Fréttablaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 66
31. mars 2011 FIMMTUDAGUR42 golfogveidi@frettabladid.is Stangaveiðitímabilið hefst á morgun í vötnum og ám víða um land. Í kvöld og næstu daga munu veiðimenn víða um land því dusta rykið af veiði- dótinu, festa tauma á línur og tína sjóbirtings- og silungaflugur í box. Sigurður Pálsson, málari og fluguhnýtari, er einn af þeim sem ætla í veiði um helgina. Þegar blaðamaður spurði hvort hann væri ekki til í smá spjall um vorveiðina svaraði Sigurður: „Ég er nú bara venjuleg manneskja. Ég horfi ekki á lífið í gegnum stangarlykkjurnar.“ Þrátt fyrir þetta svar þurfti nú ekki beinlínis að draga setning- arnar upp úr Sigurði í framhaldinu. „Ætli ég fari ekki austur í Landbrot um helgina. Kunningjar mínir verða þar,“ segir Sigurður. „Það er reyndar ekki alveg ráðið hvar þeir verða en ég ætla í heimsókn til þeirra – með stöngina. Ég held að það séu allar líkur á því að það verði vel tekið á móti mér. Ég stundaði vor- veiðina af meira kappi hér áður fyrr en það er samt alltaf gaman að fara út að leika sér.“ Þrátt fyrir að vorveiðin skipi ekki jafn mik- inn sess í lífi Sigurðar í dag og áður segist hann veiða mikið á sumrin. „Þá fer ég víða og oft. Ég fer aðallega með vinum mínum sem eiga ekki hund, þeir taka mig með í staðinn. Ég fer reyndar alltaf í Laxá í Dölum í september. Þar er svo gaman að á heim- leiðinni fer maður að hlakka til næstu ferðar að ári. Síðan fer ég líka í Sogið. Það er ótrúlega skemmtileg á, og falleg.“ Höfundur Flæðarmúsarinnar Á meðal veiðimanna er Sigurður líklega fræg- astur fyrir að hafa hnýtt margar góðar flugur. Sjálfur segir hann að Flæðarmúsin sé líklega hans frægasta fluga þó að Dýrbíturinn sé líka mikið notaður. Spurður hvort hann sé með einhverjar nýjar baneitraðar flugur á teikniborð- inu svarar hann: „Nei, það gerist ekki þannig. Ég kann ekki almennilega að skýra það hvernig góðar flugur verða til. Ég fikra mig bara hægt og rólega áfram. Þannig gerðist það til að mynda með Flæðarmúsina. Síðan ég hnýtti hana hef ég séð að hún á sér margar systur. Ég hef til dæmis séð keimlíkar flugur á plakati með frægustu flugum Suður-Ameríku.“ Sigurður hnýtir að sjálfsögðu sínar eigin flugur þó að hann veiði stundum á flugur eftir aðra menn. Hann segir að vissulega sé ljúft og gaman að veiða á eigin flugur. Það sé aftur á móti orðið svo hversdagslegt að hann fái ekki lengur fiðring yfir því. Hann segist aðallega hnýta flugurnar heima hjá sér, þó hafi hann líka hnýtt flugur í veiðihúsum. Spurður hvort hann hafi hnýtt flugu úti á árbakka segist hann ekki hafa gert það. Það hafi þó einu sinni verið gert fyrir hann. „Stefán Jónsson, fréttamaður, þingmaður og snilldarmaður, hnýtti einu sinni fyrir mig flugu á bakkanum við Reykjadalsá í Borgarfirði árið 1977. Þetta var pínulítil einkrækja og laxinn tók í fyrsta kasti. Stefán var ótrúlegur maður, ég er viss um að þeir sem segja að hláturinn lengi lífið hafi ekki farið í bíltúr með Stefáni.“ Á móti því að veiða og sleppa Það þarf ekki að tala lengi við Sig- urð til að átta sig á því að hann hefur sterkar skoðanir á þróuninni í lax- veiði hér á landi. Hann er mótfallinn því að veiða og sleppa. „Þetta er bara bull, ég nenni nú varla að ræða þetta,“ segir Sigurður en heldur þó áfram. „Þeir sem halda því fram að það sé af hinu góða að veiða og sleppa hafa ekki kynnt sér neitt og vita ekkert um hvað þeir eru að tala. Það er ekki verið að vernda nokkurn skapaðan hlut með þessu. Oftast er þetta bara til vandræða. Það eru ekki mörg dæmi um að stór hrygningarstofn hafi gefið af sér stór- an veiðistofn. Það eru aftur á móti mörg dæmi um að lítill hrygningarstofn hafi gefið af sér stóran veiðistofn. Að sleppa stórum fiski til að vernda sérstaklega stóran stofn er líka della. Erfðafræðingar hlæja að þessum rökum enda er sama erfðaefnið í litlum og stórum fiski ef um einhvern stofn er að ræða. Ég er svo frumstæð mannskepna að ég veiði til að borða fiskinn. Ég er ekki að togast á við hann til að segja honum síðan: „Ég var bara að leika mér“. Það eru tvö augnablik best í veiði, að plata fiskinn til að taka og setjast niður til að borða hann. Það sem er þarna á milli er bara vinna. Það verður að vera eitthvað alveg sér- stakt ef ég á að sleppa fiski. Það hefur reyndar komið fyrir að fiskur hefur verið svo ljótur að ég hef ekki getað hugsað mér að draga hann á land. Að veiða og sleppa er bara tíska og það er ekki djúp hugsun í þessu frekar en annarri tísku yfirleitt.“ Veiðileyfaokrið er dónalegt Sigurður segir að veiðileyfi hér á landi séu orðin allt of dýr. „Sumum finnst kannski æskilegt að það eigi að vera forréttindi fárra að fá að veiða í falleg- ustu ám landsins en ég er þeirrar skoðunar að sem flestir eigi að fá það. Það okur sem nú tíðk- ast víða er dónalegt. Það er engin afsökun að menn geti hafnað okrinu, það er jafnljótt fyrir það. Þeir sem hugsa í krónum geta ekki flokkast með siðuðum mönnum.“ Seiðasleppingar hafa færst mjög í vöxt hér landi en Sigurður er alfarið á móti þeim. „Ég er þeirrar skoðunar að Rangárslepping- arnar eigi eftir að eyðileggja alla laxastofna á Suðurlandi, ef ekki víðar. Ef menn eru að blanda saman laxastofnum ruglar það alla hluti, til dæmis ratvísi fiskanna sem er meðfædd. Allir fiskifræðingar með viti vita að þetta getur haft afdrifaríkar afleiðingar.“ trausti@frettabladid.is FL U G A N AF BAKKANUM Stjórn Veiðifélags Elliðavatns hefur ákveðið að veiði í vatninu hefjist 20. apríl en ekki 1. apríl eins og í fyrra. Opnunin í fyrra var undantekning frá reglunni því fram að því hafði veiði í Elliðavatni hafist 1. maí ár hvert. Veiðin á Facebook Veiðibúðir og veiðifélög nýta sér í auknum mæli Facebook til að auglýsa tilboð og veiðileyfi. Hefur þetta vakið þónokkra athygli enda hafa fyrirtækin laðað til sín „vini“ með nokkurs konar happdrætti þar sem í verðlaun eru til dæmis veiðistangir og veiðileyfi. Til þess að fá upplýsingar frá þessum fyrir- tækjum á Facebook þurfa notendur að smella á „líkar eða like“. Norðurá árið 1938 Einstakt myndband sem tekið var upp í Norðurá árið 1938 er komið á Youtube. Vefur Stangaveiðifélags Reykjavíkur greindi frá þessu fyrir fáeinum dögum. Á myndbandinu, sem er þriggja mínútna langt, má sjá laxa reyna að stökkva upp Laxfoss. Nægir að skrifa „Norðurá 1938“ í leitarglugga Youtube til að sjá myndbandið. Veiði í Elliðavatni hefst 20. apríl Að veiða og sleppa er bara tíska og það er ekki djúp hugsun í þessu frekar en annarri tísku yfirleitt. SIGURÐUR PÁLSSON Veiðileyfaokrið er dónalegt og það er della að sleppa Löng bið stangaveiðimanna eftir nýrri vertíð er nú senn á enda. Á morgun hefst vorveiðin og af því tilefni sló Fréttablaðið á þráðinn til Sigurðar Pálssonar, málara og eins fremsta fluguhnýtara landsins. VEIÐIMAÐUR MEÐ ÁKVEÐNAR SKOÐANIR Sigurður Pálsson er þeirrar skoðunar að Rangársleppingarnar eigi eftir að eyðileggja alla laxastofna á Suðurlandi og jafnvel víðar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Flæðarmús er ein af skæðustu íslensku sjóbirtingsflugunum og við hæfi að birta mynd af henni hér í upphafi veiðitímabils. Fjölmargir veiðimenn kunna margar sögur af baráttunni við þann stóra sem lét glepjast af Flæðarmúsinni hans Sigga Páls. Uppskrift Öngull – Legglangur straumfluguöngull Tvinni – Svartur UNI 6/0 Stél – Hár úr blálituðu íkornaskotti Loðkragi – Fön úr svartlitaðri strútsfjöður Vöf – Ávalt UNI tinsel Búkur – ½ silfrað chenille og ½ rauð ull Skegg – Silfrað Flashabou og hvítlituð hjartarhalahár Vængur – Rauðlituð hjartarhalahár, rauðlitaðar hanahálsfjaðrir og grábekkjóttar hanahálsfjaðrir Haus – Svartur. Ámáluð rauð augu með gulum augasteinum. Mjög skæð í sjóbirtinginn MYND/FLUGAN.IS Útlit er fyrir að veiðimenn sem ætla í vatnaveiði nálægt Reykjavík á morgun verði heppnir með veður. Veðurstofan spáir 5 stiga hita og rigningu. Ingimundur Bergsson, forsvars- maður Veiðikortsins, segist mjög spenntur fyrir vorveiðinni. Hann fór smá rúnt í gærdag til að kanna aðstæður. „Ég fór upp að Meðalfellsvatni í Kjós og að Vífilsstaðavatni,“ segir Ingimundur. „Vífilsstaðavatnið lítur mjög vel út en þar er nánast allur ís farinn. Þetta hefur gerst mjög snöggt í þeim hlýindum sem verið hafa síðustu daga því það er ekki langt síðan vatnið var allt ísilagt. Það er aftur á móti íshella yfir nánast öllu Meðalfellsvatni, þó eru vakir nálægt landi sem vel er hægt að veiða í. Samkvæmt mínum heimildum eru flest önnur vötn enn ísilögð.“ Ingimundur segir að þó að leyfilegt sé að veiða á spún og maðk í vötnunum sé algengast að menn veiði á flugu. Hann biður þó veiðimenn að fara varlega í Með- alfellsvatni því auk urriðans, sem oft sé mjög gráðug- ur í byrjun apríl, séu þar niðurgöngulaxar sem veiði- menn eigi að sjálfsögðu að sleppa, bíti þeir á agnið. Ingimundur segir Veiðikortið sífellt að stækka ef svo megi að orði komast. Kortið hafi fyrst komið út sumarið 2005 og þá hafi verið boðið upp á 23 vötn en nú séu þau orðin 35. Í sumar bættust við tvö vötn frá því í fyrra. Þau eru Geitabergsvatn og Eyrarvatn í Svínadal. - th Ísinn farinn af Vífilsstaðavatni VÍFILSSTAÐAVATN Í GÆR Í hlýindum undanfarinna daga hefur nánast allur ís farið af Vífilsstaðavatni. INGIMUNDUR BERGSSON PUNDA bleikjur voru meðal stærstu fiskanna sem fengust í nepjunni við opnun Varmár hjá Hveragerði 1. apríl í fyrra. 12PUND vó stærsti laxinn sem Bubbi Morthens hefur veitt. Laxinn veiddi Bubbi – og sleppti – á Knútsstaðatúni í Laxá í Aðaldal í lok júlí í fyrra. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.