Fréttablaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 34
„Málið er að ég er mjög stressaður gaur. Eins núna þá er ég á nálum. Ég er á nálum yfir því að það er ný þáttaröð að byrja. Það er heilmikið stress í gangi. Það verður lítið sofið í vikunni. Ég er í rauninni að fara á taugum. Ég reyki rosalega mikið af rettum og drekk mikið kaffi,“ segir grínistinn Steinþór Hróar Steinþórsson, Steindi Jr. Steindi hefur ríka ástæðu til að vera stressaður. Eftir viku verður önnur þáttaröð Steindans okkar frumsýnd á Stöð 2. Hann byrjaði að skrifa þáttaröðina fyrir átta mán- uðum ásamt samstarfsmönnum sínum Ágústi Bent og Magnúsi Leifssyni, en sá síðarnefndi slóst í hópinn fyrir nýju þáttaröðina eftir að hafa komið með góðar hugmyndir í fyrstu þáttaröðina. Steindi er gríðarlega upptekinn þessa dagana og mætti allt of seint í viðtalið vegna þess að hann var á fundi úti í bæ. Fundinum hafði reyndar seinkað vegna þess að Steindi svaf yfir sig, en það var bara vegna þess að upptökur á Steindanum okkar stóðu til þrjú nóttina áður. Óstundvísi Steinda fór illa í Valla ljósmyndara, sem ætlaði að berja hann með lóðunum sem notuð voru í myndatökunni, en reiðin var fljót að renna af honum þegar Steindi gekk inn, gaf honum fimmu og spurði: „Hvað er að frétta?“ Bjór og karfa upp í bústað Það sem er að frétta er að sjálfsögðu endurkoma Steinda. Önnur þátta- röðin verður að hans sögn ógeðs- lega fyndin. „Ég lofa góðri skemmtun. Ég held að fólk geti átt von á mjög fyndnum þáttum,“ segir hann kokhraustur og þaggar niður í símanum sem átti eftir að hringja um tuttugu sinnum á meðan viðtalið stóð yfir. Lentuð þið ekki í erfiðleikum með að halda áfram að vera fyndnir eftir fyrstu þáttaröðina? „Nei. Við tókum okkur ekkert hlé eftir fyrstu þáttaröðina. Við byrjuðum strax að skrifa niður hugmyndir og tókum svo þrjá mánuði í að skrifa nýju þáttaröðina. Við fórum til dæmis í sumarbústað og skrifuðum.“ Voruð þið sem sagt blindfullir í bústað að skrifa? „Við fengum nokkra. Við grill- uðum kótelettur, spiluðum körfubolta og höfðum það kósí.“ Steindi og félagar klára ekki þátta- röðina áður en hún verður frumsýnd. Þeir skilja viljandi eftir pláss fyrir tvö atriði í hverjum þætti þannig að þeir geti tekið upp ný, hvort sem þau tengjast atburðum líðandi stundar eða ekki. „Við viljum hafa möguleika á því að grípa eitthvað sem er að gerast,“ útskýrir Steindi. „En ef við gerum það ekki gerum við hlut- laust atriði. Íslendingar hafa alltaf fylgst mest með áramótaskaupinu og Spaugstofunni. Þannig að fólk heldur alltaf að það sé verið að gera grín að einhverju. Fólk veltir alltaf fyrir sér hverjum það er verið að gera grín að og af hverju það sé verið að skjóta á hann. Það er alltaf verið að gera þetta, en við erum ekki þannig. Við erum til dæmis ekki pólitískir. Grínið okkar er hlutlaust. Tímalaust.“ Slúður um dóp Steindi var á forsíðu Popps fyrir ári síðan. Þá var fyrsta þáttaröðin ekki farin í loftið og enginn vissi hvernig honum myndi vegna. Þáttaröðin setti engin áhorfsmet og var til að mynda ekki á lista yfir vinsælustu þætti Stöðvar 2. Hann var hins vegar á allra vörum, lögin úr þáttunum nutu mikilla vinsælda og íslensk ungmenni fengu ekki nóg af honum. Velgengnin varð til þess að hann og Ágúst Bent voru allt í einu byrjaðir að framleiða auglýsingar, en tekjurnar af þeim notuðu þeir til að kaupa græjur sem voru síðar notaðar til að taka upp nýja þáttaröð. Grínið var orðið sjálfbært, en breytti þetta Steinda? Eiginlega ekki, en hann segist reyndar vera orðinn duglegri. „Það er eiginlega eina og ég er ekki orðinn skíthæll. Áður fyrr var ég að vinna í íþróttahúsi í Mosfellsbæ og hafði auðvitað engan áhuga á því – vildi helst ekkert vinna. Það var í rauninni spurning hvar ég myndi enda. Án þess að ég væri á leiðinni í ræsið. Ég hafði engan áhuga á öðru en að skrifa grín. Þegar ég byrjaði á því vorum við farnir að vinna kannski 14 til 16 tíma á dag og það var allt í lagi. Það var gaman.“ En þú ert orðinn frægur og byrjaður að hanga með frægu fólki. Ég frétti til dæmis af þér í fríi með Audda Blö og Agli Gillzenegger í lok síðasta árs. Ertu búinn að losa þig við gömlu vinina og farinn að hanga einungis með frægu fólki? Steindi hlær við. „Nei. Alls ekki. Auðvitað ekki. Ég er í góðu sam- bandi við æskuvini mína. Hef alltaf verið. En auðvitað eignast ég nýja vini því ég er alltaf að vinna með nýju fólki. Í þessum bransa eignast maður mikið af félögum, en ég fer enn þá á Áslák [bar í Mosfellsbæ] með æskufélögunum.“ En nú er talsvert slúðrað um fræga fólkið. Hefurðu heyrt eitthvað um þig sem er ekki satt? „Ég hef heyrt slúður um að ég sé í rugli. Ég veit ekki einu sinni hvað það þýðir – kannski er ég í rugli. Ég heyrði að ég væri að nota eiturlyf. Ég held ég gæti ekki gert það sem ég er að gera í dag ef ég væri að nota mikið af eiturlyfjum.“ Hafa slíkar sögur sært þig? „Það var særandi að heyra að ein- hver héldi að ég væri í eiturlyfjum. En það er vegna þess að ég nota ekki eiturlyf og myndi aldrei gera það. Sagan fór af stað þegar við vorum að taka upp atriði í nýju þáttaröð- inni þar sem ég átti að vera mjög djammaður gaur og við þurftum að fara á djammið að taka upp. Svo förum við að fá okkur að borða og þaðan kom slúðrið. Það voru víst háskólanemar sem sáu mig í tómu rugli inni á Subway, ég var málaður hvítur og með blóðnasir. Þeir tóku greinilega ekki eftir myndavélinni. Það sem særir mig líka eru Youtube- ummæli. Ég fylgist með þeim. Þannig að ef einhver hefur talað illa um mig á Youtube þá hef ég séð það og verð mjög sár. Ég tek það nærri mér. Mig grunar ég sé ekki með hjarta í þetta (hlær).“ Hvort græturðu á öxl kærustunnar eða ferð á barinn? „Bæði. Svo getur huggunin líka verið Waterworld og snakkpoki. Ég horfi bara á vondar myndir, Outbreak er í tækinu núna. En það er önnur ÉG ER EKKI ORÐINN SKÍTHÆLL Steindi er kominn aftur. Fyndnari, drykkfelldari og stressaðri en nokkru sinni fyrr. Eftir Atla Fannar Bjarkason. Myndir: Valgarður Gíslason. Hvorki Ólafur Ragnar né Linda P hringdu til baka Á síðasta ári lýsti Steindi því yfir að hann vildi fá Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í atriði í nýju þáttaröðinni. Það tókst ekki, en Steindi reyndi. „Ég talaði við Örnólf forsetaritara – hringdi í gemsann hans. Hann svaraði ekki í hann tvö kvöld í röð þannig að ég hringdi heim til hans. Þetta var um kvöldmatarleytið. Honum fannst ólíklegt að forsetinn væri til í þetta, en lofaði að skila beiðninni til hans. Ég á eftir að hringja í Óla. Ég hef trú á því að ég geti reddað númerinu hans. Ég gæti líka bankað upp á hjá honum, ég held að þetta sé fínn náungi.“ En voru einhverjir, fyrir utan forsetann, sem þig langaði til að fá í þáttaröðina sem þú fékkst ekki? „Já. Ég reyndi að fá Lindu P. Ég hringdi í Baðhúsið, en stelpan sem svaraði neitaði að gefa mér númerið hjá Lindu. Ég kynnti mig og sagði henni um hvað málið snerist, en hún neitaði að gefa mér samband. Ég held að það sé svipað erfitt að ná í Lindu og forsetann. Ég skil ekkert í þessu. Er hún svona upptekin?“ 6 •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.