Fréttablaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 36
31. MARS 2011 FIMMTUDAGUR2 ● húðfl úr
Reykjavik Ink stendur fyrir
hinni árlegu hátíð The
Icelandic Tattoo Conven-
tion. Í ár verður hátíðin,
sem orðin er stór hluti af
tattúmenningu landans,
haldin í sjötta sinn.
„Tattúfestivalið verður
á Sódómu Reykjavík
helgina 3., 4., og 5.
júní,“ segir Linda Mjöll.
„Sódómu Reykjavík er
þá breytt í eina risastóra
tattústofu og gestirnir
koma og fá sér húðflúr á
staðnum. Það er mikil að-
sókn á þessa hátíð og
gestir verða að koma tím-
anlega til að panta tattú
því tímarnir eru fljótir að
seljast upp. Allar nánari
upplýsingar um hátíðina
eru veittar á Reykjavik Ink
í síma 551 7707.“
The Icelandic Tattoo Convention á Sódómu
Linda Mjöll Þorsteinsdóttir og Össur Hafþórsson, eigendur Reykjavik Ink. MYND/GVA
Reykjavik Ink á Frakkastíg 7 er
ein vinsælasta húðflúrstofan í
bænum og á stóran hóp dyggra
viðskiptavina. Þar eru öll húðflúr
sérhönnuð og erlendir flúrarar
koma þangað reglulega til vinnu
með nýjustu strauma og stefnur.
„Reykjavik Ink er opið alla daga vik-
unnar frá eitt til tíu og nánast engir
biðlistar,“ segir Össur Hafþórsson
sem á og rekur Reykjavik Ink ásamt
Lindu Mjöll Þorsteinsdóttur. „Reykja-
vik Ink gerir allar tegundir húðflúra,
svo sem Japanese, Old School, New
School, Black and Grey, Indonesian,
Portrait og fleiri stíla, enda höfum
við breitt úrval húðflúrmeistara. Við
leggjum áherslu á sérhönnuð húðflúr,
þannig að engin tvö frá okkur eru
eins. Oftast hefur fólk ákveðnar hug-
myndir um það hvernig flúr það vill
láta gera og margir koma með mynd-
ir, sem við síðan vinnum út frá. Einn-
ig er algengt að fólk biðji um persónu-
legt húðflúr, sem er þá mynd eða nafn
eða dagsetning sem skiptir máli í lífi
viðkomandi. Allt teiknað á staðnum og
hugmyndin unnin frá grunni í sam-
ræmi við óskir kúnnans hvort sem
um lítil eða stór húðflúr er að ræða.“
Thomas Asher er aðalflúrarinn á
Reykjavik Ink og Össur segir hann
vera snilling í að flúra yfir gömul
tattú sem fólk vill losna við af ein-
hverjum ástæðum. „Hann getur falið
gömul húðflúr af öllum stærðum og
gerðum svo vel að það er ómögu-
legt að sjá að annað flúr sé undir
því nýja. Þannig að nú er auðvelt að
hylja bernskubrek og kveða niður
gamla drauga sem ekki hafa lengur
merkingu í lífi fólks. Hann gerir líka
mikið af húðflúri sem kallað er „half a
sleeve“ og það vinnur hann allt í einu,
þannig að viðskiptavinurinn þarf ekki
að koma aftur og aftur, nema hann
kjósi það sjálfur.“
Reykjavik Ink fær til sín erlenda
gestaflúrara oft á ári og Össur segir
það vekja mikla hrifningu viðskipta-
vina. „Fyrir utan Thomas Asher eru
það Jason June, Mason, Scott, Javier,
Sofia, Phil Young, og fleiri. Jason June
er einmitt hjá okkur núna og Jennifer
Lynn kemur í næstu viku.“
Sérhönnuð húðflúr
eftir óskum kúnnans
Flúrari á fullu á
Reykjavik Ink.
MYND/GVA
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is s. 512 5429.
Frakkastíg 7 • reykjavikink@reykjavikink.is
facebook.com/reykjavikink • 551 7707 • 897 9107
FYRIR
FYRIR
EFTIR
EFTIR