Fréttablaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 30
2 •
LIFÐU AF
Í APRÍL
SKELLTU ÞÉR...
...til Akureyrar helgina 7. til 10. apríl. Snjóbrettaviðburð-
urinn AK Extreme fer þar fram og brettaundrin Gulli
Guðmundsson, Eiki Helgason og Halldór Helgason
mæta á svæðið. Þá fer fram Söngkeppni framhalds-
skólanna, sem er alltaf jafn spennandi.
Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður
verður haldin á Ísafirði 21. til 23.
apríl og sem fyrr er Mugison einn
af skipuleggjendunum. Hann lofar
skemmtilegri hátíð en rúmlega þrjátíu
flytjendur hafa skráð sig til leiks,
þar á meðal Páll Óskar, Ný dönsk
og FM Belfast.
„Þetta eru tveir og hálfur dagur.
Við tökum fimmtudaginn inn núna.
Við prófuðum það í fyrra. Þá vorum
við með grínkvöld með Mið-Íslandi
og þeir mættu eldhressir. Við gerum
eitthvað svipað í ár og blöndum
saman gríni og nokkrum böndum
sem upphitun fyrir helgina,“ segir
Mugison. „Það er búið að gera stuð-
samning við bæinn og bæjarbúa
og ég held að það verði mikið stuð.
Bærinn er búinn að búa til hópa. Til
dæmis sér einn hópur um morgunmat
eða bröns fyrir popparana og síðan
erum við með góða klíku sem er að
hjálpa okkur við að smíða sviðið.“
ÞÆGILEG OG
SKEMMTILEG HÁTÍÐ
FERÐAST UM LANDIÐ
Mugison er á leiðinni í stutta
tónleikaferð um landið sem
hefst á Græna hattinum á
Akureyri í kvöld. Á morgun
spilar hann á Egils stöðum
og síðan taka við tónleikar á
Höfn í Hornafirði 2. apríl og
í Reykjavík kvöldið eftir. „Ég
er að fara þennan hring með
pabba mínum til að prófa
íslensku lögin mín áður en
ég geng almennilega frá
plötunni minni sem kemur
vonandi út í sumar,“ segir
Mugison.
Hið stórfurðulega hljóðfæri tónlistarmannsins Mugisons og vöruhönnuðarins Páls Einarssonar, Mirstrument, er
loksins tilbúið ef undan er skilin reykvél sem stendur til tengja við það síðar. Græjan, sem hefur verið mörg ár
í undirbúningi, er allt í senn, hljóðfæri, hljóðnemi, gítarmagnari, hljóðblandari, ljósabúnaður og ýmislegt fleira.
Popp kynnti sér Mirstrumentið frá toppi til táar.
MUGISON ER LOKSINS TILBÚINN MEÐ MIRSTRUMENT-HLJÓÐFÆRIÐ SITT
HLJÓÐVERKSMIÐJA
ÁN HLIÐSTÆÐU
NEÐST: Þetta er móðurstöðin, hin eigin-
lega hljóðverksmiðja. Inni í þessu er tölva
og allar græjur sem túlka skilaboðin úr
Mirstrumentinu sjálfu og búa til hljóð. Þarna
get ég plöggað inn gítar og hljóðnema og
þetta er um leið mixer og hljóðgjafi.
PEDALL: Ef ég er að spila á gítar
getur þetta verið wow wow-pedall. Ef
ég er í hljómborðsfíling getur þetta
verið volume-pedall. Ég ræð því
með tökkunum sem eru fyrir neðan.
TAKKAR: Í staðinn fyrir að fara í tölvu
og hlaða upp lög get ég náð í lögin með
því að ýta á takkana með löppinni. Þarna
hleð ég upp banka af hljóðum, sem er
mjög þægilegt.
GÍTARSTILLIR (á milli tölvuhauss
og pedals)
TÖLVUHAUS: Það var gaur í Belgíu,
Xander, sem smíðaði þetta í bíl-
skúrnum sínum. Við notuðum hausinn
til að geta forritað alla þessa takka.
Þarna er lítill skjár þar sem ég get
séð í hvaða lögum ég er að vinna.
BLÁTT STÓRT SVÆÐI: Inni í þessu er hinn
eiginlegi mixer. Þarna er líka græja sem
sendir skipanir í ljósakerfið.
STANGIR: Við komum
þeim ekki inn í græjuna.
Þetta eru pitchbend (eins og
að teygja streng) og modwheel,
bæði fyrir hljóðfærið.
FYRIR MIÐJU: Þetta eru 160 takkar
og virka eins og þrjú lyklaborð.
Þetta er kerfi sem maður að nafni
Peter Davies þróaði fyrir nokkrum
áratugum. Maður spilar á þetta
nokkuð svipað og á harmóníku en
þarna er búið að einfalda það kerfi.
Þetta virkar ekki ósvipað og að spila
á gítar og þarna geturðu náð hljómi
með einum putta.
VIÐ HLIÐINA: Þetta er hugsað sem
skyndimixer eins og Dj-mixer.
Þarna hefur maður snöggt að-
gengi að því helsta.
RAUÐUR TAKKI: Hann
vistar allt draslið og ég
er með hlíf yfir honum
sem verndar hann.
H I N N R AU Ð I
TAKKINN: Þetta er panic-
takkinn. Ef allt fer í rugl
get ég ýtt á hann, þá
reynir tölvan að vinna
úr ruglinu.
UPPI LENGST TIL VINSTRI:
Þetta er mixer sem maður
hefur aðgang að með hönd-
unum. Þarna eru öll sándin á
12X6 rásum.
A N N A Ð F R Á
VINSTRI: Þetta
er effekta bankinn
minn. Hver takki
er í rauninni effekt,
hvort sem það er
fyrir rödd, gítar eða
græjuna sjálfa.
LENGST TIL HÆGRI: Þetta er líka
til að stjórna effektunum. Ég nota
þetta líka sem ljósamixer. Til dæmis
ef ég er að spila á kassagítar
get ég fiktað í þessu og búið
til kósý stemningu.
HLJÓÐNEMASTANDUR.
LJÓS: Þetta
eru sex ljós í
öllum litum.
gerðu tónlist á makkann þinn
Opið fyrir ProTools 9, Logic, Sonar, ofl.
Symphony I/O