Fréttablaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 12
31. mars 2011 FIMMTUDAGUR12
FRÉTTASKÝRING: Hvaða áhrif hefur nei á alþjóðasamskipti og viðskiptaumhverfi? 2. hluti
Óli Kristján
Ármannsson
olikr@frettabladid.is
Mat Lees C. Buchheit, formanns
íslensku samninganefndarinnar, er
að ómældur hliðarkostnaður geti
verið í því falinn að hafa Icesave-
deiluna óleysta yfir höfði þjóðar-
innar. Er þá ekki litið til áhættunnar
af því að málið gæti tapast „með
skelfilegum afleiðingum“ að hans
mati. Þetta kom fram í viðtali
Fréttablaðsins
við Buchheit
í desember
síðastliðnum
skömmu eftir
að samninga-
nefndin kynnti
nýjan Icesave-
samning.
Buchheit
sagðist telja
samningaleiðina þá réttu, ekki
dómstólaleiðina. Eins sagði hann
ljóst að með fyrirliggjandi samningi
væri samningaleiðin fullreynd. Ríkis-
stjórnir Breta og Hollendinga gætu
ekki farið fram á að skattgreiðendur
í þeim löndum niðurgreiddu lán til
Íslendinga vegna Icesave.
Í viðtali við Lárus Blöndal,
hæstaréttarlögmann og fulltrúa
stjórnarandstöðunnar í samninga-
nefndinni, sem Fréttablaðið birti
í febrúarbyrjun, kom jafnframt
fram að jafnvel þótt mál ynnist
fyrir EFTA-dómstóli gæti falist í því
kostnaður fyrir þjóðina. „Það þarf
auðvitað að reka málið og standa
í þessum útistöðum í einhvern
tíma í viðbót. Og það hefur í það
minnsta ekki jákvæð áhrif fyrir
Ísland,“ sagði hann þá og áréttaði
um leið að fyrirséður kostnaður við
nýja Icesave-samninginn væri bara
brot af kostnaði sem hlotist gæti af
töpuðu máli.
LÁRUS BLÖNDAL
Samskiptin batna
ekki með nei-i
SAMNINGUR KYNNTUR Lee C. Buch-
heit, sem fór fyrir samninganefnd
Íslands í síðustu lotu Icesave-deilunn-
ar segir dómstólaleið áhættusama.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Mín skoðun er að það verði svo sem engin ragnarök
þótt Icesave verði hafnað eins og sumir vilja halda
fram,“ segir Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka
verslunar og þjónustu. „En hitt er annað mál að þú hittir
ekki svo mann í kaffistofu eða matarboði að ekki sé
verið að ræða um að hér sé ekkert að gerast. Og ég held
að það ástand muni þá halda áfram.“ Margrét segir það
ekki að ástæðulausu að aðilar vinnumarkaðarins, bæði
Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins, leggi ofur-
kapp á að málið verði klárað. „Menn sjá að Icesave muni
meðal annars viðhalda þessu frosti sem er í atvinnulífinu
og við verðum með öllum ráðum að
ná hagvexti af stað á ný.“
Margrét bendir á að í fyrra hafi
hagvöxtur verið neikvæður og að í
ár stefni í þrjátíu milljörðum lakari
afkomu ríkissjóðs en gert hafi verið
ráð fyrir. „Það er næstum sama upp-
hæð og Icesave.“
Í öðru lagi segir Margrét óvissuna
um það sem við taki vera það sem
verst sé fyrir atvinnulífið. „Á meðan
halda fyrirtæki að sér höndum. Ég
finn það til dæmis í mínum rekstri
að þegar maður sér ekki fyrir hvernig aðstæður verða
eftir hálft eða heilt ár, þá sitja menn með hendur í skauti
á meðan.“
Margrét segir það hafa ráðið úrslitum um að hún ætli
að segja já í komandi kosningum að henni finnist þessi
þjóð búin að taka nógu mikla áhættu undanfarin ár og
vera allt of áhættusækin. „Áhættusæknin olli því að hér
varð algjört hrun. Mér finnst að þessar kynslóðir sem
bera landið uppi og stjórna því, hvort heldur sem það
er í stjórnmálum eða atvinnulífi, hafi tekið nóga áhættu
fyrir börnin okkar.“ Margrét segir nóg komið, valið standi
á milli þess að taka á sig þrjátíu milljarða króna kostnað
eða hætta á kostnað upp á 750 milljarða. Hún segir
íslensku Icesave-samninganefndina hafa unnið þrekvirki
í að ná fram frábærum samningi. „Þar er kostnaður sem
þjóðin ræður mjög vel við og kannski ekki nema tíu
prósent af heildarkostnaðinum við hrunið. En við erum
einhvern veginn aldrei að tala um þessi níutíu prósent,“
segir hún og bætir við að ekkert sé að því að fá á sig eitt
mark í fótboltaleik ef maður skori tvö mörk á móti og
vinni leikinn. „Fyrir mér snýst Icesave um miklu alvarlegri
hluti en lögfræði og ég er ekki tilbúin að taka alla þessa
áhættu þegar við erum komin með þennan frábæra
samning í hendurnar.“
MARGRÉT KRIST-
MANNSDÓTTIR
Nóg komið af áhættusækni
Tómas Ingi Olrich, fyrrum þingmaður, ráðherra og
sendiherra, segir of mikið gert úr skaðlegum áhrifum
þess að hafa Icesave-deiluna óleysta. Þjóðin sé beitt
þrýstingi til að greiða kröfur sem henni beri ekki
lagaskylda til að greiða. „Til hvers í ósköpunum vorum
við að ganga í EES þegar menn eru bara beittir þrýstingi
þegar á reynir?“ spyr hann og veltir fyrir sér hvaða
skilaboð það séu til annarra landa að smáþjóð þurfi að
sætta sig við að ekki sé sýnt fram á lagaskyldu hennar
til að gangast undir miklar skuldbindingar, nóg sé að
beita hana þrýstingi.
Tómas Ingi bendir á að fjölmörg
ríki séu nú í þörf fyrir mikið
lánsfé. Aukin eftirspurn geri svo
að lántökur verði dýrari, það komi
Icesave ekkert við. „Íslendingar
eru í sömu sporum og aðrir sem
eru mjög skuldugir,“ segir hann og
bendir á að bæði Portúgalar og Írar
kvarti undan þeim lánakjörum sem
þeim bjóðist. Þá sé ríkissjóður stór-
skuldugur og orkufyrirtæki berjist
í bökkum. „Ætti að vera sérstök ástæða til að vilja lána
til Íslands?“ spyr hann og telur að gangist þjóðin við
nýjum Icesave-samningi ætti að verða ennþá meiri
tregða til að lána hingað peninga, því þar með hafi
verið aukið á skuldir ríkisins. „Eina óvissan sem aflétt
yrði er fyrir ríkissjóði Breta og Hollendinga.“
Þá telur Tómas Ingi að ekki verði erfiðara fyrir fyrir-
tæki að fá erlend lán þó svo að Icesave verði hafnað.
„Peningarnir finna ekki svona lykt eins og af Icesave.
Þeir finna bara lykt af því hverjir eru líklegir til að
borga,“ segir hann og telur landið ekki í slæmri lang-
tímastöðu með fisk sinn, orku, vatn og öfluga innviði,
svo sem góða menntun og annað slíkt. „Þetta eru hlutir
sem fjárfestingaraðilar horfa á.“
Sömuleiðis óttast Tómas Ingi ekki að Icesave-deilan
skaði samskipti landsins við önnur lönd. „Ég held að
menn geri sér svolítið barnalegar hugmyndir um fjand-
skap og vinsemd þjóða,“ segir hann og bætir við að á
stundum geri lönd sig óvinsæl í einhverjum málum.
„Það getur gufað upp á ótrúlega skömmum tíma,“
segir hann og áréttar að pólitískar ákvarðanir verði ekki
grundvallaðar á vinsældum eða óvinsældum. „Menn
verða að hafa bein í nefinu til að vera óvinsælir. Við
vorum ekkert vinsælir þegar við vorum að færa út fisk-
veiðilögsöguna. Þá var okkur úthúðað alls staðar og svo
tóku aðrar þjóðir þetta upp.“
TÓMAS INGI
OLRICH
Áhrif Icesave ofmetin
Að mótmæla viðbrögðum
lánshæfismatsfyrirtækja
við höfnun Icesave-sam-
komulags er eins og að deila
við dómarann. Alþjóðlegir
stórfjárfestar reiða sig á
mat fyrirtækjanna. Geti
ríkið ekki endurfjármagnað
sig á alþjóðlegum mörk-
uðum er fyrirséð að erfitt
verði að afnema gjaldeyris-
höft. Nei yrði alvarlegt áfall
fyrir orðspor Íslands, segir
Baldur Þórhallsson, pró-
fessor í stjórnmálafræði.
Óvarlegt virðist að áætla að við-
brögð við neitun í þjóðaratkvæða-
greiðslunni um Icesave eftir rúma
viku verði góð þegar horft er til
efnahagsumhverfis landsins og
samskipta við önnur lönd. Raunar
er það svo að lánshæfismatsfyrir-
tækið Moody‘s hefur lýst því yfir
að líkur séu á að lánshæfi Íslands
verði lækkað í svokallaðan rusl-
flokk fari svo að nýjum samningi
verði hafnað.
Áður hafði fyrirtækið talið lík-
legt að samþykkt Alþingis á frum-
varpi um nýja samninga gæti
orðið til þess að fyrirtækið myndi
hækka lánshæfiseinkunn ríkis-
sjóðs. Vísað hefur verið til þess í
umfjöllun greiningardeilda bank-
anna hér að svo virðist sem mats-
fyrirtækin vilji bíða og sjá hvernig
Icesave ríður af. Þannig var haft
eftir Eileen Zhang, sérfræðingi hjá
lánshæfismatsfyrirtækinu Stand-
ard&Poors, að samþykkt Icesave-
samninganna myndi gefa þeim
skýrari sýn og eyða einum áhættu-
þætti.
Lánveitingar eru tengdar Icesave
Frekari vísbendingar um viðbrögð
á lánamarkaði má svo finna í því
hvernig Norðurlöndin gerðu lausn
Icesave-deilunnar að skilyrði í lán-
veitingum til Íslands, en um tíma
var fjármögnun efnahagsáætlunar
landsins í samvinnu við Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn ekki trygg vegna
þessa skilyrðis og tafðist hún nokk-
uð þess vegna. Norrænu lánin
gengu hins vegar í gegn þegar ljóst
þótti að nást myndu samningar. Þá
má nefna að lán Norræna fjárfest-
ingarbankans (NIB) til Landsvirkj-
unar vegna Búðarhálsvirkjunar er
háð því skilyrði að önnur fjármögn-
un fáist að smíði virkjunarinnar,
en Evrópski fjárfestingarbankinn
hefur ítrekað frestað því að taka
ákvörðun um lán til virkjunarinn-
ar á meðan Icesave deilan er óleyst.
Fari hins vegar svo að lánshæf-
iseinkunn Íslands hjá alþjóðlegu
matsfyrirtækjunum lækki eftir
að samningi yrði hafnað þá kynnu
afleiðingarnar að verða víðtækar.
Seðlabankinn hefur meðal ann-
ars sagt að nei í kosningunni muni
seinka aðgerðum á seinni stigum í
afléttingu gjaldeyrishafta. Í sam-
tölum við sérfræðinga greining-
ardeilda bankanna kemur fram
að erlendu matsfyrirtækin virðist
telja að Ísland sitji uppi með Ice-
save-kostnaðinn hvernig sem fer í
þjóðaratkvæðagreiðslunni. Erlend-
ir fagfjárfestar eru síðan bundn-
ir af lánareglum sem gera þeim
ómögulegt að fjárfesta í skulda-
bréfum undir einhverri ákveðinni
lánshæfiseinkunn. Því sé það svo
að þótt lánshæfismatsfyrirtækin
hafi gert alvarleg mistök og beri að
hluta ábyrgð á alþjóðlegu fjármála-
kreppunni, þá sé ekki annað kerfi
við lýði til að meta lánshæfi ríkja
og stórfyrirtækja. Að deila við
lánshæfismatsfyrirtækin er sagt
vera eins og að deila við dómarann.
Stjórnmálaóstöðugleiki skaðar
Baldur Þórhallsson, prófessor
í stjórnmálafræði og formaður
stjórnar Alþjóðamálastofnunar
og Rannsóknaseturs um smáríki
við Háskóla Íslands, segir ljóst að
verði Icesave-samningnum hafn-
að þá haldi ekki samningar rík-
isstjórnarinnar með samþykki
Alþingis. „Það yrði alvarlegt áfall
fyrir orðspor Íslands og hefur ekk-
ert með þessa ríkisstjórn að gera,“
segir hann, en Baldur er jafnframt
varaþingmaður Samfylkingarinn-
ar. Hann veltir fyrir sér hvernig
erlend stjórnvöld eigi að geta treyst
samningum við ríkisstjórn Íslands
ef forsetinn gengur ítrekað gegn
vilja hennar og Alþingis. „Ég held
að þetta hafi veruleg áhrif á traust
á íslensk stjórnmál, efnahagslíf
og fyrirtæki. Menn eru ekki vanir
því í hinum vestræna heimi að
ríkisstjórnir hlaupist undan ábyrgð
og samningum bara þegar hentar
þeim. Menn geta verið andvígir
samningum, neitað að skrifa undir
þá og fara eftir þeim. En að gerð-
ir séu samningar við ríkisstjórnir
sem síðan geta ekki framfylgt þeim
er dálítið öðruvísi.“
Baldur gerir hins vegar ekki
ráð fyrir að það hafi mikil áhrif
á umsóknarferli Íslands að Evr-
ópusambandinu þótt samningur-
inn verði felldur. „Málið fer þá
fyrir EFTA -dómstólinn og meðan
á þeim málaferlum stendur sé ég
ekki fyrir mér að þetta hafi áhrif á
samningaviðræður Íslands við Evr-
ópu,“ segir hann, en telur erfiðara
að spá fyrir um stöðuna að fenginni
niðurstöðu hjá dómnum.
Baldur lýsir því hins vegar svo
að hér sé komin upp stjórnar-
skrárkrísa með ákvörðunum for-
seta um að vísa málum í þjóðarat-
kvæðagreiðslu með þessum hætti.
„Eftir þessa ákvörðun forsetans
þá átta menn sig ekki á stjórn-
skipan Íslands. Og það er alltaf
erfitt þegar erlendir aðilar, sem
við þurfum að eiga í nánum sam-
skiptum við, upplifa að hér sé
stjórnmálaóstöðugleiki.“ Þó svo að
þessi stjórnskipulega óvissa verði
áfram til staðar þótt samningurinn
verði staðfestur segir Baldur að
hún ágerist verði samningi hafn-
að. „Því þá er forsetinn að stöðva
málið endanlega og búinn að koma
í veg fyrir að íslensk stjórnvöld
leysi málið með samningi og hefur
með ákvörðun sinni komið málinu
í dómsstólsleið.“
Eins og að deila við dómarann
Í ÓLGUSJÓ Óvíst er hversu alvarlegar afleiðingar það hefur að hafna nýjum Icesave-
samningi. Ljóst er þó talið að ríkissjóður gæti lent í vandræðum með endurfjár-
mögnun lána sem myndi torvelda afléttingu gjaldeyrishafta. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
KOMDU ÞÉR Í BESTA
FORM ÆVINNAR!
www.nordicaspa.is
SKRÁ
NING
444-
5090
HEFST 4. APRÍL ÞORIR ÞÚ?
2 TÍMAR Í TÆKJASAL – SKYLDUMÆTING
GRÍÐARLEGA MIKIÐ AÐHALD
MATARLISTAR / MÆLINGAR
GEGGJAÐUR ÁRANGUR
HANDKLÆÐI OG HERÐANUDD
Í POTTUNUM
4 VIKNA NÁMSKEIÐ