Fréttablaðið - 17.03.2011, Blaðsíða 70
17. mars 2011 FIMMTUDAGUR54FÉSBÓKIN
„Þetta er mjög spennandi,“ segir
Árni Hjörvar Árnason, bassaleik-
ari bresku hljómsveitarinnar The
Vaccines.
Fyrsta plata The Vaccines, What
Did You Expect From The Vacc-
ines?, kom út á mánudaginn. Sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins
fór platan vel af stað í Bretlandi og
sat í öðru sæti breiðskífulistans í
gær. Það kemur þó ekki í ljós fyrr
en á mánudaginn í næstu viku,
þegar listinn verður gefinn út,
hvort hún haldi sætinu.
Árni og félagar eru staddir í
Bandaríkjunum þessa dagana og
munu koma fram á SXSW-tón-
listarhátíðinni. Þeir eru á forsíðu
tónlistartímaritsins NME í þess-
ari viku í annað skipti á þessu ári.
Þá er platan gagnrýnd í blaðinu og
fær átta af tíu mögulegum. Tón-
listartímaritið Q gaf henni fjórar
stjörnur af fimm mögulegum.
Í viðtalinu í NME er mikið talað
um hversu mikið er búið að tala
hljómsveitina upp í fjölmiðlum,
en í dómunum kemur fram að tón-
list hljómsveitarinnar standi fylli-
lega fyrir sínu. Þá segja Árni og
félagar að strangt kynlífsbann sé
í hljómsveitarrútunni, sem hafi
mikil áhrif á taugar meðlima The
Vaccines. - afb
PLATAN KOMIN ÚT Árni Hjörvar og
félagar í bresku hljómsveitinni The Vacc-
ines gáfu út breiðskífu í vikunni, sem fer
vel af stað. Félagarnir eru á forsíðu NME
í vikunni.
Arnaldur Indriðason er einn af tíu bestu spennu-
sagnahöfundum Evrópu um þessar mundir. Þetta
er niðurstaða greinar sem birtist í The Observer,
sunnudagsútgáfu stórblaðsins The Guardian, um
helgina.
Arnaldur er ekki í dónalegum félagsskap þarna
því aðrir höfundar í hópi þeirra bestu eru Henn-
ing Mankell, sem selt hefur 30 milljón eintök af
bókum sínum, Fred Vargas, Sjöwall og Wahlöö (sem
flokkast ekki beint sem samtíðarmenn þessara rit-
höfunda en sleppa inn sem frumkvöðlar í spennu-
sagnagerð á Norðurlöndunum) og hinn gríski Petros
Markaris. Þá eru líka tíndir til Frakkarnir Pierre
Magnan og Jean-Claude Izzo, hinn spænski Manuel
Vázquez Montalbán, Andrea Camilleri frá Ítalíu og
Timothy Williams.
Í umfjöllun um verk Arnaldar er aðalpersónan
Erlendur kynnt til sögunnar og honum lýst sem
þunglyndislegum og einmana manni sem sé þó afar
fær í sínu starfi. Samneyti hans við annað fólk sé
að mestu misheppnað og hann hafi aldrei jafnað sig
á bróðurmissi í æsku. Myrkrið, erfið lífsskilyrði og
mjög vont veður einkenni bækurnar og upplifunin
sé í einu orði sagt stórkostleg. - hdm
Arnaldur einn sá besti í Evrópu
VEL METINN Arnaldur Indriðason þykir einn af tíu bestu
spennusagnahöfundum Evrópu í dag. Hann hefur selt um sjö
milljónir eintaka af bókum sínum á heimsvísu. NORDICPHOTOS/GETTY
Plata Árna og félaga fer vel af stað
Fim 17.3. Kl. 19:00
Mið 23.3. Kl. 19:00 Aukas.
Lau 26.3. Kl. 19:00
Fim 31.3. Kl. 19:00 Síð.sýn
Íslandsklukkan (Stóra sviðið)
Sun 20.3. Kl. 13:30
Sun 20.3. Kl. 15:00
Sun 27.3. Kl. 13:30
Sun 27.3. Kl. 15:00
Sindri silfurfiskur (Kúlan)
Allir synir mínir (Stóra sviðið)
Sun 20.3. Kl. 14:00
Sun 20.3. Kl. 17:00
Sun 27.3. Kl. 14:00
Sun 27.3. Kl. 17:00
Sun 3.4. Kl. 14:00
Sun 3.4. Kl. 17:00
Sun 10.4. Kl. 14:00
Sun 10.4. Kl. 17:00
Sun 17.4. Kl. 14:00
Sun 17.4. Kl. 17:00
Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið)
Fös 18.3. Kl. 20:00 4. sýn
Lau 19.3. Kl. 20:00 5. sýn
Fim 24.3. Kl. 20:00 6. sýn
Fös 25.3. Kl. 20:00 7. sýn
Fös 1.4. Kl. 20:00 8. sýn
Lau 2.4. Kl. 20:00
Mið 13.4. Kl. 20:00
Fim 14.4. Kl. 20:00
Mið 27.4. Kl. 20:00
Lau 30.4. Kl. 20:00
Brák (Kúlan)
Ö
Ö
Ö
Ö
Ö
Ö
Ö
Lau 19.3. Kl. 20:00
Sun 20.3. Kl. 20:00
Fim 24.3. Kl. 20:00 Aukas.
Fös 25.3. Kl. 20:00
Sun 27.3. Kl. 20:00
Mið 30.3. Kl. 20:00
Lau 2.4. Kl. 20:00
Hedda Gabler (Kassinn)
Ö
Ö
Ö
Ö
Ö
Ö
U
U
Ö
Ö
Ö
U
U Ö
Ö
U
Ö
U
Ö Ö
Ö
U
Ö
U
Fös 18.3. Kl. 20:00
Lau 26.3. Kl. 20:00 Aukas.
Fös 8.4. Kl. 20:00
Fös 15.4. Kl. 20:00
*Verð á mann miðað við flug fram og til baka til Reykjavíkur, Egilsstaða, Akureyrar eða Ísafjarðar.
SKEMMTUM OKKUR
INNANLANDS
FLUG OG GISTING
Í EINA NÓTT
FRÁ AÐEINS 21.030 KR.*
FLUGFELAG.IS
E
N
E
N
ÍS
LE
N
LE
N
ÍS
LE
SK
A/
SS
SK
A/
S
SK
A/
S
A/
S
K
A.
ISIS
IA
.IS
IA
.IS
IA
/F
LU
U
U
U
/F
LU
/F
L
/F
446486
44
53
86
53
86
53535
0
3/
11
0
3/
1
0
3
1111
Hringdu í 570 3030 og skelltu þér á skíði.
„Hvíl í friði Nate Dogg! Flottur
músíkant sem lést langt fyrir
aldur fram. Eigum við ekki að
hlaða í eina flotta Nate Dogg
tvennu klukkan sex?“
Útvarpsmaðurinn Yngvi Eysteinsson
vottar Nate Dogg heitnum virðingu sína.
„Það verður gaman að sjá íþrótta-
álfinn á kínversku,“ segir Magnús
Scheving, höfundur Latabæjar.
Latibær undirritar á næstunni
samning við kínversku sjónvarps-
stöðina CCTV, sem ætlar að sýna
þættina á barnastöð sinni CCTV
Kids. Um 360 milljónir barna
horfa á hana reglulega. Til sam-
anburðar eru um 90 milljón heim-
ili með sjónvarp í Bandaríkjun-
um. Búast má við að sýningar á
Latabæ hefjist í september í Kína.
Sjaldgæft er að erlent barnaefni
fái aðgang að kínversku sjónvarpi
og er þetta því mikill heiður fyrir
Magnús Scheving og Latabæ.
Þetta stóra tækifæri kom eftir
að Latibær tók þátt í heimssýn-
ingunni í Sjanghæ á síðasta ári
við frábærar undirtektir. Þar var
sýning Latabæjar sú mest sótta
af öllum, auk þess sem Magnús
heimsótti skóla í borginni ásamt
Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta
Íslands, og borgarstjóra Sjanghæ.
„Kínverjar eru vanir að hreyfa
sig með morgunleikfimi og svo
virðist sem Latibær höfði gríð-
arlega vel til kínverskra áhorf-
enda,“ segir Magnús, sem heim-
sótti CCTV-stöðina þegar Latibær
tók þátt í heimssýningunni. „Þeir
höfðu gríðarlegan áhuga strax
þegar þeir sáu Latabæ og vildu fá
að þýða hann yfir á kínversku,“
segir hann og reiknar með því að
Latibær taki einnig þátt í heilsu-
átaki í Kína í framtíðinni. „Það
sem er spennandi við Kínamarkað
er að þetta er ört vaxandi mark-
aður og að fá að stíga sín fyrstu
skref þangað er gríðarlega mikil-
vægt.“
Latibær fékk í gær viðurkenn-
ingu frá fulltrúum heimssýning-
arinnar í Sjanghæ fyrir framlag
sitt til hennar. Latabæ hefur einn-
ig verið boðið á sýninguna World
Leisure Expo, sem er tileinkuð
heilsu og hreyfingu, í Hangzhou í
Kína næsta haust.
„Það er ekkert vafamál að
heimssýningin hefur skipt okkur
Íslendinga miklu máli því við
fengum gríðarlega athygli í öllum
fjölmiðlum í Kína,“ segir Júlíus
Hafstein hjá utanríkisráðuneyt-
inu, sem afhenti Magnúsi verð-
launin fyrir hönd heimssýningar-
innar. „Það er mjög ánægjulegt
að þeir skuli viðurkenna Latabæ
fyrir framlagið,“ segir hann og er
ánægður með sjónvarpssamning-
inn. „Þetta er enginn smá markað-
ur sem um ræðir. Það hefur örugg-
lega hjálpað til hvað við komum
skemmtilega á óvart á þessari
sýningu.“ freyr@frettabladid.is
MAGNÚS SCHEVING: NÁUM TIL 360 MILLJÓNA BARNA Í KÍNA
Latibær nær fótfestu í Kína
LATIBÆR FÉKK VIÐURKENNINGU Magnús Scheving ásamt sendiherra Kína á Íslandi og Júlíusi Hafstein þegar viðurkenningin var
afhent í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI