunni.
Íslendingurinn var handtekinn í
sumar eftir að kynferðisbrotadeild
lögreglu bárust gögn um málið.
Rannsóknin beindist að hol-
lenskri spjallsíðu sem hafði allt að
70.000 notendur, en IP-tala manns-
ins var rekin hingað til lands.
Í tilkynningu frá lögreglu segir
að umræddur maður, sem hlaut
dóm árið 2006 fyrir vörslu mynd-
efnis með barnaníði, hafi játað að
hafa tekið þátt í umræðum á spjall-
síðunni, en neitað að eiga mynd-
efni með barnaníði. Í framhaldinu
fundust þó fimm myndskeið með
barnaníði í tölvugögnum manns-
ins.
Rannsókn hér á landi er lokið og
er málið til meðferðar hjá embætti
ríkissaksóknara.
Fjölmörg tengd mál eru enn
til rannsóknar víða um heim og
margir bíða réttarhalda, að því er
segir á vef Europol. - þj
Fjölþjóðleg rannsókn á kynferðisofbeldi gegn börnum leiddi til handtöku hér á landi:
Íslendingur kærður fyrir vörslu barnaníðs
NÍÐINGAR Á NETINU Fjölþjóðleg rann-
sókn á barnaníði leiddi til þess að 184
voru handteknir, þar af einn á Íslandi.
MYND/EUROPOL
SKÁK Sex skákmenn voru efstir
og jafnir með sjö vinninga úr níu
umferðum þegar MP Reykjavík-
urskákmótinu lauk í gærkvöldi.
Það voru þeir Yuriy Kuzubov,
Ilya Nyzhnik og Vladmir Baklan
frá Úkraínu, Pólverjinn Kamil
Miton, Bosníumaðurinn Ivan Soko-
lov og Norðmaðurinn Jan Ludvig
Hammer.
Kuzobov varð stigahæstur
keppenda á mótinu, Hammer varð
Norðurlandameistari karla í skák
og hin sænska Christin Andersson
varð Norðurlandameistari kvenna.
Efstur Íslendinga á mótinu varð
Hannes Hlífar Stefánsson, sem
lenti í 7. til 17. sæti, hálfum vinn-
ingi á eftir efstu mönnum, en hann
hefur sigrað á þessu móti síðustu
þrjú ár.
Bragi Þorfinnsson og Guðmund-
ur Gíslason voru báðir með sex
vinninga. - þj
Sex efstir og jafnir þegar MP Reykjavíkurskákmóti lauk í gær:
Yuriy Kuzubov fékk flest stig
SKÁKMEISTARAR Yuriy Kuzubov, Jan Ludvig Hammer, og Christin Andersson ásamt
Degi B. Eggertssyni, formanni borgarráðs, og Gunnari Björnssyni, forseta Skáksam-
bands Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FÓLK „Mig langar mjög mikið að
fara núna. Ég hef verið að búa
mig undir þessa ferð í tæplega tvö
ár,“ segir Stefán Þór Þorgeirsson,
nemi við Menntaskólann í Reykja-
vík. „Ég er að læra japanska staf-
rófið og ætlaði að læra tungumál-
ið úti. Svo er ég búinn að lesa mér
mikið til um siði og venjur í Japan
og hvernig á að haga sér í þessari
menningu.“
Forsvarsmenn alþjóðlegu
skiptinemasamtakanna AFS hafa
tekið fyrir allar skiptinemaferðir
til Japan næsta hálfa árið vegna
ástandsins í landinu. Stefán Þór á
pantað flug til Tókýó á þriðjudag-
inn næstkomandi, ásamt öðrum
íslenskum pilti sem einnig átti að
fara í skiptinám til landsins í ell-
efu mánuði. Dvöl þeirra verður
því líklega stytt niður í eina önn.
Stefán fer á fund AFS á Íslandi í
dag til þess að ræða framhaldið.
Upphaflega átti Stefán að læra
japönsku í menntaskóla í borginni
Sapporo á Hokkaido-eyju, sem
liggur norðan við hamfarasvæð-
ið. Hann segist vera staðráðinn í
því að reyna að komast til Japan.
„Ég mun skoða alla möguleika
á því að vera í heilt ár, jafnvel þó
að ég þurfi að fresta förinni út,“
segir hann. Gangi það ekki eftir, í
ljósi ákvörðunar AFS, segist Stef-
án frekar munu leita til annarra
landa í skiptinám og vera þar alla
ellefu mánuðina, í stað þess að
stytta dvölina erlendis um hálft
ár.
Snorri Gissurarson, fram-
kvæmdastjóri AFS á Íslandi,
segir ákvörðunina hafa verið
tekna í kjölfar áhættugreiningar
sem var gerð í New York vegna
hamfaranna í Japan.
„Það er allur forgangur á
öryggi nemendanna. Samtök-
in eru mjög meðvituð um að
við erum að sjá um fólk en ekki
vörur,“ segir Snorri. „Ákvörðunin
er nemendanna, hvort þeir vilja
halda sig við Japan eða fá eitt-
hvað annað land.“
Þeir skiptinemar sem áttu að
fara til Japans munu fá allan
þann kostnað endurgreiddan, óski
þeir eftir því að hætta við skipti-
dvöl alfarið. Hins vegar er líklegt
að flestir muni heimsækja önnur
lönd í staðinn.
27 nemendur frá AFS voru í
Japan þegar jarðskjálftinn reið
yfir. Allir nemendur, fósturfor-
eldrar og foreldrar Japana sem
voru úti í heimi sluppu heilir frá
hörmungunum. Snorri segir að
innan tveggja sólarhringa hafi
náðst samband við alla.
sunna@frettabladid.is
SPURNING DAGSINS
Undirbjó Japansferð í
tvö ár en kemst hvergi
Alþjóðasamtökin AFS hafa frestað öllum skiptinemaferðum til Japans næsta
hálfa árið. Tveir Íslendingar voru á leið til landsins í árslangt skiptinám í næstu
viku. Allt gert til að tryggja öryggi nemenda, segir framkvæmdastjóri AFS.
STEFÁN ÞÓR ÞORGEIRSSON Stefán hefur undirbúið Japansför sína í tæp tvö ár, en nú
hefur AFS tekið fyrir allar skiptinemaferðir til landsins næsta hálfa árið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Súrmjólk
á tilboði!
Ávaxta- og karamellu-
súrmjólk á tilboði í mars
0
9
-0
3
5
4
/
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
ALÞINGI Þingmenn allra flokka
vilja að útbúið verði hlutlaust og
aðgengilegt kynningarefni um
Icesave-samningana fyrir þjóðar-
atkvæðagreiðsluna 9. apríl og það
sent öllum heimilum.
Formenn þingflokka standa
að þingsályktunartillögu þess
efnis.Í henni er lagt fyrir innan-
ríkisráðherra að fela Lagastofnun
Háskóla Íslands að útbúa kynn-
ingarefnið.
Sá háttur var hafður á fyrir
þjóðaratkvæðagreiðsluna í fyrra.
- bþs
HÍ útbúi hlutlausa kynningu:
Icesave-bækling
á hvert heimili
LÖGREGLUMÁL Ung kona fannst
meðvitundarlaus og með alvar-
lega höfuðáverka í bíl við Einholt
27. febrúar síðastliðinn. Konan
man ekki hvað gerðist og er talið
að höfuðáverkarnir hafi valdið
minnisleysinu.
Fram kom í fréttum RÚV í gær
að konan hafi farið úr samkvæmi
í Nóatúni um þrjúleytið nóttina
áður og ætlað að ganga niður í
miðbæ. Þangað hafi hún aldrei
komist heldur fundist alblóðug og
meðvitundarlaus í aftursæti bíls
þegar eigandinn kom út snemma
morguns. Hann hafði skilið bíl
sinn eftir ólæstan.
Konan var flutt á slysadeild
með sprungur í höfuðkúpu,
brotna augnbotna og heilablæð-
ingu. - sh
Ung kona fannst í bíl:
Fannst slösuð
og rænulaus
ICESAVE Síðdegis í gær höfðu 140
manns greitt atkvæði utan kjör-
fundar um Icesave-málið á sýslu-
skrifstofum landsins. Af þeim
voru 73 í Reykjavík. Utankjör-
fundur hófst í gærmorgun.
Í utankjörfundaratkvæða-
greiðslu um Icesave-málið fyrir
ári kusu ellefu í Reykjavík á
fyrsta degi. Tölurnar eru hins
vegar illsambærilegar því þá
hófst utankjörfundur mun fyrr,
eða fimm vikum fyrir kjördag.
Í fyrra, á miðvikudeginum
jafnlöngu fyrir kosningar og í
gær, greiddu 112 atkvæði utan
kjörfundar í Reykjavík, og höfðu
í lok þess dags alls 296 greitt þar
atkvæði. - sh
Sýslumenn hafa nóg að gera:
140 hafa kosið
utan kjörfundar
Tónlistarnám hækkar 20%
Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa
samþykkt að gjaldskrá Tónlistarskóla
Hafnarfjarðar hækki um 20 prósent.
Sem dæmi þá hækkar vetrargjald fyrir
grunnnám á eitt hljóðfæri úr 70.000 í
84.000 krónur.
HAFNARFJÖRÐUR
Haraldur, er Angist kynblend-
ingur?
Nei, við erum algjörlega hrein-
ræktuð.
Haraldur Ingi Shoshan er bassaleikari
dauðarokksveitarinnar Angistar, en af
fjórum meðlimum eru tvær stúlkur.
SAMFÉLAGSMÁL Sýslumaðurinn á
Siglufirði mun í dag senda sjötíu
fyrrverandi vistmönnum Breiða-
víkur tilboð um að málum þeirra
verði lokið með greiðslu bóta.
Verður þeim tilkynnt hve háum
bótum þeir eru taldir eiga rétt á.
Matinu mun vera skipt upp í
punkta, þar sem hver punktur
táknar 60 þúsund krónur. Mest
getur ofbeldið sem menn urðu
fyrir verið metið til 100 punkta,
sem svara þá til sex milljóna.
Matið byggir á framburði þeirra
fyrir nefndinni sem rannsak-
aði ofbeldið. Bæturnar verða
greiddar út þann 1. apríl. Þó geta
vistmenn hafnað boðinu og leitað
réttar síns séu þeir óánægðir. - vg
Breiðavíkurdrengir fá bréf:
Þolendum sent
sáttaboð í dag
Vilja flugvöll á Langanesi
Á aðalskipulagi sem sveitarstjórn
Langanesbyggðar hyggst samþykkja
á morgun er gert ráð fyrir alþjóða-
flugvelli á Langanesi, sem yrði sá
næststærsti á Íslandi. Þetta yrði gert í
tengslum við mögulega stórskipahöfn.
SKIPULAGSMÁL
Ég er að læra jap-
anska stafrófið og
ætlaði að læra tungumálið
úti. Svo er ég búinn lesa mér
mikið til um siði og venjur í
Japan og hvernig á að haga
sér í þessari menningu.
STEFÁN ÞÓR ÞORGEIRSSON
NEMI VIÐ MENNTASKÓLANN Í REYKJAVÍK