Fréttablaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 54
31. mars 2011 FIMMTUDAGUR30 BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggva- dóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Þið þurfið nú ekki að klappa, þeir eru frosnir! KLAPP KLAPP KLAPP KLAPP KLAPP KLAPP KLAPP KLAPP KLAPP Halló? Já, aha... sæl Valla! Takk fyrir síðast, sömuleiðis! Já, þetta var, þetta var flott! Finna dag til að hittast? Já, já sko... Kannski það, ha? En heyr... ekki... þú...élegt... amband...eyra inn...göng... Skrjáf! Skrjáf! Skrjáf! Haha! Kóngur! Þetta trix verður bara betra og betra með hverju skiptinu! Það myndi virka enn betur ef þú myndir leggja á! Þú ert dauður! Heyrirðu, DAUÐUR! Kjamms! Kjamms! Kjamms! Pabbi virðist vera miklu ánægðari síðan þeir fóru að selja kólesteróllyf með beikon- bragði. Það sagði enginn að lyfjafyrirtækin væru vitlaus. Jæja, börnin eru komin í rúmið. Þau eru þurr, heit, södd, ánægð og örugg. Vel gert. Kossss! Þarna gerirðu það, lætur þetta allt virka eins og það sé þess virði aftur! LÁRÉTT 2. mælieining, 6. klafi, 8. svívirðing, 9. rá, 11. ónefndur, 12. móðins, 14. glápa, 16. tveir eins, 17. ögn, 18. eyrir, 20. golf áhald, 21. malargryfja. LÓÐRÉTT 1. áfall, 3. samanburðarteng., 4. skýringarteikning, 5. fag, 7. hveitilím, 10. hylli, 13. kóf, 15. heimsálfa, 16. verkur, 19. ullarflóki. LAUSN LÁRÉTT: 2. peli, 6. ok, 8. níð, 9. slá, 11. nn, 12. tísku, 14. stara, 16. tt, 17. fis, 18. aur, 20. tí, 21. krús. LÓÐRÉTT: 1. lost, 3. en, 4. línurit, 5. iðn, 7. klístur, 10. ást, 13. kaf, 15. asía, 16. tak, 19. rú. Fiðrildin ólmuðust í maganum á mér þar sem ég fletti í gegnum fataskápinn í leit að viðeigandi klæðnaði. Ég var á leiðinni í boð, boð á Bessastöðum og varð því að vera sæmilega til fara. SVEITASTÚLKAN ég hafði aldrei komið á Bessastaði fyrr. Vegna þátttöku í undirbún- ingi menningarviðburðar í borginni hafði ég fengið boð um að snæða snittur með þeim Dorrit og Ólafi og hlakkaði mikið til. Átti erfitt með að hemja brosið þar sem ég rótaði handfljót í skúffunum en reyndi þó að sýnast afslöppuð, eins og þetta væri bara hvert annað boð þar sem ég yrði að láta sjá mig fyrir kurteisissakir. Stoppa stutt, smella í mig einni snittu og heilsa upp á forsetahjónin áður en ég léti mig hverfa. SPARIFÖTIN komu loksins í leitirnar. Ég fann ekki eina dýra skartgripinn sem ég á í flýtinum, en vonaði að gyllti jakkinn væri nógu yfirdrifinn til að skartgripaleysið kæmi ekki að sök. Von- aði einnig að ódýr hand- taskan kæmi ekki upp um mig og dreif mig af stað. Ekki mátti ég vera of sein. ENDA var ég mætt tímanlega og eftir að hafa verið leidd eftir krókaleiðum í fatahengið, svo að gestabókinni og inn í fallegt herbergi, tók við bið. Fleira fólk bættist í hópinn, spariklætt og fallegt og leit út fyrir að hafa komið hingað oft áður. Spjallaði kæruleysislega um daginn og veginn og hló. Þarna mátti sjá menn- ingarvita og mektarfólk sem heilsuðust kumpánlega meðan minni spámenn eins og ég grandskoðuðu munstrið í persnesku mottunni. Mér sýndist ein frúin horfa full efasemda á gyllta jakkann minn og varð því fegin þegar dyrnar opnuðust loks. „SÆLL,“ sagði ég við forsetann, „sæl,“ sagði ég við frúna og þar með var ég kominn inn í stóran sal. Fékk drykk í hönd og snittu með skyri og skoðaði „íslensku meistarana“ á veggjunum. For- setinn hélt ræðu þar sem hann gantaðist með matseld eiginkonu sinnar og bað okkur að lokum að vera eins og heima hjá okkur. HVORT sem það var drykkurinn eða fyrir kumpánlegt boð forsetans fór ég fljótlega að haga mér eins og ég væri heimavön. Þvældist milli hæða með glasið mitt, rabbaði við gesti og hló. Veraldarvön þakkaði ég síðan fyrir mig að lokum og fór heim. En þó ekki fyrr en ég hafði látið taka mynd af mér á tröppunum. Boðið á Bessastöðum Firði Hafnarfirði Sími 5556655 - 6625552 kokulist@internet.is • www.facebook.com/kokulist 30 manna kransakaka eða marsipanbók 12.000 kr „Að samþykkja samninginn er eins og að giftast leiðinlega gæjanum til að hann hætti að bögga þig.“ ADVICE hópurinn telur hagsmunum Íslands best borgið með því að fella Icesave-lögin þann 9. apríl. Auglýsingar og annað starf hópsins er greitt með frjálsum framlögum og vinnuframlagi sjálfboðaliða. Tölvupóstur: advice@advice.is www.advice.is „Við samþykkt samningsins mun vesenið fyrst hefjast fyrir alvöru. Nú þegar er verið að skera allt inn að beini hér á landi til að ná inn nokkrum tugum eða hundruðum milljóna króna. Icesave umræða dagsins í dag verður eins og vögguljóð í minningunni við hliðina á þeim sársauka og efnahagslegu áhrifum sem greiðslurnar munu valda okkur næstu 35 árin.“ Lára Björg Björnsdóttir - Pressupenni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.