Fréttablaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 8
31. mars 2011 FIMMTUDAGUR8 JAPAN Hvert bakslagið á fætur öðru hefur komið í baráttuna við að halda niðri geislamengun frá kjarnorkuverinu í Fukushima. Ákveðið hefur verið að leggja endanlega niður starfsemi í þeim fjórum ofnum versins sem til vandræða hafa verið. Í gær mældist geislavirkni í sjó við ströndina meiri en nokkru sinni. Baneitrað plútón hefur einn- ig fundist í jarðvegi við verið, sem staðfestir grun um að geislavirkt vatn frá skemmdum eldsneytis- stöfum hafi lekið úr verinu. Geislamengun hefur mælst í matvælum og kranavatni, jafnvel í höfuðborginni Tókýó sem er í 220 kílómetra fjarlægð. Erfiðlega hefur gengið að koma kælikerfi ofnanna í gang á ný, þótt rafmagn sé komið á. Kælikerfin sjálf hafa greinilega skemmst það mikið að rafmagnstengingin dugir ekki til að koma þeim af stað. Í gær fréttist af því að Masa- taka Shmizu, forstjóri TEPCO, jap- anska orkuveitufyrirtækisins sem rekur kjarnorkuverið í Fukushima, hefði verið fluttur á sjúkrahús. Hann var mjög áberandi persóna í Japan fyrir jarðskjálftann en hefur lítið sem ekkert sést opinberlega síðasta hálfa mánuðinn. Tsunehisa Katsumata, stjórnar- formaður fyrirtækisins, viður- kenndi í fyrsta sinn í gær að ekki yrði framar hægt að starfrækja í það minnsta fjóra af sex kjarna- ofnum versins. „Eftir að hafa dælt sjó á ofnana tel ég að við getum ekki notað þá meir,“ sagði hann. Fyrirtækið sagði að ákvarðanir um framtíð hinna ofnanna tveggja, sem ekki hafa verið til vandræða, yrðu teknar síðar og þá í samráði við íbúa í nágrenninu. Japönsk stjórnvöld hafa þó hald- ið því fram í tíu daga að leggja þurfi niður alla starfsemi í verinu. Öryggisráðstafanir í verinu voru miðaðar við að það þyldi jarð- skjálfta upp á sjö stig, en skjálft- inn mikli sem reið yfir föstudag- inn 1. mars mældist 9 stig. Í kjölfarið kom hamfaraflóð sem var öflugra og meira en nokkur hafði gert ráð fyrir þegar örygg- isbúnaður versins var hannaður. Opinberar tölur um staðfest mannfall segja að hamfarirnar hafi kostað á tólfta þúsund manns lífið, en að auki er meira en sextán þúsund manns saknað. gudsteinn@frettabladid.is Eftir að hafa dælt sjó á ofnana tel ég að við getum ekki notað þá meir TSUNEHISA KATSUMATA STJÓRNARFORMAÐUR TEPCO 1 Hvað eru liðin mörg ár frá því að Neytendasamtökin höfðuðu bóta- mál á hendur stóru olíufélögunum þremur vegna samráðs þeirra? 2 Hvað lánar Reykjavíkurborg Orkuveitunni mikla fjármuni til að forða henni frá gjaldþroti? 3 Hve mikil var verðbólgan í mars? SVÖR 1. Liðin eru sex ár. 2. Tólf milljarða króna. 3. Í mars mældist tveggja komma þriggja prósenta verðbólga. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Komdu við í næsta útibúi, hringdu í 410 4000 eða stofnaðu til reglubundins sparnaðar í Einkabankanum á landsbankinn.is. „ Ég held að maður verði bara að byrja einhvers staðar, byrja á þúsundkallinum.“ Reglubundinn sparnaður er ein besta leiðin til að spara. Þú setur þér skýr markmið og ákveður hve háa upphæð þú vilt spara mánaðarlega. Byrjaðu að spara strax í dag. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA N B I H F . ( L A N D S B A N K I N N ) , K T . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 © GRAPHIC NEWS Yfirvofandi vöruskortur víða um heim Hafnir lokaðar: Sendai, Hitachinaka, Kashima 1 Toyota: Framleiðsla liggur niðri í átján verksmiðjum 2 Honda: Framleiðsla hefst á ný á sunnudag 3 Mazda: Takmörkuð varahlutaframleiðsla 4 Suzuki: Ein verksmiðja starfrækt að hluta 5 Fujitsu: Síðasta verksmiðjan af sex tekin í notkun að hluta á sunnudag 6 Canon: Tvær myndavélaverksmiðjur í Kyusho lokaðar 7 Hitachi: Framleiðsla hafin að hluta á ný á á lithium-jón rafhlöðum fyrir General Motors 8 Panasonic: Framleiðsla sjóntækja og hljómtækja liggur niðri 9 Renesas: Framleiðsla á örtölvum liggur niðri í þremur verksmiðjum vegna rafmagnsleysis og skemmda af völdum jarðskjálfta 10 Sony: Dregið úr fram- leiðslu á myndavélum, linsum, Blu-ray-diskum og flatskjáum í fimm verksmiðjum í suðurhluta Japans 11 Shin-Etsu: Verksmiðju, sem framleiðir kísilskífur, lokað. 400 km Önnur löndHong Kong 5,5% Taívan 6,3% S-Kórea 8,1% ESB 9,6% Bandaríkin 16,4% Kína 18,0% Samtals: 95.000 milljarðar króna Helstu útflutningsmarkaðir Japans (2010) Heimildir: Scotia Economics, IHS Automotive, Fjármálaráðuneyti Japans Upptök skjálftans Hokkaido HitachinakaTókíó Sendai Kashima Kyushu Shikoku Honshu K y r r a h a f i ð 1 5 82 97 4 113 6 10 Skemmdir af völdum jarðskjálftans mikla, eldsneytisskortur og tíðar rafmagnstruflanir urðu til þess að mörgum verksmiðjum þurfti að loka í Japan. Fyrirsjáanlegur er skortur víða um heim á vörum og varahlutum frá Japan. Fjórir ofnar teknir úr notkun Japanska orkuveitufyrirtækið Tepco hefur viðurkennt að vonlaust sé að reyna að koma fjórum af sex ofnum kjarnorkuversins í Fukushima í gang. Stjórnvöld hafa sagt að engin starfsemi verði framar í verinu. SKIPULAGSMÁL Borgarráð hefur samþykkt skipan fimm manna stýrihóps á vegum borgarinnar og Faxaflóahafna til að endur- skoða skipulag við höfnina frá Grandagarði að tónlistar- og ráð- stefnuhúsinu. „Hópurinn taki afstöðu til fyrirliggjandi áætlana, marki sýn til framtíðar, undirbúi endurskoðun skipulagsvinnu á svæðinu og hafi yfirumsjón með framgangi hennar. Tillögur að endurskoðuðu skipu- lagi svæðisins verði unnar í samráði við hafnarstjórn, skipu- lagsráð og umhverfis- og sam- gönguráð, auk hagsmunaaðila og íbúa,“ segir um verkavið hópsins sem skipaður er Hjálmari Sveins- syni, Páli Hjaltasyni, Hólmfríði Ósmann Jónsdóttur, Gísla Mar- teini Baldurssyni og Júlíusi Vífli Ingvarssyni. - gar Nýr stýrihópur í Reykjavík: Geri tillögu um hafnarsvæðið REYKJAVÍKURHÖFN Stýrihópur á að marka sýn til framtíðar fyrir 1. septem- ber. ORKUMÁL Lánardrottnar sýndu erfiðri stöðu Orkuveitu Reykja- víkur skilning eftir hrunið og lýstu vilja til að lána fé allt fram á mitt ár 2010, segir Guðlaugur Gylfi Sverrisson, fyrrverandi stjórnarformaður OR. Guðlaugur lét af störfum um mitt ár 2010 og segir fullyrðingar núverandi stjórnenda fyrirtækis- ins um gjaldþrot þess algerlega á þeirra ábyrgð. „Orkuveita fékk lán afgreidd allan þann tíma er undirritaður var stjórnarformaður. Hvað breyttist eftir júní 2010? Núver- andi forstjóri hefur stað - fest án frek- ari skýringa að skyndilega um áramótin 2011 hafi viðhorf til félagsins gjör- breyst. Höfðu þá nýir stjórn- endur set ið að félaginu í hálft ár, skipt um forstjóra, sett bráðabirgða- forstjóra og hækkað gjaldskrá á almenning,“ segir Guðlaugur í yfirlýsingu. „Getur verið að yfirlýsingar stjórnenda og eig- enda um stöðu og greiðslugetu OR hafi haft áhrif til hins verra við útvegun fjármagns til rekstr- ar OR?“ Guðlaugur bendir á að OR hafi á árinu 2009 fengið 6 til 7 millj- arða lánaða frá Evrópska þróun- arbankanum og 30 milljarða frá Evrópska fjárfestingarbankan- um. Þá hafi verið vilji hjá Nor- ræna fjárfestingarbankanum í janúar 2010 til að lána 12 til 14 milljarða króna. - bj Fyrrum stjórnarformaður gagnrýnir yfirlýsingar stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur: Vildu lána fram á mitt ár 2010 GUÐLAUGUR GYLFI SVERRISSON STJÓRNSÝSLA Tíu fjársterkir aðilar frá Bandaríkjunum og Kanada vilja íslenskan ríkisborgararétt fyrir sig og börn sín. Samkvæmt fréttastofu RÚV eru þetta fjár- sterkir og reynslumiklir menn úr orkugeiranum sem vilja fjár- festa í endurnýjanlegri orku á Íslandi í tengslum við íslenska fyrirtækið Northern Lights Energy. Að baki því fyrirtæki standa meðal annarra Gísli Gíslason, sem er stjórnarformaður, og Sighvatur Lárusson. - vg Óvenjulegir innflytjendur: Auðmenn vilja ríkisborgararétt VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.