Fréttablaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 32
4 • TÓNLIST The Strokes er mikilvægasta hljóm- sveit síðustu ára. Engin hljómsveit sem var stofnuð um eða eftir aldamót hefur haft jafn mikil áhrif á tónlistarheiminn og The Strokes hafði með fyrstu plötunni sinni, Is This it. The Strokes er líka mjög stöðug hljómsveit; gaf út þrjár plötur á árunum 2001 til 2006 – allar góðar – og nú er sú fjórða komin út. Stenst hún væntingar? Stutta svarið er: „Já“. Langa svarið kemur hér fyrir neðan. Angles er að flestu leyti plata sem mátti búast við frá Strokes. Hljómurinn er svipaður og áður, lögin eru í svipuðum stíl, skemmti- leg, fersk, áreynslulaus. Hljóm- sveitin reynir ekki að finna upp hjólið, fer oft troðnar slóðir, en bregður sér einstaka sinnum út fyrir rammann með góðum árangri. Útúrdúrinn felst oftast í rafrænum æfingum með hljóðgervlum, sem eru yfirleitt mjög vel heppnaðar. Plötunni er í rauninni skipt í tvennt. Annar hlutinn saman- stendur af hefðbundnu Strokes- lögunum; taktfastir rokkslagarar með skemmtilegum gítaræfingum og frábærum söng Julians Casa- blancas. Hinn hlutinn samanstendur af furðulegri lögum innblásnum af níunda áratug síðustu aldar með drungalegu andrúmslofti og frá- bærum söng Julians Casablancas. Angles er frábær plata. Hún er heilsteypt, en lögin Machu Picchu, Two Kinds of Happiness, Games og smáskífulagið Under Cover of Darkness standa upp úr. Þá er hið drungalega Metabolism alveg frábært rétt eins og lokalagið Life Is Simple in the Moonlight. Ekkert leiðinlegt lag, þótt þau séu ekki öll meistaraverk. Tíðar fréttir af ósætti innan The Strokes hafa greinilega lítið að segja um ávexti samvinnu hljóm- sveitarinnar, sem er í hörkuformi. Það er mars og við erum mögulega búin að finna plötu ársins. - afb EKKERT LEIÐINLEGT LAG THE STROKES ANGLES Dánlódaðu: Metabolism, Undercover of Darkness, Life Is Simple in the Moonlight. TVÍBURAR? EKKERT VANDAMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.