Fréttablaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 56
31. mars 2011 FIMMTUDAGUR32 32 menning@frettabladid.is Ríflega 60 manns taka þátt í að þýða allar Íslend- ingasögurnar yfir á þrjú Norður landamál um þessar mundir. Jon Gunnar Jörgen- sen, ritstjóri norsku útgáf- unnar, segir að við verkið hafi þurft að leita til hart- nær allra í Skandinavíu sem skilja fornmálið. Saga forlag, undir forystu Jóhanns Sigurðssonar útgefanda, vinnur að því að þýða Íslend- ingasögurnar í heild sinni yfir á norsku, sænsku og dönsku. Ráðnir voru ritstjórar í hverju landi til að hafa umsjón með verkinu en alls taka um sextíu manns þátt í því. Um helgina var haldinn sam- ráðsfundur um verkefnið hér á landi og komu til hans ritstjór- ar útgáfanna í hverju landi og sérstakir yfirlesarar. Jon Gunnar Jörgensen, prófess- or við Óslóarháskóla og ritstjóri norsku útgáfunnar, var þar í hópi. „Við vinnum út frá sömum textum og lágu til grundvallar enskri heildarþýðingu sagnanna frá 1997,“ segir hann. „Þetta er sem sagt sama úrval; um fjöru- tíu sögur eins og við teljum þær og um það bil jafn margir þættir.“ Það er í verkahring ritstjóra í hverju landi að finna þýðendur til starfans, sem Jon Gunnar segir að hafi ekki verið neinn hægðar- leikur. „Verkið hófst upp úr 2007 og á að vera lokið á næsta ári. Til að gera þetta á svona skömm- um tíma þurftum við að leita til næstum allra þýðenda sem skilja fornmálið í viðkomandi löndum. Í Noregi eru þeir ekki nema rúm- lega fimmtán en aðeins færri í Danmörku og Svíþjóð.“ Til að tryggja samræmi á milli þýðinga segir Jon Gunnar að reynt hafi verið að búa þannig um hnútana að sömu þýðendur þýddu þær sögur sem skarast. „Til dæmis vinnur sami þýð- andi að Eyrbyggju og Heiðar- vígasögu. En á hinn bóginn koma auðvitað sömu persónur fyrir í verkum sem ólíkir þýðendur vinna að, en það gerir ekki svo mikið til.“ Jon Gunnar segist verða var við mikinn áhuga á verkefninu heima fyrir, sérstaklega frá fjölmiðlum. Haustið 2009 gerðu sautján blaða- og fréttamenn frá Norðurlöndum sér ferð til Íslands til að kynna sér útgáfuna. „Íslendingasögurnar eru auð- vitað þekktar á Norðurlöndum og höfðu talsverð áhrif í Noregi á öldinni sem leið. Fólk þekkir því til þeirra og ég held að það sé orðið tímabært að gefa Norður- landabúum tækifæri til að endur- nýja kynni sín af Íslendingasög- unum. Og það er mjög spennandi að fá að taka þátt í því.“ bergsteinn@frettabladid.is Allir sem kunna málið nýttir RITSTJÓRINN OG ÚTGEFANDINN Jon Gunnar Jörgensen, ritstjóri norsku útgáfu Íslendingasagnanna, og Jóhann Sigurðsson, útgefandi hjá Sögu forlagi sem hefur frumkvæði að nýrri heildarþýðingu á fornritunum á þrjú Norðurlandamál. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 31. mars 2011 ➜ Tónleikar 21.00 Í kvöld fer fram tónlistarveisla á Sódómu. Þar spila hljómsveitirnar Hell- var, Baku Baku og Ég ásamt tónlistar- manninum Loja. Tónleikarnir hefjast kl. 22. Aðgangseyrir er 500 kr. 22.00 Feðginin Lára Rúnarsdóttir og Rúnar Þórisson halda saman tónleika á Faktorý í kvöld kl. 22. Húsið opnar kl. 21. Aðgangseyrir er 1000 kr. ➜ Fundir 17.00 Gylfi Magnússon, hagfræðingur og dósent við HÍ, mun halda erindi um framtíð gjaldeyrismála á Íslandi í dag kl. 17. Gylfi mun fjalla um ýmis álitamál. Allir velkomnir. ➜ Sýningar 13.30 Félagsstarf aldraðra að Árskógum 4 opnar handverkssýningu í dag kl. 13.30. Sýningin er einnig opin á morgun og laugardag. Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Í TILEFNI ÞESS AÐ 90 ÁR eru frá fæðingu Jóns Múla Árnasonar verða tónleikar í Salnum í kvöld kl. 20. Tónlistar- mennirnir Raggi Bjarna, Ómar Ragnarsson, Ellen Kristjánsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Eyþór Gunnarsson og Magga Stína syngja lög bræðranna Jóns Múla og Jónasar Árnasonar. Aðgangseyrir 3.500 kr. J.S.Bach BWV 245 Listvinafélag Hallgrímskirkju - 29. starfsár Sunnudaginn 3. apríl 2011 kl. 17 Minningartónleikar um Áskel Jónsson söngstjóra f. 5. apríl 1911. Hallgrímskirkja Reykjavík Menningarhúsið Hof Akureyri Laugardaginn 2. apríl 2011 kl. 17 Föstudaginn 1. apríl 2011 kl. 20 Jóhannesarpassía 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Betri næring - betra líf Kolbrún Björnsdóttir Ég man þig - kilja Yrsa Sigurðardóttir Hinir dauðu - kilja Vidar Sundstøl Morð og möndlulykt Camilla Läckberg Djöflastjarnan - kilja Jo Nesbø Ljósa - kilja Kristín Steinsdóttir METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 23.03.11 - 29.03.11 Fátækt fólk - kilja Tryggvi Emilsson Risasyrpa - Drekatemjarinn Walt Disney Hvar er Valli? Martin Handford Máttur viljans Guðni Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.