Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.03.2011, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 31.03.2011, Qupperneq 36
31. MARS 2011 FIMMTUDAGUR2 ● húðfl úr Reykjavik Ink stendur fyrir hinni árlegu hátíð The Icelandic Tattoo Conven- tion. Í ár verður hátíðin, sem orðin er stór hluti af tattúmenningu landans, haldin í sjötta sinn. „Tattúfestivalið verður á Sódómu Reykjavík helgina 3., 4., og 5. júní,“ segir Linda Mjöll. „Sódómu Reykjavík er þá breytt í eina risastóra tattústofu og gestirnir koma og fá sér húðflúr á staðnum. Það er mikil að- sókn á þessa hátíð og gestir verða að koma tím- anlega til að panta tattú því tímarnir eru fljótir að seljast upp. Allar nánari upplýsingar um hátíðina eru veittar á Reykjavik Ink í síma 551 7707.“ The Icelandic Tattoo Convention á Sódómu Linda Mjöll Þorsteinsdóttir og Össur Hafþórsson, eigendur Reykjavik Ink. MYND/GVA Reykjavik Ink á Frakkastíg 7 er ein vinsælasta húðflúrstofan í bænum og á stóran hóp dyggra viðskiptavina. Þar eru öll húðflúr sérhönnuð og erlendir flúrarar koma þangað reglulega til vinnu með nýjustu strauma og stefnur. „Reykjavik Ink er opið alla daga vik- unnar frá eitt til tíu og nánast engir biðlistar,“ segir Össur Hafþórsson sem á og rekur Reykjavik Ink ásamt Lindu Mjöll Þorsteinsdóttur. „Reykja- vik Ink gerir allar tegundir húðflúra, svo sem Japanese, Old School, New School, Black and Grey, Indonesian, Portrait og fleiri stíla, enda höfum við breitt úrval húðflúrmeistara. Við leggjum áherslu á sérhönnuð húðflúr, þannig að engin tvö frá okkur eru eins. Oftast hefur fólk ákveðnar hug- myndir um það hvernig flúr það vill láta gera og margir koma með mynd- ir, sem við síðan vinnum út frá. Einn- ig er algengt að fólk biðji um persónu- legt húðflúr, sem er þá mynd eða nafn eða dagsetning sem skiptir máli í lífi viðkomandi. Allt teiknað á staðnum og hugmyndin unnin frá grunni í sam- ræmi við óskir kúnnans hvort sem um lítil eða stór húðflúr er að ræða.“ Thomas Asher er aðalflúrarinn á Reykjavik Ink og Össur segir hann vera snilling í að flúra yfir gömul tattú sem fólk vill losna við af ein- hverjum ástæðum. „Hann getur falið gömul húðflúr af öllum stærðum og gerðum svo vel að það er ómögu- legt að sjá að annað flúr sé undir því nýja. Þannig að nú er auðvelt að hylja bernskubrek og kveða niður gamla drauga sem ekki hafa lengur merkingu í lífi fólks. Hann gerir líka mikið af húðflúri sem kallað er „half a sleeve“ og það vinnur hann allt í einu, þannig að viðskiptavinurinn þarf ekki að koma aftur og aftur, nema hann kjósi það sjálfur.“ Reykjavik Ink fær til sín erlenda gestaflúrara oft á ári og Össur segir það vekja mikla hrifningu viðskipta- vina. „Fyrir utan Thomas Asher eru það Jason June, Mason, Scott, Javier, Sofia, Phil Young, og fleiri. Jason June er einmitt hjá okkur núna og Jennifer Lynn kemur í næstu viku.“ Sérhönnuð húðflúr eftir óskum kúnnans Flúrari á fullu á Reykjavik Ink. MYND/GVA Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is s. 512 5429. Frakkastíg 7 • reykjavikink@reykjavikink.is facebook.com/reykjavikink • 551 7707 • 897 9107 FYRIR FYRIR EFTIR EFTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.