Fréttablaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 20
20 31. mars 2011 FIMMTUDAGUR Spurt er hvort innistæðueigend-um hafi verið mismunað þannig að brjóti í bága við 4. gr. EES-samn- ingsins? Svo er ekki að sjá. Aðgerðir íslenska ríkisins voru framkvæmdar til að stuðla að almennum efnahagsstöðugleika. Um var því að ræða almennar efnahagsaðgerðir. Það má því ætla að þær falli sem slíkar utan gildis- sviðs 4. gr. EES-samningsins. Þess utan getur 4. gr. samnings- ins aðeins átt við um tilvik sem telja má sambærileg. Því virðist ekki til að dreifa hér. Ástæðan er sú að innistæðueigandi í íslensku banka- útibúi á aðild að íslenska greiðslu- miðlunarkerfinu en ekki sá sem á innistæðu í útlendu útibúi. Það er því engin ástæða til að meðhöndla þessa aðila með sambærilegum hætti, þvert á móti. Þá verður að geta þess, að í öllu falli átti engin bein mismunun sér stað. Allir útlendir eigendur inni- stæðna í íslenskum bankaútibúum fengu sömu meðhöndlun og þeir íslensku. Yfir því er ekki hægt að kvarta. Það þýðir að jafnvel þótt einhvers konar óbein mismunun teldist hafa átt sér stað þá verður hún réttlætt með því neyðarástandi sem brugðist var við. Þetta eru væntanlega ástæður þess að Eftirlitsstofnun EFTA telur mismunun enga þýðingu hafa nema upp að lágmarki innistæðutrygg- inga, eða 20.887 evrur á mann. Sjón- armið um að veruleg hætta sé á því að Ísland verði látið borga eitthvað umfram það eiga því ekki rétt á sér. Í raun má frekar áætla að verulegar líkur sé á því að Ísland þurfi ekkert að greiða þegar upp verður staðið. Fellum Icesave-lögin. Brynjar Níelsson hrl. Björgvin Þorsteinsson hrl. Haukur Örn Birgisson hrl. Jón Jónsson hrl. Reimar Pétursson hrl. Sveinn Snorrason hrl Tómas Jónsson hrl. Þorsteinn Einarsson hrl. Skóla- og menntastefnan skóli án aðgreiningar á sér um tveggja áratuga sögu. Hún á sér rætur í baráttu foreldra fatlaðra barna fyrir rétti barna sinna til að ganga í almenna skóla og er nú staðfest í samningi SÞ frá 2008 um réttindi fatlaðs fólks, sem Íslendingar hafa undirrit- að. Stefnan grundvallast á hug- myndafræði mannréttinda, sam- félagslegrar þátttöku og lýðræðis. Í dag lítum við á skóla- og mennta- stefnuna skóla án aðgreiningar sem heildarstefnu í skólamál- um sem tekur til allra nemenda, hvaða þjóðfélagshópi sem þeir til- heyra og hvernig sem komið er á um atgervi þeirra. Hún er hluti af þeim samfélagslegu réttindum að tilheyra og vera metinn í og af því samfélagi sem einstaklingurinn er hluti af og þeim rétti að fá að vera þátttakandi í margbreytilegu samfélagi. Stefnan um skóla án aðgrein- ingar, er fyrst sett fram í stefnu Reykjavíkurborgar árið 2002 og var þá sérstaklega tengd sér- kennslu og málefnum nemenda með sérþarfir. Í starfsáætlun Reykjavíkur árið 2006 birtist stefnan síðan sem ein af megin- áherslum almennrar skólastefnu sem tekur til alls skólastarfs og allra nemenda. Megináherslur skóla án aðgrein- ingar felast í virkri og fullgildri þátttöku allra í skóla- og námssam- félaginu, áherslu á margbreytileik- ann og nýtingu hans til hagsbóta fyrir alla nemendur. Markmiðið er að ryðja úr vegi sem kostur er þeim hindrunum sem nemendur mæta í námi og þátttöku. Starfs- hættirnir einkennast af því að væntingar eru til þess að allir nem- endur nái árangri í námi, áhersla er á fjölbreyttar námsleiðir, val- frelsi og samstarf nemenda. Stuðn- ingur miðast að því að styðja við nemendur í námi og þátttöku og að starfsfólk öðlist aukna færni við að bregðast við margbreytileika nemendahópsins. Grunnskólar borgarinnar eru dreifðir um borgina og algengast er að nemendur stundi sitt grunn- skólanám í þeim skóla sem næst- ur er heimili þeirra. Þrír grunn- skólanna eru sérskólar og sækja þá nemendur víðsvegar að af höfuð- borgarsvæðinu. Ekki stendur til að leggja niður rekstur sérskóla í borg- inni, né hefur komið fram tillaga þess efnis. Núverandi skólaár er þó síðasta skólaárið sem Safamýrar- og Öskjuhlíðarskóli starfa í núver- andi mynd, því ákveðið hefur verið að á grunni þeirra verði stofnaður einn nýr sérskóli. Í stefnu fræðsluráðs Reykjavíkur um sérkennslu, sem samþykkt var 2002 kemur fram að skólarnir skuli sameinaðir og þjóna fjölfötluðum og mikið þroskahömluðum nemendum. Árið 2008 voru línur skýrðar frekar varðandi nemendahóp sérskólans. Áhersla er lögð á að skólinn skuli þjóna nemendum með miðlungs og alvarlega þroskahömlun og nem- endum með væga þroskahömlun og viðbótarfatlanir, s.s. einhverfu og daufblindu. Allir þeir sem að mál- inu komu, þar á meðal fulltrúar for- eldra, stóðu einhuga að baki þessum tillögum. Umræða sú sem upp hefur komið um inntökuviðmið, og byggð er á ákveðnum mörkum, efri og neðri, greindartölu, á rætur sínar í umræðu sem átti sér stað fyrir meira en 30 árum í skólasamfélagi þess tíma. Þegar ný lög um grunn- skóla komu fram um 1990 féllu út ákvæði um slík viðmið og þegar grunnskólar færðust yfir til sveit- arfélaga var þeim falið að setja sérskólum, sem þau stofna til, starfsreglur. Umræðan hefur þró- ast frá áherslu á afmarkaða þætti, s.s. greindarstig, yfir í áherslu á heildaraðstæður nemandans í sam- spili við það umhverfi sem hann er hluti af og umræðu um fjöl- breyttar leiðir í námi og kennslu. Þannig skal sérskólinn, við inn- töku nemenda, líta til greininga um fötlun nemandans en jafn- framt til möguleika skólans til að veita nemandanum námstilboð við hæfi, laga og reglugerða, óska for- eldra og hvort viðkomandi heima- skóla sé unnt að veita nemandanum viðunandi námsskilyrði. Í stefnu Reykjavíkurborgar er kveðið á um að skólar borgarinnar séu skólar án aðgreiningar í sam- ræmi við lög um grunnskóla. Öll börn eiga rétt á skólavist í almenn- um grunnskólum en jafnframt geta foreldrar fatlaðra barna sótt um skólavist fyrir börn sín í sérúrræði innan grunnskóla eða í sérskóla. Gagnrýnt hefur verið annars vegar að inntökuviðmið í Öskjuhlíðar- skóla séu ekki nógu rúm og hins vegar að almenni skólinn hafi ekki yfir að ráða sérfræðiþekkingu og úrræðum sem nauðsynleg eru. Mismunandi er hvernig starf- semi sérúrræða og sérskóla er háttað milli landa, sveitarfélaga og skólastiga. Þannig eru sérskól- ar eingöngu til á grunnskólastigi á Íslandi en á framhaldsskóla- stigi eru starfræktar starfsdeild- ir og á leikskólastigi hafa þróast almennir leikskólar sem sérhæfa sig í kennslu barna með aðgreindar sérþarfir. Starfsemi sérskóla sem annarra grunnskóla er og á að vera í stöðugri endurskoðun og þróun. Mestu skiptir að slík endurskoðun fari fram á faglegum grunni, ávallt sé litið til allra þátta og ákvarð- anir teknar á grunni núverandi aðstæðna og framtíðarsýnar. Í umræðu um almennu skólana og getu þeirra til að búa nemendum með fatlanir árangursríkt gæða- nám og félagslegt umhverfi hafa sjónir manna m.a. beinst að þeirri sérþekkingu sem er í sérskólunum og möguleikum til að skapa henni leið og skilyrði innan almennu skólanna. Menntaráð samþykkti í janúar að stofnað yrði til þátttöku- bekkja undir stjórn nýja sérskól- ans, fyrir nemendur með þroska- hömlun, sem staðsettir yrðu við almenna grunnskóla. Undirbún- ingur hefst á fyrsta starfsári skól- ans og er stefnt að stofnun fjög- urra slíkra þátttökubekkja, einum í hverjum borgarhluta. Hugmyndin að baki þátttöku- bekkjum er þríþætt. Í fyrsta lagi að gefa foreldrum kost á sérúrræði fyrir börn sín, sem er millistig milli almenns skóla og sérskóla. Í öðru lagi gagnkvæm tenging nem- enda í þátttökubekk og í almennum skóla og í þriðja lagi flæði sérþekk- ingar og gagnkvæmur ávinningur þátttökubekkja og almennra skóla. Í öllum grunnskólum borgar- innar er margbreytilegur nem- endahópur. Þar eru nemendur með ýmsar fatlanir, annað tungumál, sterkan og veikan bakgrunn og annað sem einkennir einstaklinga í fjölbreyttu samfélagi. Grunn- skólinn er sú stofnun samfélagsins sem varðar alla einstaklinga þess á einhverjum tíma í lífi þeirra. Sérskólar og nemendur með þroskahömlun Sérskólar Ragnar Þorsteinsson fræðslustjóri í Reykjavík Það er alveg ljóst að ráðherrar geta ekki beitt handafli gegn ákvörðunum sem teknar eru af stjórnendum háskóla Er um að ræða ólögmæta mismunun? Icesave Átta hæstaréttar lögmenn skrifa um Icesave-lögin Í tengslum við frétt af manni sem var að reyna að lokka börn upp í bíl hefur spunnist mikil umræða um hvernig foreldrar geti best upp- frætt börn sín um hættur af þessum toga. Þessari umræðu ber að fagna eins og allri umræðu um hvernig við getum frætt og verndað börn- in okkar. Þó þarf að gæta þess að skapa ekki óþarfa kvíða og hræðslu í huga barnsins. Sum börn eru við- kvæmari en önnur. Skynji þau hræðslu hjá foreldrum fyllast þau ótta sem auðveldlega getur undið upp á sig og leitt til alvarlegrar vanlíðunar. Kynferðisafbrotamenn leynast víða. Þeir aka ekki einungis um á bílum og reyna að lokka til sín börn með því að lofa þeim sælgæti eða leikföngum heldur sækja einn- ig á aðra staði þar sem mörg börn koma saman. Þau börn sem ekki hafa fengið viðeigandi fræðslu eru í mestri áhættu með að verða fórn- arlömb kynferðisbrotamanna. Börn þurfa leiðbeiningu um þessa hegðun eins og aðra. Fræðsla um líkamann, einkastað- ina getur byrjað um 5 ára aldur og á að vera hluti af almennri forvarnar- fræðslu foreldra sem endurtekin er með reglulegu millibili. Yfirveguð umræða, matreidd samkvæmt aldri og persónuleika barnsins ætti ein- mitt að fara fram þegar engin sér- stök ógn steðjar að. Skerpa á síðan á henni við sérstakar aðstæður eins og þær sem nýlega hefur verið greint frá. Þá er tilvalið að segja: svo manstu elskan mín það sem við höfum áður rætt um, aldrei upp í bíl hjá ókunnugum! Innihald þeirrar umræðunnar (fræðslu) sem á að vera hluti af almennri forvarnarfræðslu er sem dæmi: Kynna ákveðin hugtök fyrir barninu sem hægt er að nota sem grunn í umræðunni, t.d. hvað er átt við með hugtakinu einkastað- ir. Allir einkastaðaleikir eru bann- aðir. Enginn á að snerta einkastaði barnsins: Hvaða snerting er í lagi, viðeig- andi og hvernig snerting er ekki í lagi, óviðeigandi, skaðleg og ólögleg? Ítreka við barnið, ef einhver vill gera eitthvað við þig sem þú vilt ekki og veist að ekki má þá bara flýta sér strax burt og segja frá. Vel upplýst barn hefur aukna möguleika á að lesa og meta umhverfið, átta sig á hvaða aðstæð- ur gætu verið ógnandi og hættu- legar og hvenær á að forða sér í burtu. Vel upplýst barn hefur aukna möguleika á að greina muninn á réttu og viðeigandi atferli og röngu og ósiðlegu atferli. Það skynjar og greinir hvers lags hegðun telst vera innan eðlilegra marka, þekkir birtingarmyndir óviðeigandi atferl- is og veit hvað það á að gera lendi það í ógnandi aðstæðum. Óupplýst börn í mestri áhættu Börn Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur Yfirveguð um- ræða, matreidd samkvæmt aldri og persónuleika barnsins ætti einmitt að fara fram þegar engin sérstök ógn steðjar að. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is með Miele Care Collection uppþvottaduft, töflur, gljái og vélahreinsir, sérstaklega framleitt fyrir Miele uppþvottavélar Með því að velja Miele uppþvottavélar leggur þú grunn að langtímasparnaði. Þrjár þvottagrindur Þvær 18% meira magn í einu Notar minna vatn og rafmagn  ára ending Verð frá kr. 181.800 Farðu alla leið með Miele
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.