Fréttablaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 31. mars 2011 21
Á árinu sem nú er gengið í garð munu 266 milljónir renna úr
vösum íslenskra skattgreiðenda til
hernaðarsambandsins NATO. Um
leið verður heilbrigðis- og mennta-
kerfið fyrir harkalegri niður-
skurði en nokkru sinni fyrr. Þegar
hernaðarsinnar verja aðild Íslands
að NATO vísa þeir jafnan til þess
hve landið er afskekkt og óvarið
og benda á mikilvægi vestrænn-
ar samvinnu. Slík rök hrökkva þó
skammt.
Í fyrsta lagi er erfitt að sjá hvaða
hernaðarógnir steðja að Íslandi. Í
öðru lagi raskar NATO-aðildin
hlutleysi landsins og gerir Ísland
að skotmarki fyrir óvini hernaðar-
sambandsins. Í þriðja lagi er vart
hægt að hugsa sér verri félagsskap
en stríðsherra Atlantshafsbanda-
lagsins. Raunar er NATO ein ljót-
asta birtingarmynd vestrænnar
samvinnu. Bandaríkin, herská-
asta stríðsveldi nútímans, fara
með herstjórn í bandalaginu og sjá
því að mestu leyti fyrir hernaðar-
mætti og fjármagni.
Á seinni tímum virðist NATO
hafa breyst í verkfæri banda-
rískra stríðsmangara, eins konar
vopnabúr til að leita í þegar heims-
valdahagsmunir krefjast. Aðeins
er liðinn rúmur áratugur frá
hinum ólöglegu loftárásum í Júgó-
slavíu þar sem hersveitir NATO
sprengdu á fjórða hundrað opin-
berra bygginga í loft upp, þar á
meðal leikskóla og sjúkrahús.
Nærtækara dæmi er aðstoð
bandalagsins við olíuþyrst her-
námsöflin í Afganistan og Írak auk
dyggilegs stuðnings þess við Ísra-
elsher. Síðast en ekki síst hefur
hernaðarsambandið ítrekað beitt
sér gegn kjarnorkuafvopnun og
staðið fyrir gegndarlausu hern-
aðarbrölti og vígvæðingu á láði og
legi. Það að íslensk stjórnvöld skuli
ausa milljónum í útlenska fjölda-
morðingja á meðan spítalar lands-
ins verða fyrir blóðugum niður-
skurði er til háborinnar skammar.
Ég hvet ráðamenn til að hafna
hernaðarhyggjunni, slíta aðildinni
að NATO og stuðla að friðsælli
heimi.
Kveðjum
NATO
NATO
Jóhann Páll
Jóhannsson
nemandi við MR
Ef þjóðin segir nei í kosningun-um 9. apríl er verið að vísa Ice-
save til dómstóla. Fyrir dómstól-
um verður líklega erfiðast fyrir
íslenska ríkið að komast framhjá
svokallaðri mismunun á grundvelli
þjóðernis en við fall bankanna 2008
voru innstæður í innlendum útibú-
um tryggðar að fullu á meðan inn-
stæður í erlendum útibúum nutu
engrar tryggingar. Þetta er að
mati eftirlitsstofnunar með EES-
samningnum óbein mismunun á
grundvelli þjóðernis og því brot á
samningnum.
Skiptar skoðanir eru um þetta
atriði meðal íslenskra lögmanna en
þeir hæstaréttarlögmenn sem hvað
harðast börðust gegn fyrri samn-
ingi telja að áhætta og kostnaður sé
nú í slíku lágmarki að það sé mun
meiri áhætta fólgin í dómsmáli en
því að semja. Seðlabanki Íslands
telur að nei í þjóðaratkvæði um
Icesave þýði veikara gengi, lægri
kaupmátt og meiri verðbólgu. Fyrir
liggur að afleiðingar á lánshæfi,
aðgengi að fjármálamörkuðum og
vaxtakjör gætu orðið alvarlegar
fyrir Íslendinga. Þá gæti Ísland
staðið uppi með dóm um greiðslu-
skyldu án fyrirliggjandi samn-
ings um vexti, endurgreiðslur eða
önnur kjör en ljóst er að sambæri-
legir eða lægri vextir verða vart í
boði. Með þverpólitískri samninga-
nefnd tókst að lágmarka og festa
niður eins og kostur er alla helstu
kostnaðar- og áhættuþætti. Vext-
ir eru í lágmarki, höfuðstóll mið-
ast aðeins við lágmarkstryggingu,
engin ríkisábyrgð kemur til fyrr en
þrotabú Landsbankans hefur geng-
ið upp í skuldbindingar Trygginga-
sjóðsins, efnahagslegir og lagaleg-
ir fyrirvara vegna stóráfalla eru til
staðar og greiðslutími bæði vaxta
og uppgjörs er miðað við þarfir
og getu Íslands. Fari málið fyrir
dómstóla eru allir þessir þættir
úr höndum okkar Íslendinga svo
óvissan um endanlegan kostnað
og kjör er margfalt meiri. Íslend-
ingar eiga að meta eigin hagsmuni
og taka þá ákvörðun sem er skyn-
samlegust fyrir hagsmuni efna-
hags- og atvinnulífs til skemmri og
lengri tíma. Við þær aðstæður þarf
að vega og meta kostnað og áhættu
af fyrirliggjandi samningi á móti
áhættu og mögulegum kostnaði
við áframhaldandi átök og dóms-
mál. Það er ekki tilviljun að auk-
inn meirihluti þingmanna og þeir
sérfræðingar sem unnu sleitulaust
að lausn á þverpólitískum grunni
mæla eindregið með samningum
frekar en dómstólaleið.
Skynsemin ræður
Icesave
Magnús Orri
Schram
þingmaður
Samfylkingarinnar
Seðlabanki Íslands telur að nei í þjóðar-
atkvæði um Icesave þýði veikara gengi, lægri
kaupmátt og meiri verðbólgu.
* Endurgreiðslan er 4,29% m.v. 232,9 kr. lítraverð
á 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu hjá Shell
og 3,46% m.v. 231,4 kr. lítraverð á 95 oktana
bensíni hjá Orkunni. Sú endurgreiðsla jafngildir
10 kr. á lítra hjá Shell og 8 kr. á lítra hjá Orkunni.
Ódýrara eldsneyti
fyrir e-korthafa í dag
Í dag er 10 króna endurgreiðsla á stöðvum Shell og 8 króna
endurgreiðsla hjá Orkunni fyrir e-korthafa.*
Einnig er sama endurgreiðsla af öllum vörum í verslun
Endurgreiðsludagur e-kortsins
Þú færð e-kortið í Arion banka.
Farðu á arionbanki.is og kynntu þér kosti e-kortsins.
Endurgreiðslan er greidd út með ávísun í byrjun desember ár hvert.
Rakarastofan
Klapparstíg
S: 551 3010