Fréttablaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 22
22 31. mars 2011 FIMMTUDAGUR Það er ekkert skrýtið að gera góðlátlegt grín þegar þing- maður spyr ráðherra um það á Alþingi hvað gerist eftir mörg ár í Vaðlaheiðargöngum þegar eftir mörg ár verður ófært um Víkur- skarð – og grínið um þessa fyrir- spurn mína hér í blaðinu í gær var hreint ágætt. Samt er spurningin góð. Miklar efasemdir eru uppi um að Vaðlaheiðargöngin standi undir sér, og margir – fremst í flokki FÍB – halda að þegar til stykkis- ins kemur verði sótt í almanna- sjóði það sem út af stendur í þessu reikningsdæmi. Svo sem í ljósi fréttanna af fjárhagslegri niður- stöðu Héðinsfjarðarframkvæmda. Forsvarsmenn gangagerðar- innar vísa þessu á bug. Þetta sé einkaframkvæmd á viðskipta- forsendum. Engin einokun af því fólk getur alltaf farið hina leiðina – um Víkurskarð – en viðskipta- vinirnir sjái til þess að göngin standi undir sér: Ef umferð sam- kvæmt áætlun dugir ekki – þá bara rukkum við bara einn ára- tug í viðbót. Grundvöllur þessarar röksemda- færslu er sá að um raunverulegt einkamál sé að ræða – að ökumenn hafi sífellt val um að borga göngin eða fara skarðið ókeypis (les: fyrir venjulegt skattfé) – nema þá þenn- an hálfa annan dag á vetri sem nú er að jafnaði ófært um Víkurskarð. Það er Vegagerðin sem sér um að halda opnum erfiðum vegum, og tekur hverju sinni ákvörðun um þær framkvæmdir, meðal annars um mokstur í Víkurskarði. Það er líka Vegagerðin sem fyrir hönd ríkisins er ráðandi hluthafi í Vaðlaheiðargöngum hf. Vegagerðin verður þess vegna fyrir hönd rík- isins í þeirri sérkennilegu stöðu í vondum veðrum að taka ákvörðun um að borga mokstur til að standa í samkeppni við sjálfa sig. Þess vegna er spurt. Vaðlaheiðarvegavinna Stjórnmál Mörður Árnason alþingismaður Samfylkingarinnar Þrátt fyrir gríðarlega offram-leiðslu á kindakjöti í áratugi með óhemju kostnaði fyrir ríkis- sjóð (okkur skattgreiðendur), að ekki sé talað um skaðsemi þessar- ar ofbeitar á landinu, voga menn sér að hvetja til meiri framleiðslu sauðfjárafurða. Aðalástæðan er sú að í fyrsta sinn þarf ekki að borga með útflutningi á kjötinu, sem annars væri urðað, vegna gengisfalls krónunnar. Eitt- hvað af gjaldeyri kemur inn, en er ekki kostnaðurinn af þessari framleiðslu meiri en fæst fyrir hana. Ekki hefur verið hægt að fá áætlaðar tölur um kostnað við framleiðslu á útflutningskjötinu í t.d. kílóavís, en skemmdirnar á landinu kosta sitt og hver borgar þær? Eitthvað af gróðri þarf í hverja skepnu sem fer lítið lamb á afrétt og kemur næstum fullvaxin kind að hausti, og þessi 1000 tonn af offramleiðslukjöti eru af milli 400.000 og 500.000 skepnum sem nöguðu landið allt sumarið til að lenda í maga útlendinga á kostn- að skemmda landsins okkar. Og hverjir græða? Bændur, fyrir að framleiða eitthvað sem ríkið er þegar eru búið að greiða þeim fyrir? Einu sem græða að ráði eru milliliðirnir. Ómetan- legt tapið af þessari rányrkju er okkar allra hinna sem ekki erum með sauðfé í formi hærri skatta og landauðnar. Síðasti sauðfjársamningur til sex ára heimilaði 16.000.000.000 úr ríkissjóði auk einhverja millj- óna í aðra styrki t.d. til nýliðunar í greininni. Á beit í sumar voru 1.300.000 fjár og kjötbirgðirnar í haust voru 3.000 tonn, af þeim um 1.000 offramleiðsla, hugsan- lega jafnvel meiri því innanlands- neyslan hefur verið í lágmarki undanfarin ár. Af hverju viðgengst þvílík skemmdarstarfsemi á landinu, af litlum hagsmunahóp? Mætti segja að þetta sé tímaskekkja? Er ekki kominn tími til að taka í taum- ana og breyta þessum búskapar- háttum, landinu í vil. Unga fólk, þið sem fáið skaðann af þessari landníðslu í arf, er ykkur sama!? Hugsið málið og lítið í kringum ykkur á leiðinni í næstu útilegu. Hvatt til ofníðslu á gróðurleifum landsins Líf og land Herdís Þorvaldsdóttir leikkona og fyrrv. formaður Lífs og lands Grínið um þessa fyrirspurn mína hér í blaðinu í gær var hreint ágætt. Samt er spurningin góð. Hrunið er bein afleiðing af samkrulli spilltrar stjórn- málastéttar og fjárglæfra- mannanna í útrásarbönkunum. Almenningur hefur orðið vitni að því að furðu lítið hefur breyst í íslensku samfélagi á þeim rúmu tveimur árum sem liðin eru frá hruni nema, jú, að lífs- kjör almennings eru stórskert. Enn eru sömu aðilar á ferðinni í viðskiptalífinu, og sömu kerf- in og hagsmunabandalögin halda saman sem áður. Skýringarn- ar á þessari stöðnun eru þær að fjórflokkurinn sigraði í síðustu alþingiskosningum og fékk 59 sæti gegn fjórum. Sameiginlegir hagsmunir stjórnmálamanna og fjárglæfra- mannanna hafa farið saman um að forðast hreinskiptið uppgjör og gera raunverulegar breytingar á íslensku samfélagi. Ógöngurnar sem Icesave-málið hefur ítrek- að ratað í eru angi af þessu getu- og viljaleysi stjórnvalda til að verja hagsmuni íslensks almenn- ings, enda hafa þau óhreint mjöl í pokahorninu. Á síðustu misser- um hefur stór meirihluti Alþingis, svo undarlegt sem það er, miklu frekar verið harður málsvari þess að íslenskir skattgreiðendur beri einir alla ábyrgð og áhættu af Icesave-málinu í stað þess að halda á lofti málstað íslenskra skattgreiðenda. Icesave-málið er bein afleiðing af gölluðu inni- stæðutryggingakerfi og óvönduðu eftirliti með glæfralegu fjármála- kerfi sem búið var að vara við um árabil. Ósanngjarnt er að íslensk- ir skattgreiðendur séu einir látn- ir sitja uppi með að tryggja tjón vegna kerfisins og endurgreiða fjármuni sem aldrei rötuðu til landsins. Miklu nær væri að Evr- ópusambandið hefði forgöngu um að tjóninu væri að einhverju leyti skipt af sanngirni í stað þess að beita Íslendinga þrýstingi og jafn- vel síendurteknum hótunum. Svo rammt hefur kveðið að þessum róðri innanlands gegn hagsmunum Íslands í Icesave- málinu að margir standa í þeirri trú að sú aðgerð stjórnvalda að tryggja innistæður í bönkum á Íslandi hafi að einhverju leyti skaðað þá sem áttu fjármuni inni á Icesave-reikningum Lands- bankans. Þessu er algerlega öfugt farið þar sem Bretar fá mörg hundruð milljörðum króna hærri upphæð endurgreidda en ef Íslendingar hefðu látið hjá líða að setja umdeild neyðarlög sem deilt er um, þ.e. á sjöunda hundrað milljarða króna í stað þess að fá á tólfta hundrað millj- arða króna. Íslendingar hafa því gert vel við Breta í umræddu upp- gjörsmáli sem snýst um fjármuni sem eins og áður segir runnu að öllum líkindum ekki frá Bret- landseyjum og skiluðu sér ekki hingað til landsins. Efnahagsörðugleikar Íslands eru miklir og víst er að samþykkt Icesave verður til þess að órétt- látar og ólögvarðar skuldbind- ingar sem enginn veit hvað verða háar verða að kröfum á hendur komandi kynslóðum sem hægt verður að innheimta. Íslendingar eiga að afþakka það kinnroðalaust að taka á sig skuldir fjárglæframanna þann 9. apríl nk. þó svo að stjórnmála- menn sem hafa meira og minna verið á spillingarjötunni forðist umfram allt heiðarlegt uppgjör við hrunið. Óútfyllt ávísun afstýrir uppgjöri Icesave Sigurjón Þórðarson formaður Frjálslynda flokksins Mig rak í rogastans þegar ég las greinarstúf eftir nokkra þekkta lögmenn sem skírskotuðu til þess í málflutningi sínum að það væri „helgur réttur“ okkar að láta reyna á það til hins ítrasta, hvort okkur bæri að greiða Ice- save (Fréttablaðið 19. mars sl.). Þegar rök þrjóta og lögmenn þurfa að grípa til trúarlegra orðtaka til að réttlæta málstað sinn, þá er kominn tími til að staldra við. Notkun hugtaka úr trúar- brögðum í pólitískri orðræðu ber ekki bara vott um rökþurrð held- ur einnig að viðkomandi vilji færa umræðuna yfir á hugmyndaheim trúarbragða, þar sem trúarsetn- ingar koma í staðinn fyrir rök. Þjóðfélagsumræðan fer ekki lengur fram á veraldlegum rökum heldur trúarlegum. Menn flytja umræðuna aftur fyrir öld upplýs- ingarinnar. Þar sem rök verða ekki færð fyrir því, hvað eru helg rétt- indi að hvaða réttindi eru óhelg, nýta menn gjarnan orðið helgur til að koma málstað sínum á ósnert- anlegan stall. Sá sem véfeng- ir eða afneitar helgum rétti er drottinsvikari. Mestu hryðjuverk nútímans eru framkvæmd í nafni helgra dóma eða heilags réttar. Meira þarf ekki til. Það réttlætir allt, jafnvel hungur, þjáningar og dauða. Ítrustu kröfur eru orðnar að helgum rétti. Í okkar tilfelli einnig að mestri áhættu. Útrásar- víkingarnir svokölluðu tóku alltaf stærstu áhætturnar. Þeir komu okkur á vonarvöl. Í afar góðum útvarpsþætti nú á sunnudagsmorgni sagði Jónas Jónasson frá heimsókn sinni og viðtali við írskan rithöfund í miðri borgarastyrjöld á Norður-Írlandi. Samtal þeirra barst að átökunum og hvað þyrfti til að þeim lyki. Þá sagði sá írski efnislega eitt- hvað á þessa leið: Sennilega þurf- um við að þjást meira og lengur. Kannski þurfa mæður að bera sundurskotna syni sína á tröpp- ur þinghússins til að stjórnmála- menn átti sig á því að gera þarf málamiðlanir og semja. Siðaðir menn semja, hinir slást. Heilagra manna sögur Icesave Þröstur Ólafsson hagfræðingur Menn flytja umræðuna aftur fyrir öld upplýsingar- innar. Vegna ásakana um að Lista-safn Árnesinga hafi ritskoð- að sýningu sem setja átti upp í safninu og beitt þöggun á við- fangsefnið er rétt að eftirfarandi komi fram. Safnið réð Hannes Lárusson sem sýningarstjóra að sýningu þar sem skoða átti m.a. ákveðinn hluta safneignar. Af sýningunni varð ekki vegna sam- starfsörðugleika sem náðist ekki að leysa tímanlega. Inntak sýningarinnar breytt- ist í meðförum sýningarstjóra og tveggja aðstoðarmanna sem hann fékk til liðs við sig. Lista- safn Árnesinga úthlutar ekki sölum til afnota, en velur sýning- ar og viðfangsefni og ber ábyrgð á starfseminni. Ég gerði ekki athugasemdir við breytt inntak og fannst áhugavert að taka inn í safnið sýningu þar sem umræðu- efni samfélagsins væri tekið fyrir; birtingarmyndir góðær- is og hruns. Þarna kann ég hafa brugðist fyrir hönd safnsins að hvarfla frá settri stefnu því brátt kom í ljós að sýningarstjóri gerði ekki greinarmun á hlutverkunum sýningarstjóri og listamaður sem þátttakandi í sýningunni. Hann virtist virkari sem listamað- ur ásamt samstarfsmönnunum tveimur og safninu var haldið frá hugmyndavinnu, útgjalda- hlið, sýningarskrá og boðskorti. Segja má að rödd safnsins hafi þar verið þögguð, ef eitthvað var þaggað. Þegar ég gerði athuga- semdir við framkvæmdir þá völdu þau að líta á það sem höfn- un á sýningunni og ekki tilbúin að endurskoða þá afstöðu. Það er eftirsóknarvert og áhugavert að láta reyna á þanþol marka innan og utan við menn- ingarstofnanir og það gera lista- menn gjarnan. Slíkar tilraunir held ég að verði að eiga sér stað í samræðu við stofnanirnar og þá sem þar starfa. Annars er hætta á að til verði misskilningur sem festir eldri mörk í sessi í stað þess að frjósöm umbreyting geti átt sér stað. Ein ástæða þess að ásökunum var ekki svarað fyrr, er sú að 17. nóvember sl. barst safninu afsök- unarbréf frá Hannesi og aðstoð- armönnunum. Ég valdi að líta á það sem heiðarleg samskipti, en þar segir m.a.: „Í samskiptum okkar við starfsmann Listasafns Árnes- inga fórum við yfir strikið í kröf- um og væntingum, sama á við um samskipti við listamenn og aðra hlutaðeigandi innan sem utan listaheimsins. Fljótfærni var af okkar hálfu að fara með þetta viðkvæma mál í fjölmiðla án þess að ráðfæra okkur við viðeigandi fagmenn og vega þar jafnvel að starfsheiðri fólks sem unnið hefur í þágu listamanna árum saman.“ Það er miður að samstarf náð- ist ekki, en sýning fæddist engu að síður og hófst í fjölmiðlum og umræðunni. Þar hafa höfund- arnir náð að baða sig ljósi og upphefja sýninguna á kostnað safnsins. Upphafin sýning og ritskoðun Listsýningar Inga Jónsdóttir safnstjóri Listasafns Árnesinga Sýning fæddist engu að síður og hófst í fjölmiðlum og umræðunni. Þar hafa höfundarnir náð að baða sig ljósi Íslendingar eiga að afþakka það kinnroðalaust að taka á sig skuldir fjárglæframanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.