Fréttablaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 6
31. mars 2011 FIMMTUDAGUR6 SAMFÉLAGSMÁL Innanríkisráðherra mun á næstu dögum skipa starfs- hóp sem ætlað er að móta fram- tíðarstefnu um ættleiðingar hér á landi og undirbúa nauðsynlegar lagabreytingar. „Við leggjum mikið kapp á það í þessu ráðuneyti, sem er ráðuneyti mannréttindamála, að hafa þessi mál í góðu lagi,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Hann segir að lagfæra verði þær brotalamir sem komið hafi í ljós, en tekur fram að margt hafi þó verið vel gert og ekki sé ætlun- in að umturna kerfinu. Þórunn Svein- bjarnardóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar, verður formað- ur starfshóps- ins. Starfshópnum verða ekki sett tímamörk, en Ögmundur segist leggja áherslu á að hann vinni hratt og vel. Vinna hópsins mun byggja að verulegu leyti á nýlegri úttekt á málaflokknum sem unnin var fyrir ráðuneytið. Þar kemur fram að Ísland skeri sig frá hinum Norð- urlöndunum hvað varði fjölda, menntun og sérhæfingu þeirra sem vinni að málaflokknum. Hér séu starfsmenn sem sinni þess- um málum of fáir og hafi að auki öðrum skyldum að gegna. Í úttektinni er mælt með að starfsmönnum verði fjölgað. Spurður hvort hægt sé að finna fé til þess í núverandi efnahags- ástandi segir Ögmundur þetta ekki bara spurningu um peninga, held- ur um forgangsröðun. Verið sé að stokka upp alla stjórnsýsluna sem heyri undir innanríkisráðuneytið, þar með talið þennan málaflokk. Í úttektinni er lagt til að grund- vallarbreytingar verði gerðar á því hvernig forsamþykki íslenskra stjórnvalda fyrir því að fólk fái að ættleiða barn verði breytt. Til að mynda er lagt til að mat á umsækj- endum verði flutt frá barnavernd- arnefndum til einnar stofnunar. Í skýrslunni er mælt með að sú stofnun verði eitt af stóru sýslu- mannsembættunum á höfuðborg- arsvæðinu. Í dag sér sýslumað- urinn í Búðardal um afgreiðslu forsamþykkta. brjann@frettabladid.is Styður þú ákvörðun Reykja- víkurborgar að lána OR 12 milljarða króna? JÁ 45,3% NEI 54,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú farin(n) að skipuleggja sumarfríið? Segðu þína skoðun á visir.is Lagfæra brotalamir í ættleiðingarlöggjöf Nýr starfshópur innanríkisráðherra mun móta framtíðarstefnu um ættleiðingar á Íslandi. Byggir á nýlegri úttekt á stöðu ættleiðingarmála. Ekki spurning um peninga heldur forgangsröðun segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. ÆTTLEITT Fjölmargar tillögur um úrbætur á lögum um ættleiðingar eru í nýlegri úttekt sem unnin var fyrir innanríkisráðuneytið. NORDICPHOTOS/AFP ÖGMUNDUR JÓNASSON ´01 ´02 ´03 ´04 ´05 ´06 ´07 ´08 ´09 ´10 50 40 30 20 10 0 Fjöldi ættleiðinga frá útlöndum Heimild: Hagstofa Íslands og Íslensk ættleiðing FJÁRMÁL Strangar reglur verða um starfsemi smálánafyrirtækja hér á landi ef frumvarp verður að veru- leika sem Árni Páll Árnason, efna- hags- og viðskiptaráðherra, kynnti fyrir ríkisstjórn á þriðjudag. Í frumvarpinu er kveðið á um skyldur fyrirtækjanna þar sem þau þurfa meðal annars að veita neytendum upplýsingar um árs- vexti af lánum sínum. Þá kveða lögin skýrt á um að greiðslumat þurfi að fara fram áður en lán er afgreitt og lántak- endur megi greiða upp lán áður en lánstíma lýkur, án þess að greiða fyrir það hærri þóknun en sem nemur kostnaði lánveitanda. í athugasemdum ráðuneytis- ins við frumvarpið segir að nauð- synlegt sé að setja ramma utan um slíka starfsemi. Þar segir að kostnaður við lánin sé oft óhæfi- lega hár, jafnvel 600 prósent upphæðarinnar sem lánuð er. Umsagnaraðilar gátu þess meðal annars að starfsemi smálánafyrir- tækja væri varasöm þar sem skil- málar væru óljósir og „viðkvæm- ir hópar“ gætu lent í vandræðum, meðal annars ungt fólk í fjárþröng og fólk með geðfötlun. - þj Væntanlegt frumvarp boðar breytingar á fyrirkomulagi lánafyrirtækja: Vilja skýrari skilmála smálána Með frumvarpinu verður neyt- anda gefinn réttur til að greiða upp lánasamning áður en lánstími er útrunninn. Í athugasemdum við frumvarpið er dæmi tekið af 10.000 króna láni til 15 daga. Vextir og kostnaður eru 2.500 krónur, en ef lánið er greitt upp eftir fimm daga getur kostnaður- inn ekki numið hærri upphæð en 833 krónum þar sem dagskostn- aður samkvæmt samningnum var 166,6 krónur. Uppgreiðsla lána Þegar þú vilt fá það besta út úr lífinu! Faxafeni 14 www.heilsuborg.is Golf Hópþjálfun Viltu verða betri í golfinu og bæta heilsu þína og líðan? Nýttu síðustu vikurnar fyrir sumarið og byggðu þig upp fyrir golfið! Fimm vikur -12 tímar með þjálfara Mán, mið og fös. kl. 16.00 eða kl. 17.00 Þjálfari: Sveinn Ómar Sveinsson, IAK einkaþjálfari og löggiltur FMS „Bretar og Hollendingar myndu aldrei endurgreiða erlendum innistæðu- eigendum kröfur að upphæð sem nemur þriðjungi þjóðarframleiðslu ef einn af stóru bönkum þeirra færi í þrot” Financial Times 12. desember 2010 ADVICE hópurinn telur hagsmunum Íslands best borgið með því að fella Icesave-lögin þann 9. apríl. Auglýsingar og annað starf hópsins er greitt með frjálsum framlögum og vinnuframlagi sjálfboðaliða. Tölvupóstur: advice@advice.is www.advice.is VIÐSKIPTI Eignarhaldsfélagið Fló- inn hefur keypt rekstur og allar eignir brugghússins Ölvisholts af þrotabúi félagsins. Að félaginu standa heildsalan Karl K. Karls- son, Eignarhaldsfélag Suðurlands og fleiri. Samkvæmt tilkynningu frá félaginu verður rekstur félags- ins á sömu nótum og áður og hug- myndafræðin á bak við brugg- húsið hefur ekki breyst. Nýir eigendur eru bjartsýnir á áfram- haldandi rekstur brugghússins. Kaupverð er ekki gefið upp. - bj Kaupa eignir Ölvisholts: Byggja á sömu hugmyndafræði HEILBRIGÐISMÁL Einn heilbrigðis- starfsmaður var sviptur starfs- leyfi á síðasta ári og einum var veitt lögformleg áminning. Að auki fann landlæknisembættið að við heilbrigðisstarfsmenn í þremur tilvikum. Landlæknisembættinu bár- ust alls 252 kvartanir árið 2010, en árið á undan voru þær 237. Umkvörtunarefnin voru af marg- víslegum toga, allt frá hnökrum í samskiptum til alvarlegra mis- taka. Algengasta umkvörtunar- efnið var röng eða ófullnægjandi meðferð líkt og verið hefur undan- farin ár. Kvartanir eftir sérgreinum, jafnt vegna tilvika á stofnunum, einkastofum eða annars staðar, voru flestar, eða 45, í tengslum við heimilislækningar enda eru flest samskipti í heilbrigðisþjónustu við heimilislækna. Næstflestar kvartanir, 35 talsins, beindust að bráða- og slysalækningum. Um miðjan mars 2011 hafði fengist niðurstaða í 176 málum, en nítján málum frá 2009 var þá enn ólokið. Af þessum 176 málum voru 26 kvartanir staðfestar að hluta eða öllu leyti. - jss Landlæknisembættinu bárust 252 kvartanir í fyrra: Einn sviptur starfsleyfi og annar áminntur Helstu tilefni kvartana 2010 Röng meðferð 37 Ófullnægjandi meðferð 40 Ófullnægjandi eftirlit 9 Sjúkraskrá 23 Aðgengi að heilbrigðisþjónustu 13 Samskiptaörðugleikar sjúklings og starfsmanns 13 Röng greining 26 Trúnaðarbrot 7 Skottulækningar 2 Önnur atriði 64 Samtals 252 DÓMSMÁL Ragnar Önundarson, fyrrverandi forstjóri Eurocard, hefur kært Kastljósmennina Helga Seljan og Sigmar Guð- mundsson til siðanefndar Blaðamannafélags fyrir umfjöllun um samráð kortafyrirtækja Íslands, að því er segir á pressan.is. Ragnar telur sig hafa orðið fyrir ærumissi að ósekju. Í kæru sinni setur Ragnar eink- um út á það að hafa ekki fengið tækifæri til að verja hendur sínar. Meðal annars hafi Helgi Selj- an ekki boðið honum í Kastljós. „Myndi ég sleppa því tækifæri að fá mann í viðtal sem hafði slíkar upplýsingar um í hönd- unum?“ svarar Helgi á pressan. is og Sigmar bætir við að vitni séu að því að Ragnari hafi með símtali verið boðið viðtal en hann afþakkað. - gar Samráðsmál kortafyrirtækja: Kastljósmenn fyrir siðanefnd KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.