Fréttablaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 10
31. mars 2011 FIMMTUDAGUR10 SKIPULAGSMÁL „Þessi fundur er til að leggja fram kynningu og fá athugasemdir íbúanna,“ segir Stef- án Konráðsson, formaður skipu- lagsnefndar Garðabæjar, um fund í Sjálandsskóla í kvöld um skipu- lagsmál á Arnarnesi. Stefán segir það ekki rétt sem komið hafi fram hjá Auði Hall- grímsdóttur, varamanni lista Fólksins í bænum í skipulags- nefnd, að á íbúafundinum yrðu lögð fram drög að nýju deili- skipulagi heldur yrðu þar kynnt áhersluatriði skipulagsnefndar og ýmis álitamál. „Þegar við erum búin að fá fram athugasemdir og sjónarmið eftir fundinn verður unnin deiliskipu- lagstillaga sem verður að sjálf- sögðu auglýst. Þá gefst aftur tæki- færi til að gera athugasemdir,“ útskýrir Stefán. Þá segir Stefán það ekki rétt að gert sé ráð fyrir stíg meðfram ströndinni á Arnarnesi í aðal- skipulagi. Við gerð aðalskipulags árið 1995 hafi þáverandi skipu- lagsnefnd fallið frá þeirri hug- mynd. „Hugmyndinni var mót- mælt kröftuglega af fjölmörgum íbúum á þessum stað á þeim tíma. Eignarhaldið og legan var þann- ig að það var talið illframkvæm- anlegt að standa að stígagerð. Hins vegar sýnir aðalskipu- lagið svokallaða útivistarleið, sem þýðir að öllum er heimil för um fjöruna,“ segir hann. Í Fréttablaðinu í gær var einnig fjallað um óánægju íbúa í Túnunum sem segj- ast verða fyrir ónæði frá nálægu skátaheimili og klúbb- húsi Kiwanis-manna. Stefán segir að á fundi á dögunum með íbúum hverfisins hafi þessar athuga- semdir komið fram. „Við munum vinna með þær og koma síðan með okkar tillögu í nýju deiliskipulagi,“ segir formaður skipulagsnefndar Garðabæjar. gar@frettabladid.is Eignarhaldið og legan var þannig að það var talið illframkvæmanlegt að standa að stígagerð. STEFÁN KONRÁÐSSON FORMAÐUR SKIPULAGSNEFNDAR GARÐABÆJAR 2. apríl 2011 kl. 10:00 - 16:00 Menntavísindasviði Háskóla Íslands við Stakkahlíð Dagskrá á www.sniglar.is MÁLÞING UM HAGSMUNI BIFHJÓLAFÓLKS Útivistarleiðir en ekki stígar á Arnarnesi Kröftug mótmæli íbúa og vafi um eignarhald urðu til þess að þáverandi skipulagsnefnd hætti við stíga á strandlengju Arnarness við gerð aðalskipulags, að sögn formanns skipulagsnefndar Garðabæjar. STEFÁN KONRÁÐSSON Kynnt verða áhersluatriði varðandi breyt- ingar á deiliskipulagi Arnarness á íbúafundi, segir formaður skipulags- nefndar Garðabæjar. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI ARNARNES Íbúar á Arnarnesi mótmæltu þegar til stóð að setja göngustíga fyrir almenning neðan við sjávarlóðir á aðalskipulag fyrir hálfum öðrum áratug. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. STJÓRNLAGARÁÐ Óvíst er hvort sá sem lenti í 26. sæti í kosningum til stjórnlagaþings þiggur sæti í stjórnlagaráði. Fyrsti fundur stjórnlagaráðs er áformaður næst- komandi miðvikudag. Staðfest var í gær að 24 af þeim 25 sem náðu kjöri í kosningum til stjórnlagaþings tækju sæti í stjórnlagaráði. Aðeins Inga Lind Karlsdóttir hafnaði því að taka sæti. Frestur sem þau sem náðu kjöri höfðu til að svara því hvort þau tækju sæti í ráðinu rann út að kvöldi síðastliðins þriðjudags. Íris Lind Sæmundsdóttir varð í 26. sæti í kosningunum, og hefur henni því verið boðið sæti Ingu Lindar á þinginu. Íris sagðist í sam- tali við Fréttablaðið í gær ekki hafa ákveð- ið hvort hún tæki sæti í stjórnlagaráði. Hún hefur frest fram að helgi til að tilkynna um ákvörðun sína. Eins og fram hefur komið ógilti Hæsti- réttur kosning- ar til stjórn- lagaþings. Í kjölfarið ákvað Alþingi að skipa þá sem náðu kjöri í stjórnlaga- ráð. Ráðinu er ætlað að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins. Niðurstaða ráðsins mun ekki ráða úrslitum um breyting- ar á stjórnarskránni, þar sem það er aðeins Alþingi til ráðgjafar. - bj Alls ætla 24 af 25 sem kjörnir voru á stjórnlagaþing að taka sæti í stjórnlagaráði: Óvíst hvort varamaður þiggur sæti ÍRIS LIND SÆMUNDS- DÓTTIR Hringdu í síma ef blaðið berst ekki HROLLKALDUR Harry prins var kuldalegur á að líta þegar hann steig á Norðurpólinn í gær. NORDICPHOTOS/GETTY DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært tvítugan mann fyrir sér- staklega hættulega líkamsárás. Manninum er gefið að sök að hafa slegið annan mann með járn- eða álröri í höfuðið. Fórnarlambið hlaut skurð á enni sem sauma þurfti saman. Atvikið átti sér stað aðfaranótt sunnudagsins 20. júní 2010, á bifreiðaplani söluturns- ins Aðalbrautar, við Víkurbraut í Grindavík. Sá sem sleginn var gerir einkaréttarkröfu í málinu. Hann vill fá nær 900 þúsund krón- ur úr hendi árásarmannsins. - jss Sérlega hættuleg árás: Barði mann í höfuð með röri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.