Fréttablaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 28
31. mars 2011 FIMMTUDAGUR4 Framhald af forsíðu 10%OG AÐ AUKI SÉ GREITT Í EINU LAGI VIÐ PÖNTUN AF ÖLLUM INNRÉTTINGUM AFSLÁTTUR25%                                  ! "#             $%  &' ( " )*'! + &!  ,-  .  #   / '0 '  1  12)    3     4 5 #"    Laugardaga Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 FORSÍÐA VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. ÞÚ ERT MEÐ FRÆGA FÓLKIÐ Í VASANUM MEÐ VÍSI m.visir.is Fáðu Vísií símann! Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Claude Defresne, aðalförðunarþjálf- ari hjá franska snyrtivöruframleið- andanum Clarins, er staddur hér á landi þessa dagana til að leggja lín- urnar fyrir förðun sumarsins með starfsfólki Clarins á Íslandi. Claude hefur síðustu tólf ár haft yfirumsjón með þjálfun starfsfólks fyrirtækis- ins í fimmtán löndum, þar á meðal á Norðurlöndunum. „Sumarið 2010 var áherslan á gullið yfirbragð og ljóma húðarinn- ar. Fyrir sumarið 2011 leggjum við áherslu á augun og á vatnsheldan farða sem endist lengi, hvort sem farið er í sund eða út að dansa,“ segir Claude. „Áferðin er öll fersk- ari á sumrin og litirnir líflegir. Túr- kisblár og mynta verða til dæmis áberandi litir í sumar svo og glans- andi varagloss. Á kinnbeinin fara mjúkir ferskjulitir sem einnig má nota á augun, bæði mattir og san- seraðir tónar sem nota má í bland til að móta andlitið.“ Claude segir vöruþróun fyrir- tækisins snúast að miklu leyti um hvernig birta og lýsing virka á línur í andlitinu. Hrukkur hverfi í beinni lýsingu en sjáist í skugga. „Instant Light-complexion Perfector-kremið inniheldur púður sem nýtir birtuna til hins ýtrasta svo hrukkurnar hverfa, jafnvel í lítilli birtu,“ segir Claude. „Kremið má nota eitt og sér og nóg að nota létt Blush Prodige Soft í ferskjulit á kinnbein og augu til að fá ferska sumarförðun, eða Multi-Blush í apríkósulit, sem nota má á varir, kinnbein og augu.“ Snyrtivörufyrirtæki heims sækja í hugmyndabanka sem byggður er á öllu því nýjasta í tækni, efnum, textíl og litum, um allan heim. Tíma tekur að þróa vörurnar, framleiða þær og markaðssetja og því er löngu ljóst hvað verður í tísku næstu tvö til þrjú árin. Claude lætur hins vegar ekki toga það upp úr sér. „Eins mikið og mig langar til þess þá má ég ekki gefa neitt upp, ekki einu sinni um litaspjaldið fyrir haustið 2011,“ segir hann hlæjandi. „Ég get hins vegar lofað að hún verður fjölbreytt bæði í lit og áferð og að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Að lokum er ekki hægt að sleppa Claude án þess að fá hjá honum eitt skothelt fegrunarráð. „Farði getur gert ótrúlega hluti fyrir útlitið. Í grunninn snýst fegurð þó um útgeislun, að vera maður sjálf- ur og láta ekki á sig fá hvað öðrum finnst.“ heida@frettabladid.is Útgeislun tryggir fegurð Líflegir litir á borð við túrkísbláan og myntu verða áberandi í sumar að sögn hins franska Claude Def- resne. Hann er förðunarþjálfari hjá Clarins og leggur þessa dagana línurnar fyrir sumarið fram undan. Claude Defresne, förðunarkennari frá Clarins, farðar Maren Kjartansdóttur. Hann segir líflega liti á augun, ásamt glansandi varaglossi, vera málið í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR og prent þannig að línan saman- stendur frekar af sýningargrip- um en flíkum sem henta í fjölda- framleiðslu. Það yrðu örlítið einfaldari útfærslur,“ útskýrir Hildur en um fjórtán alklæðnaði er að ræða sem bera skýr merki hönnuðarins, bæði töfrandi og fallegir en jafnframt dekkri en áður. „Já, ég vildi prófa eitthvað annað, þróa hugmyndir mínar áfram. Því ákvað ég að sækja innblástur úr allt annarri átt, þar á meðal í stelpnarokkbönd og raðmorðingja.“ Blaðamaður rekur upp stór augu. Raðmorð- ingja? „Já, þar var Mallory Knox, persóna Juliette Lewis úr kvik- myndinni Natural Born Killers, mín helsta andagift.“ Hildur er helst þekkt fyrir gáskalega fylgihluti og lofar að þeir verði á sínum stað. „Þarna verða hálsmen sem er þó varla réttnefni þar sem þau vefjast um allan líkamann, töskur og aðrir aukahlutir sem bjóða upp á ýmsa útfærslumöguleika, eða allt eftir því í hvernig skapi eigandinn er,“ segir hún. Annríki Hildar er þó engan veginn lokið, því stefnan er sett á Nordic Fashion Biennale í Seattle í haust auk þess sem tvær hágæða verslanir í London hafa tekið hönnun hennar í sölu. „Önnur heitir Labour of Love, er í Angel Islington hverfinu og þar verð ég innan um Marc Jacobs, Eley Kishimoto og fleiri snill- inga.“ Fleira spennandi er á döf- inni, sem Hildur telur þó ekki tímabært að ræða um að sinni. roald@frettabladid.is Hildur sótti innblástur úr óvæntri átt þegar hún hannaði nýjustu fatalínu sína. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hildur er þekkt fyrir skemmtilega fylgi- hluti og þeir verða á sínum stað á RFF. Claude Defresne förðunarkennari frá Clarins kennir starfsfólki Clarins hand- tökin við sumarförðun fyrirsætan heitir Maren Kjartansdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.