Fréttablaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 16
31. mars 2011 FIMMTUDAGUR16 16 hagur heimilanna „Ég get vel sagt þér hver voru mín bestu kaup,“ segir Úlfar Eysteins- son matreiðslumaður nær án umhugsunar eftir að hafa verið beðinn að rifja upp hvar hann hafi gert vel og hvar hann hafi farið út af sporinu í innkaupum um tíðina. „Bestu kaupin voru á uppboði hjá sýslumanni. Á vefnum hafði ég séð mynd af stýrishúsi á bát og fékk það á 25 þúsund krónur. Ég hélt það væri kannski hægt að nota þetta í garðinn handa krökkum að leika sér í,“ segir hann, en upplýsir um leið að svo hafi komið babb í bátinn. Úlfar hafði nefnilega fest kaup á stýrishúsi á 300 tonna bát. „Síðan frétti vinur minn einn fyrir vestan af þessu og keypti af mér húsið fyrir 800 þúsund krónur.“ Vinurinn segir Úlfar að hafi líka gert góð kaup, því hann seldi seinna stýris- húsið á 12 hundruð þúsund og síðan hafi húsið endað á bát á Akranesi fyrir enn meiri peninga. „En þetta eru nú orðin eitthvað um fimmtán ár síðan.“ Úlfar segist hins vegar verða að vitna aftur í tollstjóra þegar kemur að verstu kaupunum. „Þar þarf maður að kaupa svolítið blint og ég keypti 50 pör af skóm, en það var allt á annan fótinn.“ Úlfar segist nú hafa reynt að hafa ekki hátt um þessi slæmu kaup. „Ég reyndi svona að finna hvort einhver hefði keypt á hægri fótinn. En ég fann ekkert út úr því svo þetta endaði bara í ruslinu.“ - óká NEYTANDINN: ÚLFAR EYSTEINSSON KOKKUR Keypti skó á annan fótinn Lítraverð á eldsneyti, bæði bens- íni og dísilolíu, gæti lækkað um 28 krónur, fái frumvarp fram að ganga sem Tryggvi Þór Herberts- son, þingmaður Sjálfstæðisflokks, mælti fyrir í gær. Frumvarpið, sem sjálfstæðis- menn á þingi flytja, felur í sér veru- lega lækkun á olíu- og kílómetra- gjaldi af dísilolíu og vörugjaldi af bensíni. Samkvæmt því munu gjöld á dísilolíu lækka úr 55 krónum á hvern seldan lítra niður í 35 krónur og bensíngjöld lækka úr tæplega 24 krónum niður í 4 krónur. Lækkunin skuli ganga til framkvæmda strax um komandi mánaðamót og gilda til ársloka. Hávær krafa hefur verið um að stjórnvöld grípi inn í sífellt hækk- andi eldsneytisverð, enda renn- ur tæpur helmingur af útsölu- verði bensíns í ríkissjóð í formi bensíngjalda, kolefnisgjalds og virðisaukaskatts. Í umræðum á þingi ekki alls fyrir löngu sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra að óraunhæft væri að líta á hækkanirnar undanfarið, sem má að mestu leyti rekja til hækkunar á heimsmarkaðsverði, sem tíma- bundnar og því væri líklegra til árangurs að skoða hvernig tekjum ríkisins af eldsneytissölu væri varið. Ríkisstjórnin skipaði í kjöl- farið starfshóp um þetta mál og á hann að skila fyrstu tillögum sínum í næsta mánuði. Tryggvi segir hins vegar að ýmis- legt bendi til þess að heimsmark- aðsverð muni fara lækkandi þegar óvissuástand á heimsvísu dvíni. Meðal annars sé það að ráða af framvirku verði á bensíni á mörk- uðum. Hækkanirnar undanfarna mán- uði hafa þegar haft víðtæk áhrif og hafa ferðaþjónustuaðilar lýst yfir áhyggjum af búsifjum vegna minni umferðar innlendra ferðamanna á komandi vertíð. Hækkanirnar hafa einmitt haft í för með sér samdrátt í umferð um vegi landsins. Samkvæmt Vegagerðinni hefur umferð um Hringveginn dreg- ist saman um rúm sex prósent á fyrstu tveimur mánuðum ársins og sjötíu prósent svarenda könn- unar MMR segjast hafa dregið úr bifreiðanotkun í kjölfar hækkana á eldsneytisverði. Kostnaður ríkissjóðs af lækk- unum þessum gæti numið 3,2 milljörðum, en að sögn Tryggva er allt útlit fyrir að tekjur ríkis- sjóðs af eldsneytissölu hefðu verið talsvert undir væntingum sökum verðhækkunar og minni eftir- spurnar. Þess vegna sé hægt að gera ráð fyrir að kostnaður rík- isins vegna lækkana eldsneytis- gjalda verði enn minni. thorgils@frettabladid.is Bensínverð lækki um 28 krónur Mælt var fyrir frumvarpi um lækkun eldsneytisskatta í gær. Samkvæmt frumvarpinu komi lækkunin strax til framkvæmda og gildi til áramóta. Olíugjald verði 35 krónur á lítra en bensíngjald fari niður í 4 krónur. DÝR DROPI Eldsneytisverð er í hámarki hér á landi en verði frumvarp sjálf- stæðismanna að lögum gæti lítraverð lækkað um 28 krónur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Fyrirtækið BM Vallá er til sölumeðferðar hjá Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka. Félagið er í eigu Eignabjargs, dótturfélags Arion banka. BM Vallá er eitt stærsta framleiðslufyrirtæki innan byggingariðnaðarins á Íslandi og hefur sterka stöðu á markaðnum. Fyrirtækið starfar á sviði steypu-, hellu-, eininga- og múrfram- leiðslu sem og vikurvinnslu. Höfuðstöðvar þess eru að Bíldshöfða 7 í Reykjavík en jafnframt er félagið með starfsstöðvar víðar um landið. Arion banki tók yfir rekstur fyrirtækisins árið 2010. Reksturinn var endurskipulagður og kostnaðaruppbygging löguð að núverandi efnahags- ástandi. Framleiðslugeta fyrirtækisins getur annað meðalári án þess að til mikilla fjárfest- inga þurfi að koma. Við framangreindar breytingar hefur þess verið gætt að standa vörð um mikla sérfræðiþekkingu fyrirtækisins sem er forsenda þess að það verði áfram í fararbroddi á markaði og viðhalda sterkri ímynd varðandi vöru- og þjónustugæði. Á undanförnu ári hefur verið lögð áhersla á vöruþróun sem mun styrkja stöðu félagsins á Íslandi en þó sér- staklega útflutning þess. Söluferlið Boðið er til sölu allt hlutafé í B.M. Vallá ehf. og er gert ráð fyrir að það verði selt í einu lagi. Söluferlið er opið öllum áhugasömum fjárfestum sem að mati seljanda geta sýnt fram á að hafa viðeigandi þekkingu og til þess bæran fjárhagslegan styrk, eða aðgang að a.m.k. 500 milljónum króna í auðseljanlegum eignum. Seljandi áskilur sér þó rétt til þess að takmarka aðgang að söluferlinu, meðal annars ef fyrir hendi eru lagalegar hindranir á því að viðkomandi fjárfestir eignist ráðandi hlut í félaginu, svo sem vegna samkeppnisreglna. Fjárfestar sem óska eftir að taka þátt í söluferlinu eru beðnir að hafa samband við Fyrir- tækjaráðgjöf Arion banka. Skulu þeir leggja fram trúnaðaryfirlýsingu á þar til gerðu formi. Sölugögn verða afhent þátttakendum frá og með mánudeginum 11. apríl næstkomandi. Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka mun taka við óskuldbindandi tilboðum til kl. 12.00 mánudaginn 2. maí næstkomandi. Tilboðum skal skila á þar til gerðu formi. Í kjölfarið verða tilboðin metin og völdum fjárfestum boðin áframhaldandi þátttaka í söluferlinu. Munu þeir fjárfestar fá aðgang að frekari upplýsingum um rekstur og fjárhag fyrirtækisins áður en óskað verður eftir bindandi tilboðum og gengið til endanlegra samninga um kaup og sölu á félaginu. Seljandi áskilur sér rétt til að i) gera breytingar á skilmálum og/eða viðmiðum söluferlisins og/eða ii) ganga til samninga við hvaða tilboðsgjafa sem hann kýs eða hafna öllum. Frekari upplýsingar Upplýsingar um söluferlið má nálgast hjá Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka í síma 444 6000 eða með því að senda tölvupóst á fyrirtaekjaradgjof.BMV2011@arionbanki.is BM Vallá boðið til sölu 3.878 Til að fjarlægja dýraþvag úr gólfteppi er gott að byrja á að þurrka sem mest upp með bréfþurrkum. Svo er gott að þvo svæðið með volgu sápuvatni og skola því næst með hreinu vatni. Þegar svæðið er aftur orðið þurrt er gott að búa til edik- blöndu sem er 1/3 edik og 2/2 vatn. Blandan er borin varlega á teppið, skoluð úr með vatni og svæðið látið þorna. Þegar svæðið er orðið alveg þurrt eftir lágmark sólarhring er bökunarsóda stráð yfir blettinn og svæðið í kring og hann látinn standa í nokkrar klukkustundir áður en hann er ryksugaður. Edik má einnig nota til að þrífa kattasandskassa. Til að koma í veg fyrir að vond lykt komi af kattar- sandinum milli þess sem þrifið er má blanda smá barnapúðri saman við sandinn. GÓÐ HÚSRÁÐ Edik og barnapúður Dýraþvag til vandræða KRÓNUR kostaði klippingin að meðaltali fyrir karl í febrúar síðastliðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.